Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 22
Nú er íslenska grænmetið upp
á sitt besta. Því ekki úr vegi að
birta nokkrar girnilegar upp-
skriftir þar sem það er í aðal-
hlutverki. Þær eru eftir Hrefnu
Sætran kokkalandsliðskonu.
Grænt, rautt, gott, ferskt
... góðir með steikinni
Skerið toppinn af tómötunum og
takið kjarnann úr þeim. Blandið
kjarnanum við gráðaostinn, sax-
aðan shallottulaukinn og hvítlauk-
inn. Rífið basilblöðin niður, bætið
þeim út í og kryddið með salti og
pipar. Fyllið tómatana með fylling-
unni og vefjið í álpappír. Grillið
eða ofnbakið í ca 20 mín.
... gott með fiskinum
Sjóðið kartöflurnar og setjið í skál. Skerið paprikuna niður í strimla.
Setjið paprikuna, Extra Virgin ólífuolíuna og basillaufin út í og merjið
kartöflurnar. Kryddið með salti og pipar.
... holl og góð
Skerið tómatana, laukinn og hvít-
laukinn niður og setjið í pott ásamt
tómatsafanum og vatninu. Sjóðið í
ca 20 mín. og maukið með töfra-
sprota. Kryddið með salti og pipar.
Setjið smá sýrðan rjóma út í
súpuna þegar hún er komin í skál-
ina.
... góð með grillmatnum
Skerið parikuna í tvennt og kjarn-
hreinsið hana. Skerið toppana af
spergilkálinu, skerið ólífurnar í
tvennt og saxið rauðlaukinn fínt.
Hitið olíuna á pönnu og steikið
fyllinguna, kryddið með salti og
pipar. Fyllið paprikuna með fyll-
ingunni og stráið ostinum yfir.
Bakið í ofni í 20 mín. á 175 C.
... góð með öllu
Skerið tómatana og laukinn gróft.
Setjið í pott ásamt öllu hinu hrá-
efninu. Sjóðið við vægan hita þar
til allt hefur náð að blandast vel
saman og er orðið hæfilega þykkt.
Maukið í matvinnsluvél og kryddið
með salti og pipar. Einnig er hægt
að hafa sósuna grófari og þá er
bara að sleppa því að mauka hana
eða mauka minna.