Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 38
BLS. 14 | sirkus | 3. ÁGÚST 2007 D avíð Oddsson er fjarki. Hann er duglegur, jarð-bundinn og er með hlutina á hreinu,“ segir spá-konan Sigríður Klingenberg um seðlabankastjór- ann Davíð Oddsson. „Davíð er að fara á tímabil endalokanna, hann er á 9 en á henni gerir maður uppgjör við það sem hangir við mann og lendir oft í töluverðu ves- eni ef maður hefur ekki alveg hreint borð. Það sem ein- kennir 4 oft á tíðum er þrjóska en maður lærir svo lengi sem maður lifir. Davíð mun mildast með árunum. Hann mun koma á óvart þegar líður nær áramótum og mun þá vera töluvert í fréttum. Ánægjuleg tíðindi verða í kringum fjölskyldu Davíðs og hann á eftir að vera montinn af syni sínum. Eitthvert vesen virðist vera í aðsigi í kringum Seðla- bankann en það verður jarðsett í fæðingu. Almenningur gæti orðið sérlega pirraður og óskað skýringa. Davíð lendir í veseni út af Baugsmál- inu. Jón Ásgeir verður á endanum algjörlega sýknaður og mun velgja ýmsum undir uggum. Davíð byrjar á fullum krafti í nýrri orku um áramótin og ekkert mun stoppa hann.“ Davíð mildast með árunum DAVÍÐ ODDSSON Sigríður Klingenberg spáir að Davíð muni lenda í veseni vegna Baugsmálsins. Sigríður Klingenberg spáir í Sirkus www.klingenberg.is SPURNINGAKEPPNI sirkuss Helgi Seljan 1. Þýskaland 2. Frágangur 3. Sígríður Wernersdóttir 4. Steingrímur S. Ólafsson 5. Fredrik Ljungberg Katla Margrét 1. Þýskaland 2. Frágangur 3. Ingunn Wernersdóttir 4. Steingrímur Ólafsson 5. Ekki hugmynd Helgi Seljan marði sigur á Kötlu Margréti og er óstöðvandi í spurningakeppninni. Katla Margrét skorar á sjötta Heimil- istóninn Gunnar Árnason, magnaravörð og músíkant. 1. Hvaða land sigraði á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu 19 ára og yngri sem haldið var hér á landi fyrir skömmu? 2. Hvað heitir nýjasta plata Megasar? 3. Hver keypti gamla borgarbóka- safnið við Þingholtsstræti af Odd Nerdrum? 4. Hvað heitir nýr fréttastjóri Stöðvar 2? 5. Hvað heitir sænski landsliðsmað- urinn í knattspyrnu sem Eggert Magnússon keypti nýlega til West Ham? 6. Hver talar fyrir Marge Simpson í myndinni um Simpson-fjölskylduna? 7. Hver er Íslandsmeistari kvenna í höggleik í golfi? 8. Hvað heitir sýslumaðurinn á Selfossi? 9. Hver greiddi hæstu opinberu gjöld- in í umdæmi skattstjórans í Reykjavík á síðasta ári? 10. Hver er Norðurlandameistari kvenna í skák 2007? 6. Sigrún E. Björnsdóttir 7. Nína Björk 8. Ólafur H. Kjartansson 9. Hreiðar Már 10. Guðrún 7 RÉTT SVÖR 6. Margrét Vilhjálmsdóttir 7. Hef ekki hugmynd 8. Ólafur H. Kjartansson 9. Veit ekki 10. Veit ekki 6 RÉTT SVÖR SPURNINGAKEPPNI SIRKUSS HELDUR ÁFRAM. HELGI SELJAN ER ÓSIGRAÐUR EN KEPPIR HÉR VIÐ KÖTLU MARGRÉTI ÞORGEIRSDÓTTUR LEIKKONU. E lín Arnar, einn mest vaxandi blogg-ari landsins, hefur aðeins bloggað um skamma hríð en samt hafa þúsundir heimsótt síðuna hennar. Elín bloggar af miklum móð um þau óheppi- legu atvik sem hún hefur lent í, hvort sem er í hversdagslífinu eða ástarlífinu. Og atvikin eru ansi mörg og ansi neyðarleg. Elín Arnar er hin íslenska Bridget Jones. „Mér leiddist einn daginn. Hafði ekkert að gera og var að velta því fyrir mér af hverju fólk væri svona hrifið af þessu bloggi,“ segir Elín um ástæðu þess að hún byrjaði að blogga. „Ég ákvað því að opna svona síðu og sjá hvort ég kæmi einhverju frá mér.“ Og það hefur Elín aldeilis gert, enda segist hún vera hrifin af bloggforminu. „Ég skrifa svona tvær til þrjár færslur á viku en ekki á hverjum degi eins og sumir,“ segir Elín, sem er ófeimin við að lýsa vand- ræðalegum augnablikum í lífi sínu. „Ég skrifa aðallega um eigin óheppni – skemmtileg atvik sem ég hef lent í.“ Elín, sem er ritstjóri Vikunnar, segist ekki vera feimin að skrifa um þessi vand- ræðalegu augnablik. „Ég er kannski feim- in og vandræðaleg meðan á atvikinu stendur en þegar ég er búin að hlæja að því er ég strax orðin ónæm fyrir atvikinu og ef sagan er góð þá ber manni skylda til að segja hana,“ segir Elín og bætir við: „Mér er nokk sama hvort fólk hlæi að mér eða með mér svo lengi sem ég get komið einhverjum til að hlæja. Það er svo hollt að hlæja og fyrir suma er það bara alls ekki auðvelt.“ Sögurnar hennar Elínar eru furðuná- lægt raunveruleikanum en höfundurinn segist ekki ábyrgjast tímasetningar sem koma þar fram. „Sagan gæti hafa gerst í gær en hún gæti líka hafa gerst fyrir þrem- ur árum og ég vil taka fram að ég færi oft vel í stílinn.“ Elín segist ekki vera ein um það að lenda í vandræðalegum atvikum. Sumar vinkonur hennar hafa líka lent í ýmsu. „Ég virðist þó vera óheppnari en þær oft á tíðum eða bara meiri klaufi,“ segir Elín Arnar og skellir upp úr. ELÍN ARNAR HEFUR SLEGIÐ Í GEGN MEÐ BLOGGINU SÍNU Á NETINU OG FÆR ÞÚSUNDIR HEIMSÓKNA Í VIKU HVERRI. Hin íslenska Bridget Jones ELÍN ARNAR Hún hefur slegið í gegn í bloggheimum með sögum af sjálfri sér. „Ég ætla bara að vera róleg heima í Reykjavík um helgina þar sem ég er að fara til New York á þriðjudaginn kemur. Ég er að fara með kærastanum mínum og við ætlum að vera í viku.“ Anna Katrín Guðbrandsdóttir, fyrrverandi Idol-stjarna. „Við fjölskyldan erum fyrir norðan á Halló Akureyri. Mamma og pabbi búa hérna á móti Akureyri svo það er sveitasælan. Þetta verður mjög rólegt hjá okkur um helgina.“ Arnar Grant einkaþjálfari. „Helgin er óráðin sem stendur. Ég er alla- vega að fara í partí í bænum í kvöld en síðan veit ég ekki hvað við gerum. Ég er ekki búin að ákveða neitt. Gæti verið gaman að fara í útilegu ef það verður gott veður.“ Embla Grétarsdóttir, fótboltastelpa úr KR. „Ég fer aldrei út fyrir borgarmörkin um verslunarmannahelgina, frekar en aðrar helgar yfirleitt, og get varla látið mér detta neitt heimskulegra í hug en að fylgja sturlaðri hjörðinni á hópeflis- drykkjuhátíðir úti í móa. Á föstudaginn ætla ég að kíkja í fimmtugsafmæli hjá stórvinkonu minni og mun svo bara lepja mitt gin og tónik á notalega fámennum börum borgarinnar og stunda kynlíf í almennilegu rúmi á heimili mínu. Sem sagt frábær helgi fram undan fjarri skarkala landsbyggðarinnar.“ Þórarinn Þórarinsson, aðstoðarritstjóri Mannlífs. Hvað á að gera um verslunarmanna- helgina? R ét t s vö r 1. Þý sk al an d 2. Fr ág an gu r3 . I ng un n W er ne rs dó tti r 4. S te in gr ím ur S æ va rr Ó la fs so n 5. F re dd ie L ju ng be rg 6 . M ar gr ét V ilh já lm sd ót tir 7 . N ín a Dö gg Ge irs dó tti r8 . Ó la fu r He lg i K ja rt an ss on 9 . H re ið ar M ár S ig ur ðs so n, fo rs tjó ri Ka up þi ng s. 10 . L en ka Pt ác ni ko va É g slefaði þegar ég sá korn-stangirnar í hlaðborðinu í hádeginu í vinnunni í dag og fékk mér tvær á diskinn. Namm, heitar gylltar, glóandi kornstangir með bræddu smjöri og dálitlu salti. Það gerist ekki betra. Ég fékk mér sæti með Vikuskvísunum og gæddi mér á góðgætinu. Ég snarmissti hins vegar matarlystina þegar ég sá draumaprinsinum bregða fyrir. Ég hélt hann væri í sumarfríi þannig að ég átti alls ekki von á honum þarna. Ég starði því ofan í diskinn minn og vonaði að hann myndi setjast á næsta borð. En nei, hann hlammaði sér við borðið hjá okkur, alltaf birtast þeir þegar maður á síst von á þeim og þegar mánaðarlegu túrbólurnar eru í sem mestum blóma. Ég hefði nú haft mig eitthvað aðeins til ef ég hefði vitað að hann myndi mæta þennan dag. Ég missti auðvitað málið og settist á hendurnar þar sem ég varð svo taugaóstyrk að þær kipptust allar til. Ég treysti þeim ekki af ótta við að brjóta eitthvað eða missa matinn niður á hvíta kjólinn minn. Hann braut hins vegar ísinn og ávarpaði mig beint. Ég komst því ekki hjá því að líta upp og við mér blöstu þessi stóru, fallegu, brúnu, glaðværu augu. Það var sem einhver kæmi með fjarstýringu og lækkaði niður í heiminum, hægði á tímanum og setti okkur tvö á loft. Ég týndist í augunum hans og hann horfði djúpt í augun á mér og brosti. Ég varð svo hamingjusöm að ég réð ekkert við varir mínar sem breiddu úr sér út að eyrum og snarfestust þar. Hann yppti öxlum, blikkaði mig og benti á tennurnar í sér og sagði eitthvað sem ég hreinlega missti af í allri sæluvímunni. Haaaaaa! hvíslaði ég með klaufalega sexí röddu. Hann hélt bara áfram að benda á tennurnar í sér og segja eitthvað … sflksjdfjkalæeiðaijegjseif. Ég starði á hann með frosið bros, hann hefði allt eins getað talað kínversku fyrir mér. Rosalega er hann ánægður með tennurnar í sér hugsaði ég með mér; enda svo sem gullfallegar tennur. Hann hristi höfuðið, reisti sig upp, benti enn fastar á tennurnar í sér og hækkaði róminn: ÞÚ ERT MEÐ MAÍS FASTAN Í TÖNNUNUM Á ÞÉR! ÁST Í - ein af færslum Elínar HÁDEGINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.