Fréttablaðið - 03.08.2007, Page 45

Fréttablaðið - 03.08.2007, Page 45
[Hlutabréf] Marel hefur eignast yfir fjórðungshlut í hollenska iðnfyrirtækinu Stork og er lang- stærsti hluthafinn, samkvæmt tilkynningu til AFM, hollenska fjármálaeftirlitsins. Flöggunarskylda er við 25 prósentin, en hlutur LME, eignarhaldsfélags Marels, Eyris og Landsbankans, er 25,37 prósent. Miðað við gengi bréfa Stork í gær nemur markaðsvirði hlutarins rúmum 32,6 millj- örðum króna. „Við kynntumst Stork N.V. fyrst í gegn- um gott samstarf Marel Food Systems og Stork Food System sem hófst fyrir átta árum,“ segir Árni Oddur Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Eyris Invest og stjórnarfor- maður Marels. Hann segir fyrstu kaup í Stork fyrir tveimur árum hafa verið til að styrkja samstarf Marels við fyrirtækið. „En við höfum svo notað þessi tvö ár til að kynna okkur annan rekstur í Stork,“ segir hann og telur meira rými til virðisaukning- ar í samstæðunni. Hann vill hins vegar ekki tjá sig um hvort í vændum séu frekari kaup í Stork eða mögulega yfirtökutilboð. Með auknum hlut LME hefur að líkind- um verið lokað á yfirtöku Candover á Stork, en með henn hefðu minnkað líkur á samruna Marels og Stork Food Systems. LME-eignarhaldsfélag er stærsti ein- staki hluthafinn í Stork. Bandarísku fjár- festingarsjóðirnir Centaurus og Paulson fara hins vegar saman með rúman þriðj- ungshlut. Þeir hafa þrýst á um að Stork verði skipt upp og frá samstæðunni seld jaðarstarfsemi, svo sem Stork Food Syst- ems. Stjórn Stork er á móti uppskiptingu samstæðunnar. Miklar deilur hafa því ein- kennt reksturinn frá því á haustdögum í fyrra og hefur viðskiptaréttur í Amster- dam meðal annars skipað félaginu sérstaka tilsjónarmenn. Marel með fjórðung í Stork Hlutur LME í Stork N.V. í Hollandi nemur 25,37 prósentum. Markaðsvirði er yfir 32,6 milljörðum króna. Á fjórða tug erlendra verðbréfa- sjóða með samtals um 240 sjóðs- deildir hafa tilkynnt Fjármálaeftir- litinu (FME) um fyrirhugaða markaðssetningu hér á landi. Fram kemur hjá FME að sjóðirnir séu skráðir í Austurríki, Lúxemborg, Þýskalandi og á Írlandi. FME hefur í fyrsta sinn birt lista yfir þá erlendu verðbréfasjóði sem hafa tilkynnt um fyrirhugaða mark- aðssetningu hér og er hann að finna á vef eftirlitsins, www.fme.is. Birt- ing listans er sögð liður í aukinni upplýsingagjöf stofnunarinnar. Samkvæmt lögum getur erlend- ur verðbréfasjóður með staðfest- ingu í öðru ríki innan EES markaðs- sett skírteini sín hér, „enda hafi Fjármálaeftirlitið fengið tilkynn- ingu um fyrirhugaða starfsemi,“ segir í tilkynningu FME. Erlendir sjóðir á Íslandsmið Hagnaður Tryggingamiðstöðvar- innar nam 2,43 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum árs. Um er að ræða mikinn viðsnúning í rekstrin- um en á sama tímabili í fyrra töp- uðust rúmar sex hundruð milljónir króna. Hagnaður á öðrum ársfjórð- ungi var 1,54 milljarðar króna. Fram kemur í tilkynningu frá Trygginga- miðstöðinni að hagnaður af vátrygginga- starfsemi hafi numið 337 milljónum króna, og að tekjur af fjár- festingum hafi skilað ríflega fjórum milljörðum. Óskar Magnússon forstjóri segir jákvæða þróun í afkomu félagsins. Hagstætt umhverfi á verðbréfa- markaði hafi haft jákvæð áhrif á afkomuna en einnig megi merkja jákvæðan viðsnúning í afkomu af vátryggingastarfsemi. Viðsnúningur hjá TM DeCode Genetics tapaði 16,2 milljónum Bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt nýbirtu uppgjöri. Tapið jafngildir rúmum milljarði króna. Á sama tíma í fyrra tapaði félagið 18,3 milljónum dala. Tekjur DeCode hafa heldur dreg- ist saman milli ára, voru fyrstu sex mánuði ársins 16,2 milljónir dala, rúmum fjórum milljónum dala minni en í fyrra. Í tilkynningu frá DeCode kemur fram að minni tekjur skýrist helst af lokum samstarfs við svissneska lyfjafyrirtækið Roche. Í tilkynningu DeCode er haft eftir Kára Stefánssyni forstjóra að rannsóknir á fyrri helmingi ársins hafi gengið vel og kveðst hann hlakka til að upplýsa frekar um árangurinn á seinni helmingi þessa árs. DeCode tapar minna en í fyrra Klikkaður í Cocoa Puffs! ÍS L E N S K A S IA .I S / N A T 3 77 14 05 /2 00 7

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.