Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 26
BLS. 2 | sirkus | 3. ÁGÚST 2007 Heyrst hefur RANGE-INN Björgólfur keyrir dagsdaglega um á tveggja ára gömlum jeppa. BENTLEYINN Algjört augnayndi sem stendur í heimreiðinni við Vesturbrún 22. BENZINN Þóra keypti þennan Benz-jeppa fyrir skömmu. BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON OG ÞÓRA HALLGRÍMSSON EIGA MARGA AF FLOTTUSTU BÍLUM LANDSINS: FLOTTASTUR ER ÞÓ BENTLEYINN SEM BJÖRGÓLFUR Á. BÍLAR FYRIR 60 MILLJÓNIR Í HEIMREIÐINNI Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Hér eru Þóra og Hallgrím- ur í góðum félagsskap. B jörgólfur Guðmundsson og Þóra Hall-grímsson eru bara tvö í heimili að Vesturbrún 22. Samt eiga þau marga bíla. Í heimreiðinni hjá þeim hjónum má finna í það minnsta þrjá bíla og það af bestu gerð. Samkvæmt heimildum Sirkuss kosta bílarnir þrír á milli 50 og 60 milljónir króna. Og þá er ekki víst að allir bílarnir þeirra séu upptaldir. Þóra Hallgrímsson keypti sér nýlega glæ- nýjan silfurlitaðan Mercedes Benz ML 500 – þýskt stál af bestu gerð. Þóra skipti út gylltum Nissan Murano fyrir Benzinn. Þá á eiginmaður hennar, Björgólfur Guð- mundsson, einnig jeppa. Sá er dökkgrár tveggja ára gamall Range Rover Charger sem kostar um fimmtán millj- ónir króna. Rúsínan í pylsu- endanum er þó Bentleyinn sem Björgólfur fékk í sextugsafmælisgjöf frá Björgólfi Thor, syni þeirra Þóru, fyrir sex árum. Bentleyinn var smíðaður árið 1995 af Rolls Royce-bíla- framleiðandanum. Hann er sannkallað augnayndi – fagurgrænn með drapplituðu leðri. Erfitt er að skjóta á hvað svona gæða- gripur – sem næstum er orðinn antík – kost- ar. Heimildarmenn Sirkuss skjóta þó á 30 milljónir hið minnsta. Björgólfur notar Bentleyinn sjaldan. Fer þó stundum í sunnudagsbíltúr til að viðra fjöl- skylduna og bílinn. Í góðviðrinu sem ríkt hefur síðustu vikur hefur Bentleyinn hans Björgólfs staðið í heimreiðinni, bílaáhuga- mönnum sem öðrum til mikillar gleði. Þar glitrar á grænt lakkið. Og þótt jeppar þeirra hjóna séu flottir blikna þeir í samanburði við Bentleyinn. H elga Dýrfinna Magnúsdóttir, fegurðardrottning með meiru, lenti í fimmta sæti í netkosningu í Miss Tourism-keppninni sem fram fór í Kína. Keppt var í ýmsum flokkum auk aðaltitilsins, þar á meðal besta bikinímódelið og ungfrú diskó, en Helga Dýrfinna náði því miður ekki að landa neinum verðlaunum. „Þetta gekk allt rosalega vel og dómararnir sögðu að ég hefði staðið mig vel,“ sagði Helga Dýrfinna í samtali við Sirkus í gær en þá var hún nývöknuð eftir loka- keppnina sem fram fór á miðvikudag. „Dómararnir sögðu að ég væri aðeins of lágvaxin,“ bætir Helga Dýrf- inna við en hún er rétt tæpir 1,70 m. Þær stúlkur sem hrepptu efstu sætin í keppninni voru hins vegar allar í kringum 1,75. Helga Dýrfinna sagðist sátt við sinn hlut í keppninni, ekki síst að hún skyldi ná fimmta sætinu í netkosningu sem opin var öllum. „Það er gott að vita að ég hafi fengið hjálp að heiman en ég fékk rúmlega tíu þúsund atkvæði,“ segir Helga Dýrfinna, sem er þakklát fyrir stuðninginn. „Ég vil þakka Íslendingum fyrir stuðninginn.“ Of lítil fyrir verðlaunin Bjórinn hækkar á Ölstofunni Reykingabann á veitingastöðum hefur farið fyrir brjóstið á þeim félögum Kormáki og Skildi, eigendum Ölstofunn- ar. Kormákur sagði í blaðaviðtali fyrir skömmu að viðskiptin í sumar hefðu dalað og hefðu jafnvel dalað meir ef ekki hefði verið fyrir góða veðrið sem ríkt hefur. Nú hafa þeir félagar reynt að bregðast við þessum minnkandi viðskiptum með því að hækka bjórinn um heil 10%, eða úr 500 krónum í 550. Eftir sem áður er bjórinn á Ölstofunni þó ódýrari en á mörgum börum borgarinnar. Íþróttafluffa Það eru fleiri þekkt andlit en Jónsi í Í svörtum fötum sem spreyta sig á flugfreyjubransanum í sumar en fyrrverandi sjónvarpskonan Lovísa Árnadóttir, sem landsmenn kannast við úr íþróttafréttum á RÚV, brosir nú framan í farþega hjá Icelandair. Þykir Lovísa taka sig einstaklega vel út í flugfreyjubúningn- um og ætti ekki að væsa um farþegana þegar Lovísa tekur á móti þeim með kaffi og sjarmann að vopni. Útgáfufélag 365 prentmiðlar Útgefandi Helgi Hermannsson, ábm. Ritstjórn Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is, Indíana Ása Hreinsdóttir, indiana@frettabladid.is Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir, kristina@frettabladid.is, Sirkusblaðið Skaftahlíð 24 105 Rvk, sími 512 5000 Sölustjóri Bergur Hjaltested 512 5466 bergurh@365.is sirkus HELGA DÝRFINNA Stóð sig frábærlega í keppninni í Kína en þótti of lágvaxin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.