Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 36
BLS. 12 | sirkus | 3. ÁGÚST 2007 H erratískan í uppáhaldsverslun Íslend-inga erlendis, H&M, er nokkuð gráleit þetta haustið. Ráðandi litir eru svartur, hvít- ur og grár sem eru poppaðir upp með einni og einni flík í rauðu eða fjólubláu. Sniðin eru klassísk og prjónaflíkur eru áberandi, gjarn- an með gamaldags skíðamynstri. Jakkafötin eru einhneppt í „slim-fit“ sniði og skyrturnar eru einlitar, köflóttar eða röndóttar. V-háls- málspeysur halda velli og prjónuð vesti verða einnig í hillunum. Þykkir ullarfrakkar setja svo punktinn yfir i-ið ásamt fíngerðum kasmírtreflum. Aðrir fylgihlutir hjá strákun- um þetta haustið verða prjónaðir hattar og treflar, leðurhanskar, leðurbelti og töskur úr leðri eða striga. SVARTHVÍTAR HETJUR HEITUR GAUR Einn flottasti leikari Norðurlanda, Mads Mikkelsen, er módel hjá H&M þetta haustið, en hann segist hafa gengið í fötum frá fyrirtækinu síðan hann fæddist. SVART OG HVÍTT Strákarnir eiga að halda sig mest við svart, hvítt og grátt samkvæmt hönnuðum H&M en þó má poppa hina svarthvítu tilveru upp með flíkum í rauðu eða fjólubláu. HLÝTT Í VETUR Prjónaðar peysur fylla hillurnar í herradeild H&M þetta haustið. KLASSÍSKT Strákar í frökkum eru alltaf flottir. A mora-setrið á Piccadilly, á engan sinn líka í heiminum en þar er blandað saman skemmtun og fræðslu um ást, kynlíf og sambönd. Setrið, sem hóf starfsemi sína í vor, er nú þegar orðið vinsæll áfangastaður bæði fyrir heima- og ferðamenn sem vilja betrum- bæta kynlífstækni sína. Hönnun setursins tók þrjú ár og komu ýmsir kynlífsfræðingar, sam- bandsráðgjafar og læknar að þróun þess, meðal annars metsöluhöfundurinn Tracy Cox sem hefur sérhæft sig í skrifum um sambönd og kynlíf. Bólbrögð og daður Setrið, sem er opið frá ellefu á morgnana til miðnættis, skiptist í sjö mismunandi svæði sem hvert um sig hefur sitt eigið þema. Í upphafi heimsóknar fá gestir vasaleiðsögumann sem þeir hlusta á í eigin heyrnatólum um leið og gengið er í gegnum safnið. Fyrsta herbergið sem komið er í hefur þemað ást og losti og þar er meðal annars kennt daður, í næsta rými læra gestir allt um kossatækni og hin ýmsu kynæs- andi svæði líkamans. Næst liggur leiðin inn í sal þar sem má sjá allt það nýjasta á sviði kynlífs- hjálpartækja og þar er hægt að læra hin ýmsu bólbrögð. Tantra, Kama sutra og önnur sam- faratækni fá einnig sitt pláss og þegar búið er að fara í gegnum kennslu í því hvar g-blettinn er að finna liggur leiðin inn í fantasíu og fetish- herbergi. Þar geta gestir meðal annars prófað hversu flinkir þeir eru í flengingum. Að lokum er svo hægt að fræðast um heilbrigði tengt kyn- lífi og túrinn endar svo á Amora lounge-bar þar sem hægt er að setjast niður og ræða upplifun dagsins yfir drykk. Setrið státar einnig af versl- un og galleríaðstöðu. Kynlífsfræðingar aðstoða Öll framsetning á setrinu er afar nútímaleg og þannig gerð að gestir fá að prófa hæfni sína og kunnáttu á ýmsum sviðum. Nútímatækni er nýtt til hins ítrasta sem gerir safnið bæði spennandi, skemmtilegt og fræðandi. Á staðnum eru einnig kynlífsfræðingar sem svara gjarnan spurningum gesta og veita persónulega leiðsögn í gegnum setrið. Íslendingar á leið til London geta lesið sér nánar til um þetta einstaka fræðslusetur á heima- síðunni www.amoralondon.com en það skal tekið fram að 18 ára aldurstakmark er inn á staðinn. FERÐAMENN SEM LEGGJA LEIÐ SÍNA TIL LUNDÚNA FLYKKJAST EKKI LENGUR BEINT AÐ BIG BEN OG Á OXFORD STREET HELDUR LIGGUR NÚ LEIÐ Æ FLEIRI Á AMORA – THE ACADEMY OF SEX AND RELATIONSHIPS. Kennsla í kossum og flengingum HEITASTI FERÐAMANNASTAÐUR LUNDÚNA Amora-setrið hóf starfsemi í vor og er nú þegar orðið vinsæll áfangastaður bæði heimamanna og ferðamanna sem vilja betrumbæta kynlífstækni sína. FLENGINGARMÆLIR Gestir geta mælt getu sína í flengingum í sérstökum flengingarmæli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.