Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 62
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Nú er niðurtalningin hafin, þetta eru ekki nema 14 dagar,“ segir Einar S. Einarsson, talsmaður RJF-hópsins, sem stutt hefur við bakið á Aroni Pálma Ágústssyni sem situr í fangelsi í Texas. Flestir Íslendingar þekkja orðið sögu Arons Pálma sem dæmdur var í tíu ára fangelsi árið 1997 fyrir refsiverða kynferðislega tilburði barn að aldri. Tíu ára afplánun Arons lýkur 17. ágúst og fljótlega eftir það er von á honum heim til Íslands. „Ég heyrði í honum um helgina og hann lét þokkalega af sér. Hann var orðinn mjög spenntur fyrir því að losna og komast heim til Íslands,“ segir Einar. Aron mun dvelja í nokkra daga hjá móður sinni og stjúpbróður þegar hann losnar út. Síðan er stefnt að því að hann fljúgi til Íslands 21. eða 22. ágúst. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur Aron Pálmi numið sálfræði við háskóla meðan hann afplánaði refsivist sína. Hann hefur einkum lagt stund á hegðunarsálfræði og skyld fög, að sögn Einars. Heim kominn vill Aron Pálmi ólmur rifja upp móðurmál sitt og stefnir því á nám í íslensku fyrir erlenda stúdenta við Háskóla Íslands. „Það er reyndar spurning hvort hann komist inn í skólann, við þurfum að sjá hvað við getum gert með það,“ segir Einar. Talið niður að heimkomu Arons Pálma Gústaf Darrason komst á spjöld sögunnar í júnímánuði, þegar hann varð yngsti hjólreiðamaður- inn til að hjóla svokallaða C2C, eða „sea to sea“, leið í Englandi. Leið- in, sem er einir 224 kílómetrar, liggur um Norður-England; frá Whitehaven á vesturströndinni, til Tynemouth í austri. Gústaf tókst ferðalagið á hend- ur ásamt föður sínum, Darra Mikaelssyni, sem er mikill hjól- reiðamaður sjálfur og hefur til dæmis hjólað um Himalayafjöll. Svo virðist sem Gústaf hafi nú þegar smitast af hjólabakteríunni, og eftir eftirgrennslan hjá föður sínum tjáir hann blaðamanni að hann hafi lært að hjóla þriggja, fjögurra ára. Honum finnst það líka mjög gaman, að eigin sögn. „Það voru samt nokkrar brekkur sem voru dálítið erfiðar. Þá var þetta svolítið stíft. Í tveimur, þrem- ur brekkum labbaði ég upp með hjólið,“ sagði hann. Faðir hans segir drenginn þó hafa staðið sig með eindæmum vel. „Hann var oft fljót- ari upp en fullorðið fólk sem var að hjóla sömu leið,“ sagði hann. Darri hefur sem áður sagði farið í þó nokkrar hjólaferðir. „Í fyrra var ég að hjóla í Vatnahéraðinu í Englandi, þar sem er mjög skemmtilegt að hjóla. Þá sá ég skilti af þessari leið, sem liggur einmitt í gegnum Vatnahérað. Mér datt í hug að þetta væri kannski skemmtilegt fyrir Gústaf, þó þetta sé krefjandi líka,“ útskýrði Darri. Gústaf vakti athygli samferða- langa þeirra feðga á C2C-leiðinni, en hana fara á milli 12 og 15 þús- und hjólreiðamenn á ári hverju. „Það kom ókunnugt fólk upp að okkur til að spyrja hvort þetta væri þessi ungi Íslendingur. Það hafði greinilega heyrt af okkur á leiðinni,“ sagði Darri. Aðspurður hvað hafi verið skemmtilegast við ferðina hugsar Gústaf sig vel um. „Mér fannst eiginlega lang- skemmtilegast að vera að hjóla,“ sagði hann svo. Heima við hjólar Gústaf líka víða. „Það er kannski ekki alveg jafn langt. En ég fer stundum í bæinn, eins og í gær. Þá fór ég á Borgarbókasafnið og svo í heimsókn. Ég hjólaði líka pínu í Landmannalaugum í fyrra,“ sagði hann. „Við búum í Vesturbænum og notum stíginn við Ægisíðuna mikið, og svo förum við í Heið- mörk,“ bætti Darri við. „Í fyrra fór ég með hópinn sem ég hjólaði með í Tíbet í hjólreiðaferð að Fjallabaki. Þá var Gústaf með í bílnum og hjólaði með okkur af og til,“ sagði hann. Gústaf segist hiklaust vilja tak- ast á hendur svipaða ferð að nýju. „Það verða samt væntanlega ekki Himalayafjöll. Þau bíða í nokkur ár enn,“ sagði Darri og hló við. „Ég veit það sem ég veit,“ segir Gísli Ásgeirsson þýðandi sem telur sig hafa komist að því hver bloggarinn Mengella er. Gísli skrifar á heimasíðu sína, Malbein. net, að Mengella, sem skrifar á Mengella.blogspot.com, hafi verið þekktasti nafnleysinginn á netinu. Blogg Mengellu hefur verið mikið lesið enda þykir það ágætlega skrifað og efnistökin hafa líka verið áhugaverð. Þannig hafa árásir bloggarans á ákveðna ein- staklinga, til að mynda Ágúst Borgþór Sverrisson og Eyvind Karlsson, leitt til líflegra umræðna á athugasemdakerfi síðunnar. Gísli Ásgeirsson segir að föst IP-tala sé eins og fingrafar. Hann hafi einfaldlega lagst í smá rannsóknarvinnu og IP-tala Men- gellu hafi verið auðfundin. Niður- staða Gísla er sú að Mengella sé í raun Ólafur Sindri Ólafsson. Fréttablaðið reyndi ítrekað að ná tali af Ólafi í gær til að bera þetta undir hann en ekki náðist í hann. Mengella svaraði þessum skrifum Gísla á síðu sinni í gær og hafnaði kenningu hans umsvifalaust. „Ég gef ekki fimmeyring meira fyrir þessa nálgun að hamflettingu minni en þær fyrri. Þetta er sami grauturinn í nýrri skál. Hins vegar þætti mér áhugavert að vita hver viðbrögð þess ákærða verða,“ skrifar Mengella. Telur sig hafa afhjúpað Mengellu „Naustið er nýfarið að bjóða upp á steikt svínseyru. Þau eru borin fram í risastórri skál, sem er nánast eins og tunna með svona tíu stykkjum af eyrum. Svo er einhvers konar mokka- majónesídýfa í miðri skálinni sem maður dýfir eyrunum í. Þetta hljómar frekar furðulega en er alveg ótrúlega gott.“ MARKAÐURINN Hafliði Helgason í hádegisfréttum Stöðvar 2 kl. 12: alla virka daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.