Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 45
[Hlutabréf] Marel hefur eignast yfir fjórðungshlut í hollenska iðnfyrirtækinu Stork og er lang- stærsti hluthafinn, samkvæmt tilkynningu til AFM, hollenska fjármálaeftirlitsins. Flöggunarskylda er við 25 prósentin, en hlutur LME, eignarhaldsfélags Marels, Eyris og Landsbankans, er 25,37 prósent. Miðað við gengi bréfa Stork í gær nemur markaðsvirði hlutarins rúmum 32,6 millj- örðum króna. „Við kynntumst Stork N.V. fyrst í gegn- um gott samstarf Marel Food Systems og Stork Food System sem hófst fyrir átta árum,“ segir Árni Oddur Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Eyris Invest og stjórnarfor- maður Marels. Hann segir fyrstu kaup í Stork fyrir tveimur árum hafa verið til að styrkja samstarf Marels við fyrirtækið. „En við höfum svo notað þessi tvö ár til að kynna okkur annan rekstur í Stork,“ segir hann og telur meira rými til virðisaukning- ar í samstæðunni. Hann vill hins vegar ekki tjá sig um hvort í vændum séu frekari kaup í Stork eða mögulega yfirtökutilboð. Með auknum hlut LME hefur að líkind- um verið lokað á yfirtöku Candover á Stork, en með henn hefðu minnkað líkur á samruna Marels og Stork Food Systems. LME-eignarhaldsfélag er stærsti ein- staki hluthafinn í Stork. Bandarísku fjár- festingarsjóðirnir Centaurus og Paulson fara hins vegar saman með rúman þriðj- ungshlut. Þeir hafa þrýst á um að Stork verði skipt upp og frá samstæðunni seld jaðarstarfsemi, svo sem Stork Food Syst- ems. Stjórn Stork er á móti uppskiptingu samstæðunnar. Miklar deilur hafa því ein- kennt reksturinn frá því á haustdögum í fyrra og hefur viðskiptaréttur í Amster- dam meðal annars skipað félaginu sérstaka tilsjónarmenn. Marel með fjórðung í Stork Hlutur LME í Stork N.V. í Hollandi nemur 25,37 prósentum. Markaðsvirði er yfir 32,6 milljörðum króna. Á fjórða tug erlendra verðbréfa- sjóða með samtals um 240 sjóðs- deildir hafa tilkynnt Fjármálaeftir- litinu (FME) um fyrirhugaða markaðssetningu hér á landi. Fram kemur hjá FME að sjóðirnir séu skráðir í Austurríki, Lúxemborg, Þýskalandi og á Írlandi. FME hefur í fyrsta sinn birt lista yfir þá erlendu verðbréfasjóði sem hafa tilkynnt um fyrirhugaða mark- aðssetningu hér og er hann að finna á vef eftirlitsins, www.fme.is. Birt- ing listans er sögð liður í aukinni upplýsingagjöf stofnunarinnar. Samkvæmt lögum getur erlend- ur verðbréfasjóður með staðfest- ingu í öðru ríki innan EES markaðs- sett skírteini sín hér, „enda hafi Fjármálaeftirlitið fengið tilkynn- ingu um fyrirhugaða starfsemi,“ segir í tilkynningu FME. Erlendir sjóðir á Íslandsmið Hagnaður Tryggingamiðstöðvar- innar nam 2,43 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum árs. Um er að ræða mikinn viðsnúning í rekstrin- um en á sama tímabili í fyrra töp- uðust rúmar sex hundruð milljónir króna. Hagnaður á öðrum ársfjórð- ungi var 1,54 milljarðar króna. Fram kemur í tilkynningu frá Trygginga- miðstöðinni að hagnaður af vátrygginga- starfsemi hafi numið 337 milljónum króna, og að tekjur af fjár- festingum hafi skilað ríflega fjórum milljörðum. Óskar Magnússon forstjóri segir jákvæða þróun í afkomu félagsins. Hagstætt umhverfi á verðbréfa- markaði hafi haft jákvæð áhrif á afkomuna en einnig megi merkja jákvæðan viðsnúning í afkomu af vátryggingastarfsemi. Viðsnúningur hjá TM DeCode Genetics tapaði 16,2 milljónum Bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt nýbirtu uppgjöri. Tapið jafngildir rúmum milljarði króna. Á sama tíma í fyrra tapaði félagið 18,3 milljónum dala. Tekjur DeCode hafa heldur dreg- ist saman milli ára, voru fyrstu sex mánuði ársins 16,2 milljónir dala, rúmum fjórum milljónum dala minni en í fyrra. Í tilkynningu frá DeCode kemur fram að minni tekjur skýrist helst af lokum samstarfs við svissneska lyfjafyrirtækið Roche. Í tilkynningu DeCode er haft eftir Kára Stefánssyni forstjóra að rannsóknir á fyrri helmingi ársins hafi gengið vel og kveðst hann hlakka til að upplýsa frekar um árangurinn á seinni helmingi þessa árs. DeCode tapar minna en í fyrra Klikkaður í Cocoa Puffs! ÍS L E N S K A S IA .I S / N A T 3 77 14 05 /2 00 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.