Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 10
 Pervez Musharraf, forseti Pakistans, nýtur æ minni vinsælda meðal kjósenda. Helst virðist ákvörðun hans um að reka forseta hæstaréttar hafa vakið óánægju landsmanna, en óttast er að fylgi við róttæka múslima auk- ist ef Musharraf reynir að halda í völdin þrátt fyrir að tapa kosning- unum. Þingkosningar verða haldnar í Pakistan í október og Musharraf er talinn stefna að því að sitja eitt kjörtímabil í viðbót. Fylgi við Musharraf mældist lítið í skoð- anakönnun sem gerð var frá miðj- um júní fram í byrjun júlí. 63 prósent segjast því fylgjandi að Musharraf segi af sér og aðeins 34 prósent eru ánægð með frammistöðu hans, en þegar sams konar könnun var gerð í febrúar voru 54 prósent ánægð með frammistöðuna. Musharraf vann sigur í kosning- unum árið 2002, þremur árum eftir að herinn steypti stjórn landsins og Musharraf herforingi tók að sér völdin. Mikil ólga hefur verið í kringum hann undanfarið, bæði í tengslum við árás hersins á róttæka mús- lima í rauðu moskunni í Islama- bad, og eftir brottrekstur hæsta- réttardómarans, sem reyndar er kominn aftur í embætti sitt. Musharraf hefur sagst vilja halda góðum tengslum við dóm- arann. Óánægja með Musharraf vex 78 ára gamall Flórídabúi verður fyrir stanslausu áreiti vegna þess að hann ber nafnið Harry Potter. Í hvert sinn sem ný bók eða kvikmynd um galdrastrákinn geðþekka kemur út fær Potter fjölda símtala frá börnum, fjölmiðlafólki og æstum aðdáend- um. „Börnin vilja fá að vita hvort ég sé Harry Potter,“ segir Potter. „Ég segi þeim að ég hafi verið Harry Potter í hátt í 80 ár!“ Potter segist ekki hafa lesið eina einustu Potter-bók. „Ég gæti kannski keypt mér Harry Potter gleraugu til að líkjast honum,“ bætir Potter við. Börnin hringja í Harry Potter „Þetta skref er stigið vegna þess að við viljum minnka losun gróðurhúsalofttegunda, eins og allar borgir í hinum vestræna heimi eru að gera,“ sagði Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs Reykjavíkurborgar, þegar skilyrði fyrir ókeypis bíla- stæðum í miðborginni voru kynnt í gær. 23 tegundir bíla teljast visthæfar samkvæmt þeirri skilgreiningu sem borgin setti. Eigendur slíkra bíla fá ókeypis bílastæði í miðborginni. Eigendurnir fá sérstaka skífu, sem límd er á framrúðuna og er notuð í stað stöðumæla. Skífuna má fá í bílaumboðum og geta Reykvíkingar sem og aðrir landsmenn fengið hana, aki þeir á visthæfri bifreið. „Það er virkilega gott hvernig borgin og atvinnulífið geta komið að þessu saman,“ segir Egill Jóhannsson, formaður Bílgreina- sambandsins og framkvæmdastjóri Brimborgar. „Í landinu eru tæplega fjórtán hundruð bílar sem uppfylla þessar kröfur.“ 230.747 bílar eru á landinu og því telst innan við eitt prósent bílaflotans til visthæfra bifreiða. Egill segist ánægður með að borgaryfirvöld hafi stigið þetta skref og telur líklegt að viðmið- unarmörk fyrir visthæfa bíla muni lækka eftir því sem tækninni fleygir fram. „Ég yrði ekki hissa ef við yrðum komin upp í þrjátíu til fjörutíu tegundir vistvænna bíla á næsta ári,“ segir Egill. Gísli Marteinn fagnaði jafnframt frumkvæði bílaumboðanna og framboði þeirra af visthæfum bílum. Koltvísýringur í Reykjavík sé nánast eingöngu vegna sam- gangna og þetta sé því þungt lóð á vogaskálar umhverfisverndar. Visthæfir bílar fá frí bílastæði Fjórtán hundruð bílar á landinu falla undir skil- greiningu Reykjavíkurborgar á visthæfum bílum. Bílarnir fá ókeypis bílastæði í miðborg Reykjavíkur. Sérstök skífa verður notuð í stað stöðumæla. Skilti sem sett voru upp í mynni Þjórsárdals til að mótmæla virkjunaráformum Landsvirkjun- ar voru rifin niður aðfaranótt fimmtudags. Skiltin sýndu hversu hátt vatnið við Þverá nær ef af virkjunarframkvæmdum Lands- virkjunar á svæðinu verður. „Mér dettur ekkert í hug hver eða hverjir gætu hafa gert þetta,“ segir Ólafur Sigurjónsson, íbúi á svæðinu og félagi í samtökunum Sól á Suðurlandi. „Annað skiltið var skilið eftir á hlaði eins bónd- ans sem tók þátt í að setja það upp, en hitt hefur ekki fundist.“ Skiltið sem fannst var sett upp aftur í gær. AÐ KAUPA VÍN ER EKKERT GRÍN Haf›u skilríkin me›fer›is. Takk fyrir að sýna okkur skilríki að eigin frumkvæði þegar þú kemur í Vínbúðina. Þannig leggjumst við á eitt um að takmarka aðgengi unglinga að áfengi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.