Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 1
Föstudagur
*Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í maí 2007
Lestur meðal 18–49 ára
á höfuðborgarsvæðinu
0%
10%
20%
30%
40%
50%
60%
70%
37%
B
la
ð
ið
M
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
F
ré
tt
a
b
la
ð
ið
D
V
38%
74%
11%
D
„Straight friendly“
matseðill
Búið er að setja upp markaðs-tjald þar sem afslátturinn er allt að 70 prósent
Búið er að setja upp markaðstjaldfyrir utan versl i
Matvara af eyfirskum upp-runa verður meðal söluvara á markaðinum í gamla bænumað Laufási í Eyjafirði 6. ágústmilli kl. 13.30 og 16.
„Við verðum með alls konar brauð, bæði fjölþjóðleg og séríslensk, svo sem franskbrauð, fjallagrasabrauð, sveitabrauð og rúgbrauð. Öll eru þau heimabökuð,“ er það fyrsta sem Ingibjörg Sigurlaugsdóttir, staðarhaldari í Laufási, nefnirþegar hún er beðin að lýsa matvörunum á Laufásmarkað-inum á mánudaginn. Fleira telur hún upp. „Við erum með rabarbarasultu, rabarbarasaft,berjasultu og rabarbarahlaup. Svo höfumvið bakað rabarbarapæ. Þetta flokkast allt undir mat úr héraði. Við erum líka að selja
harðfisk utan af Grenivík og nýuppteknar kartöflur úreyfirskri mold.“ Einnig verða þjóðlegar veitingar seldar á gamlaprestssetrinu.
Q-bar opnar eldhúsið fyrir hommum, lesbíum og
öllum hinum.
Við Ingólfsstræti í Reykjavík var fyrir nokkrum
mánuðum opnaður skemmtistaðurinn Q-bar. Þar
koma samkynhneigðir saman ásamt gagnkyn-
hneigðum vinum sínum, en staðurinn er það sem kall-
ast „Straight-Friendly“ – öllum opinn án tillits til kyn-
hneigðar þó að samkynhneigðir séu þó í meirihluta.
Fram til þessa hefur staðurinn verið rekinn sem
bar og skemmtistaður á kvöldin og um helgar, en nú
hafa Óli Hjörtur Ólafsson og Anna Brá Bjar dó
rekstrarstjórar einnig
ur að koma á borðið og fólk kann vel að meta það.
Fyrsta daginn var mjög gott að gera hjá okkur miðað
við það að við auglýstum ekki neitt og allir voru mjög
ánægðir,“ segir Óli.Fyrir framan Q-bar er rúmgóður pallur þar sem
gestir geta setið úti ef vel viðrar og hægt er að yfir-
skyggja pallinn ef tilefni er til. Opnunartími staðar-
ins hefur verið lengdur eftir að eldhúsið opnaði, en
eldhúsið er opið frá klukkan 11.30 fyrir hádegi til
klukkan níu á kvöldin, alla daga ikAnnar k kk
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
ÚTSÖLULOK
90%
Ritstýrir nýju ung-
menningarblaði
„Mér þykir þetta mjög miður. Ég
ætlaði aldrei að gera þetta,“ sagði 27 ára
hollenskur maður við aðalmeðferð í fíkniefna-
máli í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Hann og
nítján ára hollensk stúlka viðurkenna bæði að
hafa flutt kókaín til landsins innanklæða og
innvortis í apríl síðastliðnum.
Fólkið var handtekið af tollvörðum í
Leifsstöð við komuna frá Amsterdam 6. apríl
með samtals tæplega 1.100 grömm af kókaíni
innvortis og innanklæða. Hann var með um
750 grömm og hún ríflega 300. Þau hafa verið í
gæsluvarðhaldi síðan. Þau segjast bæði hafa
haldið í fyrstu að þau ættu að fara ein í
ferðina, og hvorugt segist hafa vitað hversu
mikið magn efna hitt hafði meðferðis.
Stúlkan og maðurinn eru bæði fædd á
eyjunni St. Vincent í Karíbahafi og þekktust
þaðan í sjón. Maðurinn, sem er nær algjörlega
heyrnarlaus, hafði búið í nokkur ár í Hollandi
fyrir smyglið. „Ég var heimilislaus og átti
enga peninga,“ sagði hann. „Ég hafði þurft að
greiða skuldir og fara í læknisaðgerð út af
eyrunum á mér.“
Stúlkan hefur nýlokið framhaldsskólanámi í
Hollandi og hefur haldið áfram námi í
gæsluvarðhaldi hér. Hún hyggst taka próf nú í
ágúst.
Bæði stúlkan og maðurinn fullyrða að aðrir
hafi fengið þau til verksins. Stúlkan segir konu
að nafni Ivette hafa skipulagt smyglið en
maðurinn nefnir karlmann, Mario að nafni.
Þau dvöldu í sama húsi daginn fyrir ferðina en
segjast lítið sem ekkert hafa hist. „Við máttum
ekki tala saman og vorum látin dvelja í
aðskildum herbergjum,“ sagði stúlkan. Þau
áttu síðan að þykjast vera par í ferðinni.
„Þegar ég var að koma fíkniefnunum fyrir
inni í mér þá kastaði ég þeim upp þannig að ég
þurfti að koma hluta þeirra fyrir í endaþarmi,“
sagði maðurinn.
Á flugvellinum í Amsterdam var fólkið
stöðvað vegna þess hve illa farið vegabréf
mannsins var. Tollverðir leituðu að fíkniefnum
á þeim. „Þeir leituðu ekki vel, því þá hefðu
þeir fundið efnin,“ sagði maðurinn. Þau voru
að verða of sein í flugið svo leitinni var hætt.
Maðurinn segir tollverðina úti hafa sagt þeim
að þeir myndu hafa samband við yfirvöld á
Íslandi um að leita betur á þeim.
Stúlkan segist ekki vita hvort hún hafi átt
von á greiðslu fyrir verkið umfram ferðalagið
til Íslands. „Ég vildi gera þetta því mig langaði
í ferðalag. Mig langaði að komast burt frá
Hollandi,“ sagði hún. Maðurinn sagðist hafa
verið lofað 7.400 evra greiðslu, sem jafngildir
um 640 þúsund krónum.
Vildi borga heyrnaraðgerð
Tveir Hollendingar viðurkenna að hafa flutt inn rúmt kíló af kókaíni. Vafamál hvort þeir stóðu saman að
innflutningi efnisins. Leitað var á fólkinu á leið frá Amsterdam. Íslensk yfirvöld voru beðin að leita betur.
GSM-samband er komið á í
Flatey á Breiðafirði. Fólk í eynni
vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið
þegar farsímar tóku að hringja á
þriðjudag. Áður hafði verið til-
kynnt að GSM-sambandi yrði komið
á í Flatey og á hluta af sunnanverð-
um Vestfjörðum í nóvember.
Í vikunni fór kvikmyndatökufólk
að streyma til eyjarinnar með Balt-
asar Kormák í fararbroddi til að
taka upp myndina Brúðgumann.
„Við spurðumst fyrir um það hjá
Símanum hvort við gætum verið
nettengd í eynni og hvort hægt
væri að liðka til með það,“ sagði
Agnes Johansen, framleiðandi
kvikmyndarinnar. „Þá var okkur
sagt að það væri langt komið með
GSM-samband og að þeir ætluðu
bara að nota tækifærið og drífa í
þessu.“
Viðbrögð íbúa og gesta í Flatey
við GSM-sambandinu eru blendin.
Á Hótel Flatey er búið er að hengja
upp miða á hótelinu þar sem stend-
ur: „Góðir gestir, vinsamlega notið
ekki GSM-síma á hótelinu, verönd-
inni, útiborðum eða í veitingasal.
Takk fyrir að varðveita friðinn í
Flatey.“
„Menn verða bara að læra að
slökkva á símum og varðveita frið-
inn sem er það sem fólk sækist
eftir hér,“ segir Álfheiður Ingadótt-
ir, einn af eigendum hótelsins.
Óvænt símasamband í Flatey
Þjóðhátíðargestum í
Eyjum var ráðlagt að gista
ekki í tjöldum sínum í Dalnum
í fyrrinótt vegna veðurútlits.
Starfsmenn þjóðhátíðarnefnd-
ar gengu á milli tjalda og buðu
fólki að gista í íþróttahúsi í
staðinn, endurgjaldslaust.
„Við vildum bara fyrir-
byggja að tjöldin fykju og
fólkið lenti í slæmu veðri,“
segir Tryggvi Már Sæmunds-
son, sem er í nefndinni.
„Flestir tóku mjög vel í þetta,
en einhverjir voru eftir í
dalnum.“ Hann segir veðrinu
eiga að slota á hádegi í dag, og
þá muni Dalurinn aftur fyllast
af tjöldum.
Yfir sextíu fíkniefnamál
hafa komið upp á landinu öllu
síðan fíkinefnaeftirlit lögreglu
vegna verslunarmannahelgar-
innar hófst mánudaginn 23.
júlí. Páll Winkel aðstoðarlög-
reglustjóri segir magnið
heldur meira en undanfarin ár,
enda sé meiri áhersla lögð á
eftirlit en áður.
Beðnir að gista
ekki í Dalnum
3. ÁGÚST 2007 Silvía syngur fyrir samkynhneigða Svía Björgólfur og bílarnir Elma Lísa og Reynir Lyngdal selja íbúðina
30 álitsgjafar velja næsta forsetaefni SNIÐIN FYRIRBESSASTAÐI
Sniðin fyrir Bessastaði