Fréttablaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 61
Leikarinn Kiefer Sutherland þarf að dúsa í fangelsi í 48 daga eftir að hafa játað að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Sutherland afplánar dóminn þegar hann verður í hléi frá tökum á sjónvarpsþættinum vinsæla 24. Leikarinn var handtekinn í Los Angeles í lok síðasta mánaðar þegar hann var ennþá á skilorði vegna ölvunaraksturs á árinu 2004. Í yfirlýsingu sinni baðst hann afsökunar á dómgreindarleysi sínu og þeim áhrifum sem athæfið hefur haft á fjölskyldu hans, vini og samstarfsmenn. Sutherland fékk þrjátíu daga fangelsis- dóm fyrir að hafa ekið undir áhrifum og átján daga dóm fyrir að hafa brotið skilorðið. Hann má ekki keyra bíl næstu sex mánuðina auk þess sem hann þarf að sækja fræðslu- námskeið um áfengismisnotkun næstu átján mánuðina. Jafnframt þarf hann að mæta í vikulega meðferðartíma næsta hálfa árið. 48 dagar í fanglesi Morgunþátturinn Zúúber, sem hefur verið á dagskrá FM957 í þrjú ár, er nú sendur út á sjónvarpsstöðinni Popptíví í beinni útsendingu og geta því aðdáendur þáttarins fylgst með því sem gengur á í hljóðverinu dags daglega. „Við ætluðum alltaf að senda þáttinn út á netinu en lentum í vandræðum vegna þess að ekki er hægt að senda út hljóð og mynd á sama hraða,“ segir Sigvaldi Kaldalóns eða Svali sem stjórnar þætt- inum ásamt þeim Jóhanni Garðari Ólafssyni eða Gassa og Sigríði Lund. „Það reyndist auðveldara að senda þáttinn út af sjónvarpsstöð og setja hann þaðan á netið.“ Svali segir að útsendingarnar fari rólega af stað. „Við erum enn að átta okkur á því hvernig við ætlum að hafa þetta og höfum lítið látið vita af útsendingun- um. Fyrstu tvo dagana vissi maður svolítið af mynda- vélinni en nú er þetta orðið eins og hver annar dagur. Maður mætir myglaður og ósminkaður, alveg eins og það á að vera.“ Í Bandaríkjunum eru ýmsir útvarps- þættir sendir út í sjónvarpi en það hefur ekki verið gert hér á landi fyrr. „Þættir Howards Stern eru til dæmis allir sendir út í sjónvarpi. Ísland í bítið var öðruvísi að því leytinu til að það var sjónvarp í útvarpi en ekki öfugt. Þetta er einfaldlega ein tegund afþrey- ingar í viðbót.“ Zúúber sýndur í sjónvarpi Ég leyfi mér hiklaust svolítið dekur Morgunmatur kemur brennslunni í gang og gefur þér orku til að byrja daginn. Kellogg's Special K er bragðgóður og hressandi morgunmatur og með honum færðu mörg lífsnauðsynleg vítamín eins og t.d. fólínsýru og síðast en ekki síst járn. ...ekki nema 90 hitaeiningar „Það er fátt mikilvægara en að hugsa vel um heilsuna. Ég borða þess vegna hollan mat og hreyfi mig reglulega og finnst algjörlega ómissandi að fara í nudd öðru hverju. En við konur megum samt ekki gleyma að dekra svolítið við okkur. Það er til dæmis frábært að skipta stundum yfir í Kellogg's Special K Red Berries í morgunmat, það er ótrúlega bragðgott, með berjabitum saman við en fitulétt og fullt af nauðsynlegum næringarefnum eins fólínsýru og járni. Ég leyfi mér líka hiklaust Special K bliss á milli mála ef sætuþörfin grípur um sig án þess að hafa minnstu áhyggjur af því að ég sé að spilla kröftugri ferð í ræktina þann daginn. Special K bliss stangirnar eru algjör himnasending, með ávöxtum og dökku súkkulaði en bara 90 hitaeiningar.“ Hulda Björk Garðarsdóttir, óperusöngkona Bragðgóðar nýjungar frá Kellogg’s Special K: Kellogg’s Special K bliss og Kellogg’s Special K red berries F í t o n / S Í A F I 0 2 2 6 5 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.