Fréttablaðið - 13.09.2007, Side 73

Fréttablaðið - 13.09.2007, Side 73
 Í kvöld hefst keppni í N1-deild kvenna með tveimur leikjum. Grótta tekur á móti HK og Haukar fara í heimsókn til Framara. Í vikunni var spáð fyrir um lokastöðu deildarinnar og kom fáum á óvart að Íslandsmeisturum Stjörnunnar var spáð titlinum. Haukum var spáð öðru sæti en þjálfari liðsins, Díana Guðjóns- dóttir, sagðist fara í alla leiki til að vinna og stefna því ótrauð á topp- inn með liðið. „Mér líst vel á veturinn,“ sagði Díana. „Við höfum bætt við okkur þremur leikmönnum og er því með meiri breidd en var í hópnum í fyrra. Ég vonast til að fara langt á því.“ Hind Hannesdóttir er komin til Hauka frá Stjörnunni, einnig Laima Miliauskaite markvörður sem lék með FH á síðustu leiktíð og þá hefur Inga Fríða Tryggva- dóttir tekið fram skóna að nýju. Stjarnan, Haukar, Grótta og Valur voru í nokkrum sérflokki síðasta tímabil en Fram og HK voru þó dugleg að kroppa stig af toppliðunum. „Ég býst jafnvel við að þessi sex lið verði í baráttunni í efri hluta deildarinnar. Það verður bara gott fyrir deildina að hafa svo mikla breidd. Svo er Fylkis- liðið skipað ungum stelpum með þremur reyndum útlendingum. Þær gætu því verið í því hlutverki að stela stigum af toppliðinum, rétt eins og Fram og HK gerðu síð- ast. Ég á því von á skemmtilegu móti,“ sagði Díana. Sex lið verða í bar- áttunni um titilinn B&L

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.