Fréttablaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 2
Gísli, hvernig er Ást á kóresku? Úrræði í fyrirhuguðu frum- varpi dómsmálaráðherra um nálg- unarbann virðist ófullnægjandi, og óútskýrt hvers vegna þar verður ekki lögfest úrræði um að fjar- lægja megi ofbeldismenn af heim- ilum, segir Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna (VG), á Alþingi í gær. Kolbrún beindi tveimur fyrir- spurnum til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, annars vegar um vernd til handa fórnarlömbum heimilisofbeldis og hins vegar um vernd fyrir fórnarlömb mansals. Tillögum VG vegna þessara tveggja málaflokka var vísað til ríkis- stjórnarinnar síðastliðið vor. Í tillögum VG var gert ráð fyrir því að úrræði til að fjarlægja ofbeldismenn út af heimilum eigi síðar en sólarhring eftir að heimil- isofbeldi er beitt yrði lögfest. Kol- brún sagði hugmyndina upphaf- lega hafa orðið til í Austurríki og gefið mjög góða raun. Nú hafi mörg nágrannaríki Íslands lögfest lík ákvæði. „Hvers vegna eru ekki talin til- efni til þess að leiða í lög það úrræði sem þar um ræðir og hefur reynst afskaplega vel í nágranna- löndum okkar sem vörn þeirra sem eiga yfir höfði sér ofbeldi á heimil- um sínum?“ spurði Kolbrún. „Fjöldi kvenna og barna eru flóttamenn í eigin löndum, sett í athvarf á meðan ofbeldismaðurinn fær áfram að hreiðra um sig á heimilinu þar sem ofbeldinu var beitt eða hótun um ofbeldi kom fram,“ sagði hún enn fremur. Dómsmálaráðherra sagði ráðu- neytið hafa haft tillögu VG til skoð- unar yfir sumarmánuðina. Hann boðaði frumvarp um nálgunarbann á yfirstandandi þingi, en sagði ekki gert ráð fyrir breytingum á gild- andi rétti í því frumvarpi. Alþingi hafi þó auðvitað í sínu valdi að gera breytingar á frumvarpinu. Kolbrún hvatti stjórnvöld ein- dregið til þess að fullgilda samning Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali. Nú þegar hafi níu þjóðríki fullgilt samninginn og aðeins vanti eitt ríki upp á til þess að hann taki formlega gildi. Stjórnvöld þurfi að bera ábyrgð gagnvart fórnar- lömbum mansals, veita þeim stuðn- ing og hjálp til þess að koma sér út í lífið á nýjan leik. Björn sagði að unnið hafi verið að því á undanförnum misserum að meta hvaða breytingar þurfi að gera til að fullgilda samning Evrópuráðsins og boðaði frumvarp síðar í haust um breytingar á meðal annars refsilöggjöfinni vegna þessa. Skoðað verði í ráðuneytinu hvort breyta þurfi öðrum lögum og stefnt sé að því að ljúka þeirri skoðun síðar í vetur. Ofbeldismenn ekki færðir af heimilum Ekki lítur út fyrir að fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um nálgunar- bann gangi nægilega langt til að vernda fórnarlömb heimilisofbeldis, segir þingmaður VG. Ekki gert ráð fyrir breytingum á gildandi rétti, segir ráðherra. Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópa- vogi, segir það hafa verið spillingu þegar Gunnar I. Birgisson bæjar- stjóri réði fyrrverandi bæjarstjóra á Álftanesi til starfa hjá bænum. Guðmundur Gunnarsson var bæjarstjóri á Álftanesi þar til Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þar meirihluta sínum í sveitarstjórn- arkosningunum í maí í fyrra. Eftir kosningarnar var hann ráðinn sem verkefnastjóri hjá skipulagsdeild Kópavogs. Guðmundur er einnig á launum sem bæjarfulltrúi á Álfta- nesi. Guðríður segir að Guðmundur og Gunnar I. Birgisson séu vinir og fyrrverandi viðskiptafélagar í verktakafyrirtækinu Gunnar og Guðmundur. „Verkefnastjórastarf þetta var aldrei auglýst og ekki var ljóst hver óskaði eftir stöðugildinu,“ segir Guðríður á bloggsíðu sinni. Guðríður fékk upplýst á síðasta bæjarstjórnarfundi að Guðmundi hafi verið raðað 26 launaflokkum fyrir ofan ritara skipulagsstjóra bæjarins en hafa þó sinnt sömu verkum og ritarinn. Í ofanálag hafi Guðmundur fengið greidda fasta yfirvinnu og þannig fengið 390 þúsund krónur í mánaðarlaun. Ekkert bendi til þess að ritarinn hafi fengið slíkar yfirvinnugreiðsl- ur. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, vísar ásök- unum Guðríðar um spillingu algjörlega á bug. Starfsmann hafi vantað á bæjarskipulagið og því hafi Guðmundur verið ráðinn. Staðan hafi ekki verið auglýst því hún væri aðeins tímabundin. „Það er líka ævintýralega rangt hjá Guðríði að verkefnastjóri hafi unnið sömu störf og ritari skipu- lagsstjóra, þetta eru einfaldlega ekki sambærileg störf. Það er því lygi að hann hafi gegnt starfi rit- ara eins og Guðríður heldur fram, hann var ráðinn sem verkefna- stjóri.“ Réði félaga sinn á ofurlaunum Gæsluvarðhald yfir níu Litháum, sem grunaðir eru um stórfellda þjófnaði hér á landi, hefur verið framlengt um tvær vikur. Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í gær að Litháarnir sætu í varðhaldi til 24. október næstkomandi. Mennirnir, sem handteknir voru í byrjun mánaðarins, voru fyrst úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna rannsókn- arhagsmuna. Það átti að renna út í gær og óskaði lögreglan eftir því að það yrði framlengt um tvær vikur. Þetta samþykkti Héraðsdómur Reykjavíkur. Litháar áfram í gæsluvarðhaldi Icelandic Group hf. er skylt að gera kaupréttarsamning við Þórólf Árnason, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, um hlutabréf í því, sem endur- spegli sam- bærilega samninga hjá forstjórum stærri fyrir- tækja á Íslandi. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Í ráðningar- samningi Þórólfs var ákvæði um að félagið myndi gera sérstakan kaupréttar- samning við forstjóra eigi síðar en 30 dögum frá undirritun ráðningarsamnings. Þórólfi var sagt upp störfum rúmum fjórum mánuðum eftir ráðningu hans, án þess að gerður væri kaupréttarsamningur. Skal gera kaup- réttarsamning Ellefu fangar á Litla-Hrauni annast nú alla matreiðslu á sinni deild. Þeir sjá einnig um innkaup á matvælum í gegnum verslun fangelsisins og fá til þess tiltekna fjárhæð á dag. Fangelsismálastofnun hefur lagt á það áherslu undanfarin ár að tilraun af þessum toga yrði gerð og hafa fangarnir sýnt málinu áhuga. Eru vonir bundnar við að þetta verði föngum og aðstandendum þeirra til ánægju, kenni föngum að vinna saman og auki lífsleikni þeirra. Verið er að leggja grunn að sambærilegri breytingu á eldunaraðstöðu í fleiri deildum fangelsisins. Fangar sjá um matreiðsluna Lögreglumenn í Hafnarfirði fundu snák og fíkniefni á piltum sem þeir höfðu afskipti af á dögunum. Lögreglumennirnir höfðu þá afskipti af þremur piltum um tvítugt en til þeirra náðist steinsnar frá svæðisstöðinni. Í fórum eins þeirra fundust ætluð fíkniefni en hjá öðrum fannst snákur innanklæða. Piltunum var sleppt eftir yfirheyrslur en snákurinn, sem var rúmlega einn metri að lengd, fékk næturgist- ingu, þó ekki í fangaklefa. Daginn eftir var farið með dýrið að Keldum og þar voru gerðar viðeigandi ráðstafanir. Voru með snák og fíkniefni Peningaþvættis- skrifstofu Ríkislögreglustjóra bárust 323 tilkynningar vegna grunsemda um peningaþvætti á síðasta ári. Ekki barst tilkynning vegna gruns um fjármögnun hryðjuverka. Þetta kemur fram í ársskýrslu peningaþvættisskrifstofu fyrir 2006. Samkvæmt lögum ber fjár- málafyrirtækjum, líftrygginga- félögum, lífeyrissjóðum, vátrygg- ingamiðlurum og fleirum skylda til að tilkynna um grunsamleg viðskipti sem grunur leikur á að rekja megi til peningaþvættis eða fjármögnunar hryðjuverka. Af þessum 323 tilkynningum á síðasta ári bárust tíu tilkynningar frá öðrum en þeim sem tilkynn- ingaskyldir eru. Tilkynningarnar voru rannsak- aðar en engin þeirra leiddi til sak- sóknar af hálfu efnahagsbrota- deildar. Í skýrslunni er tekið dæmi um peningaþvætti. Fíkniefnainnflytj- endur á Íslandi stofnuðu hluta- félög hér á landi og í Þýskalandi. Fyrirtækið flutti inn tölvuvarn- ing sem var verðlaus en var verð- lagður mjög hátt samkvæmt inn- flutningsskjölum. Greitt var fyrir vöruna með tékkum gefnum út á þýska fyrir- tækið auk innflutningsgjalda og tolla af varningnum. Þessir tékk- ar voru síðan leystir út í banka í Þýskalandi. Maður sem féll milli hæða við störf í nýbyggingu í Hafnarfirði í gærdag slasaðist lífshættulega. Hann var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús og er haldið þar sofandi í öndunarvél. Fallið var 2,6 metrar. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðs þurfti að nota bygg- ingakrana til að ná manninum úr byggingunni. Hann hafði verið að vinna uppi á bita þegar hann féll niður á gólf næstu hæðar fyrir neðan. Félagi hans var skammt frá og hringdi samstundis í Neyðarlínuna. Í lífshættu eftir vinnuslys
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.