Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 36
BLS. 12 | sirkus | 3. ÁGÚST 2007
H erratískan í uppáhaldsverslun Íslend-inga erlendis, H&M, er nokkuð gráleit
þetta haustið. Ráðandi litir eru svartur, hvít-
ur og grár sem eru poppaðir upp með einni
og einni flík í rauðu eða fjólubláu. Sniðin eru
klassísk og prjónaflíkur eru áberandi, gjarn-
an með gamaldags skíðamynstri. Jakkafötin
eru einhneppt í „slim-fit“ sniði og skyrturnar
eru einlitar, köflóttar eða röndóttar. V-háls-
málspeysur halda velli og prjónuð vesti verða
einnig í hillunum. Þykkir ullarfrakkar setja
svo punktinn yfir i-ið ásamt fíngerðum
kasmírtreflum. Aðrir fylgihlutir hjá strákun-
um þetta haustið verða prjónaðir hattar og
treflar, leðurhanskar, leðurbelti og töskur úr
leðri eða striga.
SVARTHVÍTAR
HETJUR
HEITUR GAUR Einn flottasti leikari Norðurlanda, Mads
Mikkelsen, er módel hjá H&M þetta haustið, en hann
segist hafa gengið í fötum frá fyrirtækinu síðan hann
fæddist.
SVART OG HVÍTT Strákarnir eiga að halda sig
mest við svart, hvítt og grátt samkvæmt
hönnuðum H&M en þó má poppa hina svarthvítu
tilveru upp með flíkum í rauðu eða fjólubláu.
HLÝTT Í VETUR
Prjónaðar
peysur fylla
hillurnar í
herradeild
H&M þetta
haustið.
KLASSÍSKT
Strákar í
frökkum eru
alltaf flottir.
A mora-setrið á Piccadilly, á engan sinn líka í heiminum en þar er blandað saman skemmtun og fræðslu um ást, kynlíf og
sambönd. Setrið, sem hóf starfsemi sína í vor,
er nú þegar orðið vinsæll áfangastaður bæði
fyrir heima- og ferðamenn sem vilja betrum-
bæta kynlífstækni sína. Hönnun setursins tók
þrjú ár og komu ýmsir kynlífsfræðingar, sam-
bandsráðgjafar og læknar að þróun þess, meðal
annars metsöluhöfundurinn Tracy Cox sem
hefur sérhæft sig í skrifum um sambönd og
kynlíf.
Bólbrögð og daður
Setrið, sem er opið frá ellefu á morgnana til
miðnættis, skiptist í sjö mismunandi svæði sem
hvert um sig hefur sitt eigið þema. Í upphafi
heimsóknar fá gestir vasaleiðsögumann sem
þeir hlusta á í eigin heyrnatólum um leið og
gengið er í gegnum safnið. Fyrsta herbergið
sem komið er í hefur þemað ást og losti og þar
er meðal annars kennt daður, í næsta rými læra
gestir allt um kossatækni og hin ýmsu kynæs-
andi svæði líkamans. Næst liggur leiðin inn í sal
þar sem má sjá allt það nýjasta á sviði kynlífs-
hjálpartækja og þar er hægt að læra hin ýmsu
bólbrögð. Tantra, Kama sutra og önnur sam-
faratækni fá einnig sitt pláss og þegar búið er
að fara í gegnum kennslu í því hvar g-blettinn
er að finna liggur leiðin inn í fantasíu og fetish-
herbergi. Þar geta gestir meðal annars prófað
hversu flinkir þeir eru í flengingum. Að lokum
er svo hægt að fræðast um heilbrigði tengt kyn-
lífi og túrinn endar svo á Amora lounge-bar þar
sem hægt er að setjast niður og ræða upplifun
dagsins yfir drykk. Setrið státar einnig af versl-
un og galleríaðstöðu.
Kynlífsfræðingar aðstoða
Öll framsetning á setrinu er afar nútímaleg og
þannig gerð að gestir fá að prófa hæfni sína og
kunnáttu á ýmsum sviðum. Nútímatækni er nýtt
til hins ítrasta sem gerir safnið bæði spennandi,
skemmtilegt og fræðandi. Á staðnum eru einnig
kynlífsfræðingar sem svara gjarnan spurningum
gesta og veita persónulega leiðsögn í gegnum
setrið. Íslendingar á leið til London geta lesið sér
nánar til um þetta einstaka fræðslusetur á heima-
síðunni www.amoralondon.com en það skal tekið
fram að 18 ára aldurstakmark er inn á staðinn.
FERÐAMENN SEM LEGGJA LEIÐ SÍNA TIL LUNDÚNA FLYKKJAST EKKI LENGUR BEINT AÐ BIG BEN OG Á
OXFORD STREET HELDUR LIGGUR NÚ LEIÐ Æ FLEIRI Á AMORA – THE ACADEMY OF SEX AND RELATIONSHIPS.
Kennsla í kossum og flengingum
HEITASTI FERÐAMANNASTAÐUR LUNDÚNA Amora-setrið hóf starfsemi í vor og er nú þegar orðið vinsæll
áfangastaður bæði heimamanna og ferðamanna sem vilja betrumbæta kynlífstækni sína. FLENGINGARMÆLIR Gestir geta mælt getu sína í flengingum í sérstökum flengingarmæli.