Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 20
greinar@frettabladid.is
Um verslunarmannahelgina verður stór hluti landsmanna
á faraldsfæti að venju. Sumarið
er tími skemmtiferða og á meðan
er eins og hluti þjóðfélagsins
hægi á sér. Því miður er sumarið
einnig tími fjölda alvarlegra slysa
á þjóðvegum landsins eins og
dæmin sanna. Sem fyrr hvetur
Umferðarráð ökumenn til að fara
gætilega og haga akstri eftir
aðstæðum. Hér verður farið yfir
nokkur mál sem öllum er hollt að
hafa í huga áður en haldið er af
stað. Aðstandendur ungra
ökumanna eru sérstaklega hvattir
til að ræða við þá um þessi atriði
og gefa þeim almenn heilræði um
öruggan akstur.
Reynsla undanfarinna ára sýnir
að flest alvarleg umferðarslys
verða í júlí og ágúst. Á síðasta ári
færðu Íslendingar miklar fórnir í
umferðinni en þá fórst 31
einstaklingur í 28 banaslysum,
eða tólf fleiri en árið á undan. Í
helmingi tilvika eða fjórtán var
ofsaakstur, áfengi og fíkniefni
meginorsök umræddra banaslysa.
Í tveimur slysum til viðbótar fóru
ölvaðir einstaklingar í veg fyrir
umferð. Vert er að minna á að
margir þeirra ökumanna, sem
verða valdir að banaslysum með
áhættuhegðun, eru með fjölda
brota á ökuferilskrá, aðallega
hraðakstursbrot.
Það er löngu sannað að
mannlegi þátturinn skiptir mestu
máli í umferðinni. Ef ökumaður-
inn er ekki í lagi, stóraukast líkur
á slysi með hörmulegum afleið-
ingum. Aðeins tekst að fækka
slysum með samhentu átaki allra
vegfarenda. Besta ráðið til þess
er að aka ekki of hratt og aldrei
undir áhrifum áfengis og annarra
vímuefna.
Þrátt fyrir að mannlegi
þátturinn skipti mestu máli skal
ekki dregið úr því að umhverfi
vega hefur einnig mikil áhrif á
umferðaröryggi. Á undanförnum
árum hefur verið gert stórátak í
vegamálum hérlendis og umferð-
aröryggi aukið verulega við
hönnun vega. Enn eru þó margir
vegir og vegarkaflar fulltrúar
gamla tímans í vegagerð, lagðir
við aðrar aðstæður og eftir öðrum
stöðlum en nú tíðkast. Þannig
geta skipst á misgamlir vegar-
kaflar þar sem töluverður munur
er á breidd og halla vegar. Þá geta
beygjur verið miskrappar. Erfitt
getur reynst að átta sig á slíkum
breytingum á aðstæðum þegar
brunað er á nálega 100 kílómetra
hraða eftir þjóðveginum. Við
slíkar aðstæður er mikilvægt að
ökumaðurinn haldi vel einbeit-
ingu og hafi alla athygli við
aksturinn.
Eftir því sem stærri hluti
vegakerfisins er búinn bundnu
slitlagi, fækkar þeim ökumönnum
sem hafa vanist því að aka á
malarvegum. Margir ungir
ökumenn af höfuðborgarsvæðinu
hafa litla sem enga reynslu af því
að aka á möl og eru því í meiri
hættu en ella þegar þeir halda út
á þann hluta vegakerfisins.
Margir malarvegir eru nú í
slæmu ástandi eftir langvarandi
þurrviðri í sumar, óvenju harðir
og með mikilli lausamöl. Aldrei er
nægilega brýnt fyrir
vegfarendum að sýna sérstaka
varúð þegar ekið er eftir
malarvegum, einkum þegar
komið er inn á slíka vegakafla af
malbiki. Á næstunni verður
áhersla lögð á að bæta merkingar
þar sem bundnu slitlagi sleppir
og malarkaflar taka við.
Á malarvegum er enn
mikilvægara en ella að hægt sé á
bifreiðum þegar þær mætast
vegna grjótkasts og rykmengun-
ar. Af sömu ástæðu er mjög
mikilvægt að menn hægi veru-
lega á sér þegar ekið er framhjá
gangandi eða hjólandi vegfarend-
um á malarvegum. Því miður
virðist sem töluverður hluti
ökumanna hafi ekki enn áttað sig
á þessu.
Með stórbættu vegakerfi þykir
ekki lengur tiltökumál að aka
milli landshluta og jafnvel
landshorna á einum degi. Of
langar dagleiðir geta þó stuðlað
að þreytu og einbeitingarleysi
ökumanna og aukið hættu á slysi.
Á hverju ári kemur þreyta og
svefnleysi við sögu alvarlegra
umferðarslysa. Oft getur það
verið öruggara og skemmtilegra
að leita gististaðar eftir daglang-
an akstur í stað þess að aka langt
fram á kvöld eða nótt til að
komast á leiðarenda.
Rannsóknarnefnd umferðar-
slysa telur líklegt að á árunum
2000-2006 hefðu 40 ökumenn og
farþegar komist lífs af úr umferð-
arslysum ef þeir hefðu notað
bílbelti. Ef eingöngu er litið til
síðasta árs er líklegt að sex
einstaklingar hefðu lifað slysin af
ef þeir hefðu notað beltin. Þessar
tölur sýna að heilbrigð skynsemi
mælir með notkun bílbelta allra
sem í bílnum eru, líka farþega í
aftursæti.
Umferðarráð óskar öllum
vegfarendum góðrar ferðar og
ánægjulegrar helgar.
Höfundur er formaður
Umferðarráðs.
Nú fer í hönd sú helgi sem lengst af hefur
verið mesta fylliríishelgi
unglinga. Hvernig erum
við í stakk búin til að mæta
henni?
Í ár mun fjöldi
ungmenna, allt niður í 13
ára, hópast á útihátíðir án
fylgdar fullorðinna. Fleiri móts-
haldarar leggja nú áherslu á að um
fjölskylduhátíð sé að ræða og gefa
með því í skyn hver æskilegur
markhópur er. Fæstar hátíðanna
hafa þó ákveðin aldurstakmörk.
Með því að setja reglur um
aldurstakmark er foreldrum gert
auðveldara fyrir að setja börnum
sínum mörk. Dæmi eru nefnilega
um að börn hafi knúið fram
fararleyfi með því að bregðast við
banni foreldra sinna á ógnandi
hátt. Aðrir foreldrar treysta barni
sínu og vonast til að aðstæður
verði þeim vinsamlegar.
Umræðan um aldurstak-
mark á skipulagðar úti-
hátíðir er ekki ný af nálinni.
Fyrrverandi félagsmála-
ráðherra tjáði sig um málið
á sínum tíma og sagði m.a.
að börn yngri en 18 ára ættu
ekkert erindi án foreldra
sinna eða nákominna full-
orðinna á útihátíðir. Í fyrir-
spurn sem undirrituð lagði
fyrir hann á Alþingi í fyrra
kom einnig fram í skriflegu svari
hans að hann hefði mikinn áhuga á
að skoða aldurstakmörk á þessum
hátíðum. Nú er málið í höndum nýs
félagsmálaráðherra og mun tíminn
leiða í ljós hver hennar afstaða er
til þessara mála.
Mótshaldarar hljóta að bera
ábyrgð á því sem fram fer á útihá-
tíðinni. Foreldrar eru ábyrgir fyrir
veittu fararleyfi. Fjöldi sjálfboða-
liða og grasrótarsamtaka eru ekki
ábyrgðaraðilar. Þrotlaust og óeig-
ingjarnt starf þeirra er seint þakk-
að og oft ekki virt sem skyldi.
Dæmi eru um að forvarnahópum
sé gert að greiða aðgangseyri inn á
svæðið enda þótt erindi þeirra sé
einvörðungu að sinna hjálpar-
starfi.
Nú er öldin önnur. Lengi vel var
það bara áfengi sem fólki stóð ógn
af á þessum útihátíðum. Nú eru
það eiturlyf af ýmsu tagi sem ógna
ekki síður. Með neyslu þeirra auk-
ast líkur á ofbeldi. Því skal ekki
undra að margur sé hugsi yfir úti-
hátíðum á borð við þær sem nú
fara víða um helgina.
Ef horft er til fyrri ára hefur
fréttaflutningur í kjölfar verslun-
armannahelgar verið allsérstakur.
Þrátt fyrir að nauðganir, ofbeldis-
tilvik og fíkniefnamál hafi komið
upp hafa mótshaldarar keppst um
að sannfæra almenning um hvað
hátíðin hafi farið vel fram, betur
en menn þorðu að vona o.s.frv. Við-
miðin virðast greinilega ekki vera
þau sömu fyrir og eftir þessa ein-
stæðu helgi.
Höfundur er sálfræðingur.
Verslunarmannahelgin og útihátíðir
B
irting skattskrárinnar á þessum árstíma er jafnan
nokkur viðburður. Einatt er hún kveikja að umræðum
um þennan mikilvæga þátt efnahagsstarfseminnar.
Skattarnir snerta eldhúshagfræði hvers einstaklings
og hverrar fjölskyldu og hafa aukheldur veruleg áhrif
á rekstur fyrirtækja.
Að þessu sinni koma skattskrárnar í kjölfar nokkurrar umræðu
sem spunnist hefur frá áhugaverðri ráðstefnu sem haldin var á
vegum Háskóla Íslands að frumkvæði Hannesar H. Gissurar-
sonar. Þangað mættu nokkrir fremstu sérfræðingar heims á
þessu sviði. Það eitt er saga til næsta bæjar.
Boðskapur þeirra var sá að lækkun skatta hefði örvandi áhrif á
efnahagsstarfsemina. Þar af leiddi bættan efnahag. Skattalækk-
anir væru því verðugt pólitískt markmið í almannaþágu.
Í skattskránni að þessu sinni má sjá ýmis merki sem styrkja
þessi sjónarmið. Skýrasta dæmið er lækkun skatta á fyrirtæki.
Það er meðal annars vegna hennar að fyrirtæki skila stórauknum
fjármunum til samneyslunnar. Hófstilltur fjármagnstekjuskatt-
ur stendur einnig undir æ stærri hluta opinberra útgjalda.
Skattskráin bendir einnig til að lækkun á tekjuskatti einstakl-
inga hafi haft svipuð áhrif. Hitt verður jafnframt að hafa í huga í
þessu samhengi að ýmsar aðrar efnahagslegar umbætur undan-
genginna ára hafa orkað á þróun mála í þessa veru. Skatttekjur
verða einfaldlega ekki slitnar úr samhengi við aðra þætti efna-
hagsstarfseminnar.
Mesta lækkun skatta á einstaklinga sem um getur var lögfest
fyrir tuttugu árum. Hún fól jafnframt í sér mestu kerfisbreyt-
ingu sem átt hefur sér stað bæði vegna kerfiseinföldunar og stað-
greiðslu í stað eftirágreiddra skatta. Sú mikla breyting var unnin
í þríhliða samningum fjármálaráðuneytisins, vinnuveitenda og
Alþýðusambandsins.
Þær skattalækkanir sem ákveðnar hafa verið á síðustu árum
hafa í raun fært skatthlutfallið niður á svipað stig og það var við
upphaf staðgreiðslunnar. Einhverjir kunna því að segja að þær
hafi fyrst og fremst verið leiðrétting. Í því sambandi er þó mik-
ilvægt að hafa í huga að þessi síðari lækkun hefur hins vegar
tekist mun betur.
Þar kemur tvennt til. Annars vegar kom hún til framkvæmda í
áföngum. Hins vegar átti hún sér stað við betri efnahagsleg skil-
yrði og opnari fjármagnsmarkað. Þessi samanburður sýnir því
hversu mikilvægt er að huga að þjóðarbúskapnum í heild sinni
þegar lagt er á ráðin um aðgerðir í skattamálum.
Skattskrárbirtingin nú hefur kallað á kröfur frá sveitarfélög-
um um hlut í fjármagnstekjuskattinum. Eins og sakir standa sýn-
ast það vera rökrétt viðbrögð af hálfu fjármálaráðherra að víkja
þeirri kröfu til hliðar. Ríkisstjórnin hefur sett afnám stimpil-
gjalda í forgang. Ógæfulegt væri að hringla með þá stefnumörk-
un.
Við ríkjandi aðstæður gæti á hinn veginn verið rétt að beina
hugmyndum um frekari skattalækkanir að athugunum á nýrri
kerfisbreytingu á tekjuöflun ríkis og sveitarfélaga með flötum
tekjuskatti. Slíkar hugmyndir hafa verið reifaðar bæði á vett-
vangi opinberra starfsmanna og Viðskiptaráðs.
Kerfisbreyting af því tagi er hreint ekki einföld. En hún er
áhugavert skoðunarefni. Umræðan ein gæti orðið vísir að grósku
nýrra hugmynda.
Grósku vísir
Ökum af öryggi um helgina
Tilvalið í ferðalagið
Án viðbætts salts!Án viðbætts sykurs!
Kjarngóð næring í þægilegum umbúðum barnamatur.is