Fréttablaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 36
11. OKTÓBER 2007 FIMMTUDAGUR4 fréttablaðið blessuð börnin
Sögustund á Sólbakka
Hvað gerðirðu í sumar?
„Ég fór í sund og líka á ströndina og í sól-
bað. Mér fannst skemmtilegast í sundinu,“
segir Guðrún María kát.
Hvað þýðir að vera kurteis?
„Að leyfa hinum að vera með.“
En hvað þýðir að vera dónalegur?
„Það þýðir að segja eitthvað ljótt og að
vera vondur við mann og að rífa í hárið á
manni og meiða mann. Eða klemma mann.
En það er samt gott að klemma nefið ef
maður finnur vonda lykt,“ bætir Guðrún
María við og sýnir hvað hún meinar.
Hvert er uppáhaldsdótið þitt:
„Dúkkan mín sem heitir Öskubuska og hún
á Öskubuskukjól. Hún er dúkkan mín og ég
elska hana og hún má fara í sund en ekki
hárið.“
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
„Grjónagrautur.“
Hvað langar þig að verða þegar þú verður
stór?
„Prinsessa,“ segir Guðrún María ákveðin
enda fer ekki framhjá neinum að hér er
svo sannarlega lítil prinsessa á ferð.
hrefna@frettabladid.is
Hvað gerðirðu í sumar?
„Ég fór bara í sumarbústað og var í sól-
baði. Það var heitur pottur og ég fór líka í
sund,“ segir Ásdís Ósk.
Hvað þýðir að vera kurteis?
„Bara að leika við hvort annað og vera
góð. Líka að leyfa öðrum að leika sér með
dótið.“
En hvað þýðir að vera dónalegur?
„Að rífa í hárið og svoleiðis.“
Hvert er uppáhaldsdótið þitt?
„Blettatígursbangsinn minn af því hann er
vinur minn og hafmeyjubarbí sem heitir
Ariel,“ segir Ásdís Ósk en bætir svo við
ásamt vinkonu sinni Guðrúnu Maríu:
„En veistu, stundum eru strákarnir að
elta okkur stelpurnar og þeir eru alltaf að
meiða okkur og svoleiðis. En sumir eru
hættir og byrjaðir að vera vinir okkar, en
sumir eru ekki hættir,“ útskýra stelpurnar
og er mikið í mun að þetta komi fram. En
aftur að hversdagslegri hlutum.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
„Spagettí.“
Hvað langar þig að verða þegar þú verður
stór?
„Söngvari,“ segir Ásdís Ósk dreymin.
Hvað gerðirðu í sumar?
„Ég fór á ströndina í Reykjavík. Ég var
með svona hring og synti með hann á mér.
Í dag kann ég að synda með engan kút því
ég er farinn á sundnámskeið,“ útskýrir
Emil Örn stoltur. En næst ræddum við um
aðeins flóknari hluti.
Hvað þýðir að vera kurteis?
„Það er að segja eitthvað fallegt eins og ég
elska þig,“ segir Emil Örn einlægur.
Hvert er uppáhaldsdótið þitt?
„Það er svo margt en ég held mikið upp
á risaeðlurnar mínar og bílinn minn sem
er með 11 framan á og gulldekk. Hann er
flottur.“
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
„Grjónagrautur og hafragrautur og spag-
ettísúpa,“ segir Emil Örn, sem er mjög
hrifinn af öllum grautum og súpum.
Hvað langar þig að verða þegar þú verður
stór?
„Sterkasti maður Íslands, sterkasti maður
heims og töframaður og trúður,“ segir Emil
Örn ákveðinn og greinilegt að hann hefur
háleit markmið og öflug.
Hvað gerðirðu í sumar?
„Ég fór til Danmerkur og fór í tívolí og það
var rosalega skemmtilegt. Ég fór í flugvél-
ina í tívolíinu.“
Þetta var í fyrsta skipti sem Tryggvi
Klemens fór til útlanda og fannst honum
það mjög spennandi. Honum fannst sér-
staklega gaman að fara í ávaxtabúðina og
fá Spiderman-ís.
„Þegar ég borða Spiderman-ís þá fæ ég
svona bláa tungu,“ segir Tryggvi Klemens
og hlær. Næsta spurning var hins vegar að-
eins erfiðari.
Hvað þýðir að vera kurteis?
„Ég er nú eiginlega með kvef,“ skýtur
Tryggvi Klemens inn í en segir svo: „En að
vera kurteis er að segja eitthvað fallegt og
líka að segja elskan.“
Hvert er uppáhaldsdótið þitt?
„Það er skjöldurinn minn og sverðið mitt.
Það er riddaradót og það er svo gaman að
vera í riddaraleik,“ segir Tryggvi Klemens
spenntur.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
„Kjötsúpa.“
Hvað langar þig að verða þegar þú verður
stór?
„Ég ætla að verða lögga,“ segir Tryggvi
Klemens ákveðinn.
TRYGGVI KLEMENS
TRYGGVASON:
EMIL ÖRN
JÓHANNESSON:
ÁSDÍS ÓSK
EIRÍKSDÓTTIR:
GUÐRÚN MARÍA
ÁRNADÓTTIR:
Margir kannast við sængurgjafaveislur
úr amerískum kvikmyndum, þegar konur
koma saman með gjafir til heiðurs ófæddu
barni, en einnig er til mæðrablessun sem er
ævaforn athöfn Navajo-indjána til heiðurs
verðandi móður, styrk hennar, fegurð, reisn
og skapandi kröftum.
Mæðrablessun er skipulögð út frá per-
sónuleika og þörfum konunnar. Fagnaðurinn
getur tekið allt frá klukkustund upp í heil-
an dag, en til samfundanna býður hin verð-
andi móðir konum sem henni eru kærar. Til-
efni mæðrablessunar geta verið mörg; að
fagna meðgöngu konunnar, kvenleika henn-
ar, dekra við hana, sækja kraft, innblástur,
viðurkenningu og stuðning kynsystra, þörf
fyrir sterkt stuðningsnet kvenna, upplif-
un andlegrar athafnar, dýpri upplifun með-
göngu, fæðingar og móðurhlutverks, eða
bara hvað sem er.
Við mæðrablessun er hús móðurinnar
fagurlega skreytt, allir taka með sér góðan
mat, móðirin fær nudd, andlitsbað, hand- og
fótsnyrtingu eða annað dekur, gestir henn-
ar búa til hálsfesti og henni eru gefnar tákn-
rænar gjafir. Einnig er útbúið fallegt albúm
með bænum, óskum eða sögum til móður og
barns, farið í slökun, hugleitt, beðist fyrir,
kveikt á reykelsi og jurtir brenndar, farið
með sólar- og mánakveðjur, gifsbumbur
skreyttar, snæddar táknrænar máltíðir eða
hvaðeina sem skipuleggjendum dettur í
hug.
Draumafæðing www.draumafaeding.net
skipuleggur mæðrablessanir fyrir móður-
ina sjálfa, eða aðra sem vilja halda mæðra-
blessun sem gjöf til móðurinnar.
Mæðrablessun
Til mæðrablessunar býður hin verðandi móðir
konum sem henni eru kærar.
Á leikskólanum Sólbakka eru fjörugir og skemmtilegir krakkar. Við vorum svo heppin að fá að spjalla við fjóra hressa krakka á leikskólanum og eru þau ýmist orðin
fimm ára eða alveg að verða fimm.