Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 32
BLS. 8 | sirkus | 3. ÁGÚST 2007 Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra „Skarpgreind og glæsileg kona sem hefur náð mjög langt í starfi sínu. Hikar ekki við að taka að sér erfið störf og skilar þeim öllum með miklum sóma. Hefur gegnt hinum ýmsu trún- aðarstörfum fyrir íslenska ríkið og eftir henni er tekið hvarvetna. Vona að hún gefi kost á sér þegar Ólafur Ragnar hverfur frá störfum.“ „Hefur fjölþætta reynslu úr stjórnsýslu auk þess sem hún hefur gegnt mikilvægum for- ystustörfum á alþjóðavettangi, sem einn af framkvæmdastjórum OECD og sem fram- kvæmdastjóri Norðurlandaráðs. Vel mennt- uð, vel máli farin, hefur gott vald á erlendum málum og er vel heima í menningu og sögu þjóðarinnar.“ Sigríður Snævarr sendiherra „Hún hefur sannað það oftar en einu sinni að hún fer ekki troðnar slóðir. Vel menntuð, góður fulltrúi Íslands.“ „Víðförul, talar mörg tungumál og mjög svo mannblendin. Klár kona.“ Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgar- stjóri „Þórólfur Árnason fyrrverandi borgarstjóri hefur alla eiginleika og styð ég hann heilshugar til að bjóða sig fram í þetta ábyrgðarmikla emb- ætti sem fyrst og fremst á að hlúa að landinu og fólki þess.“ „Kemur sterklega til greina. Finnst það hins vegar frekar illa gert gagnvart honum að stinga upp á þessu því það virkar svolítið eins og maður sé að kippa honum úr umferð með því. Hann á nóg eftir.“ Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur „Myndi sóma sér vel sem næsti forseti. Vel menntaður, víðsýnn og er bæði maður menn- ingar og viðskipta. Kemur vel fyrir og er heims- borgari og alþýðlegur í senn.“ „Menningarlegur heimsborgari og mikill Íslend- ingur í sér þótt hann hafi starfað lengi erlendis. Myndi sóma sér vel í embættinu, glæsilegur, vel menntaður og afar vel máli farinn.“ Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri Byko „Hefur flotta útgeislun, er með góða menntun, þekkir lífið frá ýmsum hliðum, kann að tala til mannfjöldans og hefur þor.“ „Býr yfir mikilli og góðri reynslu úr viðskipta- lífi og sveitarstjórnarmálum. Hefur mjög öflugt tengslanet, hefur áhuga á velferð þjóðarinnar. Tilbúin að láta gott af sér leiða, falleg og fáguð í fasi. Virkilega verðugur kandídat til forseta Íslands.“ Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þing- maður og rithöfundur „Flott kona sem hefur látið að sér kveða á ýmsum sviðum. Bækurnar hennar hafa skemmt mörgum í gegnum tíðina og ég held að hún yrði áberandi forseti sem myndi setja skemmti- legan svip á þjóðlífið.“ „Guðrún myndi sóma sér vel sem forseti okkar, hún hefur ávallt verið til fyrirmyndar, er virðuleg og af henni stafar ákveðinn þokki sem þjóðhöfðingjar þurfa að hafa. Þá er hún persóna sem myndi standa fyrir allar kynslóð- ir, tilheyrir þeirri eldri en getur verið fulltrúi þeirrar yngri.“ Kristinn Sigmundsson óperusöngvari „Vel menntaður á sviði raunvísinda og frábær listamaður, heimsmaður, heiðarlegur, háttvís og hvers manns hugljúfi. Makinn einnig tilvalin forsetafrú.“ Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður „Hefur tekist að nútímavæða Þjóðminjasafnið.“ Páll Hersteinsson náttúrufræðingur „Ákaflega heilsteyptur persónuleiki, vandaður fræðimaður og þekkir lífríki Íslands betur en flestir aðrir.“ Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri „Ég held að klár leikkona með mikla útgeislun eins og hún væri tilvalin í embættið. Hún er vel lesin, vel menntuð og hefur mikið fram að færa. Hún er með sterkar skoðanir, en þó sanngjörn og með mikið innsæi.“ Guðfinna S. Bjarnadóttir, fyrrverandi rektor HR og núverandi þingmaður „Hún er glæsileg kona sem hefur unnið hörðum höndum við að byggja upp glæsilega mennta- stofnun. Kona sem þorir að breyta til og standa fyrir sínu.“ Þórunn Sigurðardóttir, framkvæmda- stjóri Listahátíðar „Hefur stýrt Listahátíð á undanförnum árum. Þar fer kona með reynslu, góða menntun og fallega framkomu. Hún og Stefán Baldursson væru fín á Bessastöðum.“ Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri „Næsti forseti ætti að vera kona.“ Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, söngkona Næsti forseti verður að vera kona.“ Margrét Frímannsdóttur, fyrrverandi alþingiskona „Sönn íslensk alþýðuhetja sem er í góðum tengslum við þjóðina og hefur mikla reynslu af alþjóðasamskiptum. Er skemmtileg og mælsk og yrði flottur forseti. Augljóslega sterkur kostur.“ Friðrik Sophusson, forstjóri Lands- virkjunar „Hann og kona hans, Sigríður Dúna, eru kjörin í þetta hlutverk. Eru mjög forsetahjónaleg enda er Sigríður Dúna fædd „first lady“. Með þeim fengi íslenska þjóðin tvo fyrir einn.“ Guðmundur Ólafsson hagfræðingur „Er maður almennrar skynsemi sem talar mannamál. Hann er sögufróður maður og hann gæti einn örfárra manna gert nýársávarp forsetans bærilegt áheyrnar.“ Halla Gunnarsdóttir femínisti „Þjóðin þekkir Höllu fyrst og fremst fyrir fram- boð hennar til forseta KSÍ. Í það skipti hafði hún ekki erindi sem erfiði, en það gengur bara betur næst. Halla ber af öðrum konum fyrir það hvað hún er ákveðin og fylgin sér. Hún er haldin óbilandi réttlætiskennd og telur göfug- asta hlutverk okkar Vesturlandabúa að útrýma fátækt í heiminum.“ Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi „Hefur þennan íslenska myndugleik, sem einkennt hefur íslensku kvenþjóðina gegn- um aldirnar. Hefur ríka tilfinningu fyrir lið- sanda. Afar snjöll að koma fyrir sig orði, hefur einstaklega skemmtilegan húmor.“ Hjörtur Magni Jóhannsson fríkirkjuprestur „Vinsæll og vel virtur sóknarprestur, duglegur við að fara ótroðnar slóðir, dyggur baráttumað- ur fyrir réttindum minnihlutahópa. Óragur við að berjast við ríkjandi viðhorf innan kirkjunn- ar og lætur engan kúga sig til undirgefni. Orðs- ins maður, ræðumaður góður, ósérhlífinn og er afar vel lesinn í sögu lands og þjóðar. Góður fulltrúi menningar- og trúarlífs en um leið maður almennings.“ Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra „Hann er virtur bæði hérlendis og erlendis, flottur, klár og ógurlega skemmtilegur maður sem ber af sér mikinn þokka, síðan á hann konu sem yrði klárlega betri helmingurinn af honum í þessu embætti og ætti hún jafnvel sjálf möguleika að vinna slíkar kosningar.“ Davíð Oddsson seðlabankastjóri „Davíð væri góður í þetta embætti. Víðförull, vel gefinn, vel upplýstur og klár maður en ekki svo mannblendinn lengur.“ Páll Skúlason, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands „Það myndi nú ekki gusta af honum í embætt- inu en rólegt og yfirvegað fas hans er á margan hátt heillandi. Ég held að hann yrði traustur forseti sem nokkur sátt gæti skapast um.“ Ómar Ragnarsson athafnamaður „Hann getur sameinað þjóðina um þau verð- Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra „Mannvinur, reynslubolti í þjóðfélagsmálum, opin og jákvæð fyrir gagnrýni og vill alltaf bæta sig, greind, réttsýn og gull- falleg – utan sem innan.“ „Hefur allt til að bera sem góður forseti þarf að hafa.“ „Þorgerði Katrínu á Bessastaði. Ég þarf ekkert að skýra það neitt frekar, það segir sig sjálft.“ „Það væri nú gaman að fá konu aftur í þetta emb- ætti og yrði nú ekki slæmt að sjá konu á borð við Þorgerði Katrínu seinna meir taka við Bessastöð- um. Held bara að hún sé samt of mikill stuðbolti og eigi sér það mikla framtíð sem ráðherra en henn- ar tími mun koma.“ „Frábær fulltrúi okkar. Vil bara ekki missa hana úr pólitíkinni.“ Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor „Hefur staðið sig vel í embætti Háskólarektors. Henni hefur tekist að sneiða hjá pólitískum átökum og því verðugur sáttasemjari auk þess að vera stétt sinni til sóma.“ „Vel menntuð, mikils metinn vísindamaður, háttvís, farsæl, heiðar- leg og örugglega frábær forseti. Maðurinn hennar yrði líka góð „forsetafrú“.“ „Fyrsta konan sem gegnt hefur starfi rektors Háskóla Íslands, hefur getið sér gott orð í starfi sínu. Hefur tekist að ná víðtækri sam- stöðu um að koma HÍ í röð fremstu háskóla heims og fengið stjórn- völd á sitt band í því efni. Afbragðs fræðimaður á sínu sviði og er þaul- vön að koma fram og eiga samskipti innanlands sem erlendis.“ „Hún yrði góður forseti. Bráðgreind kona sem kemur vel fyrir og er vel að máli farin.“ „Þú horfir á hana heillaður og sérð strax forseta Íslands sem býr svo sannarlega í henni, virðuleg, glæsileg og eldklár. Og kostir hennar eru ekki taldir upp í þessari röð.“ Sigríður Dúna Kristmundsdóttir sendiherra „Sigríður Dúna kemur til greina en að mínu mati ætti næsti forseti að vera kona.“ „Vel gefin og víðförul kona. Myndi sóma sér ágætlega í hlutverki forseta landsins. Hefur þá reynslu úr stjórnmálum og þekkingu sem til þarf. Hún og Hillary Clinton yrðu þar fyrir utan góðar saman á fyrirmennafundunum. Þær eru kunnugar eftir að Sig- ríður Dúna fékk Hillary til að taka þátt í kvennaráðstefnu sem haldin var hér á landi fyrir nokkrum árum.“ „Friðrik og hún yrðu bæði flott á Bessastöðum. Hafa allt sem til þarf í þetta embætti.“ „Hún er með mikla og góða reynslu og menntun sem myndi nýtast henni vel í þessu starfi. Auk þess fylgir henni mikil reisn og fágun.“ „Sigríður er einstaklega frambærilegur persónuleiki. Afspyrnu- greind, jarðtengd og víðsýn. Hún yrði glæsilegur fulltrúi Íslands og myndi með atorku sinni og útgeislun ná góðum árangri sem forseti Íslands. Og ekki spillir fyrir að hún á Friðrik Sophusson sem maka, sem myndi bara vera plús fyrir okkur Íslendinga.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Bjarni Ármannsson, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Kristín Ingólfsdóttir eru það fólk sem kemur helst til greina sem næsti forseti Íslands, það er ef Ólafur Ragnar Grímsson býður sig ekki aftur fram. Þetta er skoðun þrjátíu álitsgjafa sem Sirkus leitaði til. Fjölmargir voru nefndir á nafn. Fjórmenning- arnir stóðu hins vegar upp úr, voru nefndir langoftast á nafn. Og það dylst engum að álitsgjafarnir hafa mikla trú á fjórmenningun- um. Frábær fulltrúi, háttvís, farsæl og heiðarleg, eldklár, gáfaður, góður og virtur, jarðtengd og víðsýn voru meðal þeirra lýsingarorða sem höfð voru um fjórmenning- ana, sem allir hafa verið áberandi á sínu sviði. Hér að neðan getur að líta alla þá einstaklinga sem nefndir voru á nafn og ummæli sem álitsgjafarnir höfðu um þá. Ljóst er að konur eru ofarlega í huga álitsgjafanna því af þeim 44 einstaklingum sem þeir nefndu voru 25 konur. Þá nefndu þeir aðeins einn af erlendum uppruna, sjálfa forsetafrúna, Dorrit. SIRKUS FÉKK 30 ÁLITSGJAFA TIL AÐ NEFNA ÞÁ SEM ÞEIR VILDU SJÁ SEM NÆSTA FORSETA. MARGIR VORU NEFNDIR TIL SÖGUNNAR EN KONUR VIRÐAST ÞÓ OFARLEGA Á ÓSKALISTANUM. & Gáfuð góð virt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.