Fréttablaðið - 13.09.2007, Síða 69

Fréttablaðið - 13.09.2007, Síða 69
Halla Vilhjálmsdóttir leitar að vinnu í London þessa dagana. Hún söng nýlega lag inn á plötu Geirs Ólafs. „Það er eiginlega óráðið. Ég er að skoða málin enda er tiltölulega stutt síðan staðfest var að ekki yrði af framleiðslu þáttanna,“ segir fyrrverandi X-factor- kynnirinn Halla Vilhjálmsdóttir um hvað hún hyggist taka sér fyrir hendur. Pálmi Guðmundsson, sjón- varpsstjóri Stöðvar 2, sagði nýverið í viðtali við Fréttablaðið að ekki væri víst að X-factor-þátturinn yrði að veruleika á þessu ári en þar var ætlunin að frægir Íslendingar reyndu fyrir sér í söng í þágu góðs málefnis. Halla hefur tekið sér ýmislegt fyrir hendur undan- farið. „Ég var til dæmis að syngja dúett með Geir Ólafs á nýju plötunni hans. Mér finnst gaman að gera hitt og þetta og ætla ekki að festa mig í leikhúsi alveg strax. Í þessum töluðu orðum er ég á leið út á flug- völl. Nú ætla ég að vera með listrænt útibú í London. Reyndar átti ég flug í morgun en var svo upptekin að taka til langt fram á nótt að ég svaf yfir mig og missti af vélinni,“ segir Halla og hlær. „Ég er alltaf með annan fótinn þar og ætla að athuga hvort einhver vill ráða mig í vinnu.“ Hingað til hefur ekki verið skortur á því en Halla starfaði hjá sjónvarpsstöðvunum BBC og ITV áður en hún flutti til Íslands og hafnaði fyrr á árinu hlutverki í söngleiknum Eurobeat sem settur verður upp á West End. „Ég skrapp út og sá verkið um daginn. Það var þrælskemmtilegt og fékk frá- bæra dóma. Ég neita því ekki að ég fékk pínu í mag- ann og hugsaði að það hefði nú kannski verið gaman að vera með.“ Gefðu þér færi á brosi 24. september, því þá drögum við út 30 milljónamæringa. Fáðu þér miða á hhi.is eða í síma 800 6611. Það tekur enga stund. Nú brosa 2.915 vinningshafar breitt eftir síðasta útdrátt, en þá eru þeir orðnir 25.859 á árinu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.