Fréttablaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 12
Yfirmaður rússnesku
leyniþjónustunnar FSB segir að
njósnarar á vegum Vesturlanda
vinni markvisst að því að grafa
undan Rússlandi og sundra því.
Sérstaklega segir hann breska
njósnara iðna við þann kola.
„Stjórnmálamenn sem hugsa í
viðjum kalda stríðsins hafa enn
áhrif í sumum ríkjum Vestur-
landa,“ segir Nikolaí Patrusjev í
viðtali sem birtist í gær í vikublað-
inu Argumentí i Faktí. „Þeir hafa
hreykt sér af því að hafa átt þátt í
hruni Sovétríkjanna, og þeir hafa
áform um að sundra Rússlandi.“
Viðtalið birtist sama dag og
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti
er í heimsókn hjá Vladimír Pútín
Rússlandsforseta. Þeir hafa átt
nokkra fundi í gær og fyrradag og
létu þá ágreiningsefni sín ekki
trufla sig mikið.
Sarkozy benti meðal annars á
ýmis tækifæri til frekara sam-
starfs og Pútín tók undir það með
Sarkozy að hvetja þurfi Írana til
þess að draga fram í dagsljósið
allar upplýsingar um áform sín í
kjarnorkumálum.
Pútín er á leið til Írans í byrjun
næstu viku á leiðtogafund Kaspía-
hafsríkja. Sarkozy sagði að ferð
Pútíns gæti orðið til þess að Íranar
sýni meiri samvinnu: „Það er aðal-
atriðið. Þetta er mál sem varðar
jörðina alla.“
Patrusjev, sem er gamall banda-
maður Pútíns, segir hins vegar í
viðtalinu að vestrænir njósnarar
einbeiti sér sérstaklega að því að
sá fræjum óánægju í aðdraganda
þingkosninganna í desember og
forsetakosninganna í vor.
Sérstaklega telur hann að bresk-
ir njósnarar séu „ekki aðeins að
safna upplýsingum á öllum svið-
um, heldur eru þeir líka að reyna
að hafa áhrif á þróun innanríkis-
stjórnmála í landinu okkar.“
Samskipti Rússlands og Bret-
lands hafa versnað að undanförnu,
ekki síst eftir að Alexander Litvin-
enko, fyrrverandi starfsmaður
leyniþjónustunnar FSB, var myrt-
ur í London í nóvember síðastliðn-
um. Á dánarbeði sínum sakaði
hann Pútín forseta um að standa á
bak við morðið. Rússar harðneita
slíkum ásökunum.
Segir vestrið
ógna Rússum
Meðan forsetar Frakklands og Rússlands áttu fundi
í Moskvu sendir yfirmaður rússnesku leyniþjónust-
unnar Vesturlöndum kaldar kveðjur.
Þjóðverjinn Gerhard
Ertl hlýtur Nóbelsverðlaunin í
efnafræði í ár fyrir rannsónir á
efnahvörfum á yfirborði hluta.
Þessar rannsóknir hafa meðal
annars aukið skilning manna á
því hvers vegna ósonlagið þynn-
ist, hvernig efnarafalar framleiða
orku án þess að menga, hvernig
hvarfakútar hreinsa útblástur
bifreiða og hvers vegna járn ryðg-
ar.
Ertl varð einmitt 71 árs í gær
og sagði fréttirnar um Nóbels-
verðlaunin vera „bestu afmælis-
gjöf í heimi.“
„Ég verð að játa það að ég missti
gjörsamlega málið og tárin
spruttu fram,“ sagði hann við
blaðamenn í Berlín í gær.
Á þriðjudag var skýrt frá því að
Frakkinn Albert Fert og Þjóðverj-
inn Peter Gruenberg myndu deila
með sér Nóbelsverðlaununum í
eðlisfræði fyrir uppgötvanir sem
leiddu til þess að hægt varð að
notast við miklu smærri harða
diska í tölvum og tónstokkum en
áður.
„MP3 og iPod iðnaðurinn væri
ekki til án þessarar uppgötvun-
ar,“ segir Borje Johansson, sem á
sæti í sænsku vísindaakademí-
unni.
Nóbelsverðlaunin verða afhent í
Stokkhólmi þann 10. desember.