Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 10
Pervez Musharraf,
forseti Pakistans, nýtur æ minni
vinsælda meðal kjósenda. Helst
virðist ákvörðun hans um að reka
forseta hæstaréttar hafa vakið
óánægju landsmanna, en óttast er
að fylgi við róttæka múslima auk-
ist ef Musharraf reynir að halda í
völdin þrátt fyrir að tapa kosning-
unum.
Þingkosningar verða haldnar í
Pakistan í október og Musharraf
er talinn stefna að því að sitja eitt
kjörtímabil í viðbót. Fylgi við
Musharraf mældist lítið í skoð-
anakönnun sem gerð var frá miðj-
um júní fram í byrjun júlí.
63 prósent segjast því fylgjandi
að Musharraf segi af sér og aðeins
34 prósent eru ánægð með
frammistöðu hans, en þegar sams
konar könnun var gerð í febrúar
voru 54 prósent ánægð með
frammistöðuna.
Musharraf vann sigur í kosning-
unum árið 2002, þremur árum
eftir að herinn steypti stjórn
landsins og Musharraf herforingi
tók að sér völdin.
Mikil ólga hefur verið í kringum
hann undanfarið, bæði í tengslum
við árás hersins á róttæka mús-
lima í rauðu moskunni í Islama-
bad, og eftir brottrekstur hæsta-
réttardómarans, sem reyndar er
kominn aftur í embætti sitt.
Musharraf hefur sagst vilja
halda góðum tengslum við dóm-
arann.
Óánægja með Musharraf vex
78 ára gamall
Flórídabúi verður fyrir stanslausu
áreiti vegna þess að hann ber
nafnið Harry Potter.
Í hvert sinn sem ný bók eða
kvikmynd um galdrastrákinn
geðþekka kemur út fær Potter
fjölda símtala frá börnum,
fjölmiðlafólki og æstum aðdáend-
um. „Börnin vilja fá að vita hvort
ég sé Harry Potter,“ segir Potter.
„Ég segi þeim að ég hafi verið
Harry Potter í hátt í 80 ár!“
Potter segist ekki hafa lesið eina
einustu Potter-bók. „Ég gæti
kannski keypt mér Harry Potter
gleraugu til að líkjast honum,“
bætir Potter við.
Börnin hringja
í Harry Potter
„Þetta skref er stigið
vegna þess að við viljum minnka
losun gróðurhúsalofttegunda, eins
og allar borgir í hinum vestræna
heimi eru að gera,“ sagði Gísli
Marteinn Baldursson, formaður
umhverfisráðs Reykjavíkurborgar,
þegar skilyrði fyrir ókeypis bíla-
stæðum í miðborginni voru kynnt í
gær.
23 tegundir bíla teljast visthæfar
samkvæmt þeirri skilgreiningu sem
borgin setti. Eigendur slíkra bíla fá
ókeypis bílastæði í miðborginni.
Eigendurnir fá sérstaka skífu, sem
límd er á framrúðuna og er notuð í
stað stöðumæla. Skífuna má fá í
bílaumboðum og geta Reykvíkingar
sem og aðrir landsmenn fengið
hana, aki þeir á visthæfri bifreið.
„Það er virkilega gott hvernig
borgin og atvinnulífið geta komið
að þessu saman,“ segir Egill
Jóhannsson, formaður Bílgreina-
sambandsins og framkvæmdastjóri
Brimborgar. „Í landinu eru tæplega
fjórtán hundruð bílar sem uppfylla
þessar kröfur.“ 230.747 bílar eru á
landinu og því telst innan við eitt
prósent bílaflotans til visthæfra
bifreiða.
Egill segist ánægður með að
borgaryfirvöld hafi stigið þetta
skref og telur líklegt að viðmið-
unarmörk fyrir visthæfa bíla muni
lækka eftir því sem tækninni
fleygir fram. „Ég yrði ekki hissa ef
við yrðum komin upp í þrjátíu til
fjörutíu tegundir vistvænna bíla á
næsta ári,“ segir Egill.
Gísli Marteinn fagnaði jafnframt
frumkvæði bílaumboðanna og
framboði þeirra af visthæfum
bílum. Koltvísýringur í Reykjavík
sé nánast eingöngu vegna sam-
gangna og þetta sé því þungt lóð á
vogaskálar umhverfisverndar.
Visthæfir bílar
fá frí bílastæði
Fjórtán hundruð bílar á landinu falla undir skil-
greiningu Reykjavíkurborgar á visthæfum bílum.
Bílarnir fá ókeypis bílastæði í miðborg Reykjavíkur.
Sérstök skífa verður notuð í stað stöðumæla.
Skilti sem sett voru upp í
mynni Þjórsárdals til að mótmæla
virkjunaráformum Landsvirkjun-
ar voru rifin niður aðfaranótt
fimmtudags. Skiltin sýndu hversu
hátt vatnið við Þverá nær ef af
virkjunarframkvæmdum Lands-
virkjunar á svæðinu verður.
„Mér dettur ekkert í hug hver
eða hverjir gætu hafa gert þetta,“
segir Ólafur Sigurjónsson, íbúi á
svæðinu og félagi í samtökunum
Sól á Suðurlandi. „Annað skiltið
var skilið eftir á hlaði eins bónd-
ans sem tók þátt í að setja það
upp, en hitt hefur ekki fundist.“
Skiltið sem fannst var sett upp
aftur í gær.
AÐ KAUPA VÍN
ER EKKERT
GRÍN
Haf›u skilríkin me›fer›is.
Takk fyrir að sýna okkur skilríki að eigin frumkvæði
þegar þú kemur í Vínbúðina. Þannig leggjumst við á eitt
um að takmarka aðgengi unglinga að áfengi.