Fréttablaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 32
Í þessari grein verður fjallað um hlutverk meinafræðinga við greiningu brjóstakrabbameins en með meinafræðilegri greiningu eða vefjarannsókn er sjúkdóms- greiningin staðfest auk þess sem hægt er að aðgreina mismunandi æxlisgerðir og athuga líffræðilega eiginleika æxlanna og þar með mismunandi horfur. Langflest brjóstakrabbamein eru fyrst greind með frumurann- sókn eftir að gerð hefur verið fín nálarástunga á æxlið en sérhæfður frumumeinafræðingur skoðar sýnið í smásjá og staðfestir að um krabbamein sé að ræða. Mun meiri upplýsingar fást með vefjarann- sókn, þar sem allt æxlið kemur til skoðunar eftir að hafa verið fjar- lægt með skurðaðgerð, en einnig er í sumum tilvikum sjúkdóms- greining staðfest með vefjarann- sókn. Eftir sérhæfða meðhöndlun á vefnum eru skornar örþunnar sneiðar af æxlinu, sem settar eru á smásjárgler, litaðar og skoðaðar í smásjá af læknum, sem eru sér- fræðingar í vefjameinafræði. Brjóstakrabbameinum má skipta gróflega í tvo hópa eftir dreifingu. Annars vegar eru það staðbundin brjóstakrabbamein, sem enn eru bundin við mjólkurganga og mjólkurkirtla, og hins vegar ífarandi brjóstakrabbamein. Þau vaxa út í brjóstvefinn og geta jafn- framt vaxið inn í æðar og myndað meinvörp í svæðiseitlum eða öðrum líffærum. Ífarandi krabba- mein eru svo aftur flokkuð meina- fræðilega eftir ýmsum þáttum, sem hafa áhrif á horfur, s.s. stærð, vefjagerð og æxlisgráðu. Tvær helstu vefjagerðir ífarandi krabbameins í brjóstum eru krabbamein af gangatoga (útgengin frá mjólkurgöngum) og bleðla- krabbamein (útgengin frá mjólkur- kirtlum). Gangakrabbameinin, sem eru miklu algengari, eru langflest ósérhæfð en til eru þó sérhæfðar gerðir, sem flestar hafa heldur betri horfur. Oftast er um eitt æxli að ræða en bleðlakrabbamein hafa meiri tilhneigingu til að koma upp í báðum brjóstum eða á mörgum stöðum í sama brjóstinu. Öllum ífarandi brjóstakrabbameinum eru síðan gefnar æxlisgráður óháð vefjagerð þeirra. Æxlisgráða segir til um hversu vel eða illa æxlin eru þroskuð, þ.e. hversu vel þau líkjast eðlilegum þekjuvef brjóstanna. Æxlisgráður eru þrjár og hefur gráða 3 verstu horfurnar. Aðrir þættir, sem metnir eru við vefja- greiningu, eru m.a. hvort æxlis- vöxtur sést vaxa inn í æðar, sem bendir til að æxlið geti verið farið að dreifa sér til eitla eða annarra líffæra. Einnig eru skoðaðar fjar- lægðir æxlisins frá skurðbrúnum sýnisins, sem gefur til kynna hvort skurðlæknum hafi tekist að fjar- lægja allt æxlið. Í þeim tilfellum, sem holhandareitlar fylgja með sýninu, eru þeir einnig skoðaðir til að sjá hvort og hve margir þeirra innihalda meinvörp frá æxlinu, en það er þáttur, sem hvað sterkastar vísbendingar gefur um horfur. Auk hefðbundinnar vefjarann- sóknar eru jafnframt gerðar sér- rannsóknir sem gefa viðbótarupp- lýsingar um horfur sjúklinganna auk þess sem þær leiðbeina varð- andi meðferð. Hér er um að ræða flæðigreiningu (flow cytometry) auk athugunar á því hvort æxlis- frumur tjái hormónaviðtaka (estró- gen og prógesterón viðtaka) og hvort um mögnun á æxlisgeninu HER-2 sé að ræða. Með flæði- greiningu er annars vegar mælt DNA innihald í kjörnum æxlis- frumna og hins vegar er mældur vaxtarhraði æxlisins (svokallaður S-fasi, þ.e. hversu stórt hlutfall frumna úr tilteknu æxli sé í skipt- ingu). Að öllu jöfnu er afbrigðilegt DNA innihald og hár S-fasi tengt verri horfum, en ef um eðlilegt DNA innihald eða lágan S-fasa er að ræða. Hormónaviðtakar eru metnir í smásjá með mótefnalitun- um á vefjasneiðum, en tjáning þeirra í æxlinu er forsenda þess að unnt sé að beita hormónameðferð hjá sjúklingi. Mat á mögnun HER-2 er einnig gert með mótefnalitun. Ef um sterka svörun eða alveg nei- kvæða er að ræða þarf ekki frekari rannsóknir, en ef að svörun er óljós þarf að beita viðbótarrannsókn á sýninu. Ef um mögnun er að ræða kemur til greina að meðhöndla sjúklinginn með mótefnum sem beint er gegn HER-2. Um þessar mundir eru rannsak- endur víða um heim að skoða brjóstakrabbamein með tilliti til þess hvaða gen eru tjáð í æxlunum með svokallaðri örflögutækni. Komið hefur í ljós að unnt er með þessari tækni að skipta brjósta- krabbameinum í nokkra hópa eftir tjáningu og benda fyrstu niður- stöður til þess að horfur sjúklinga innan mismunandi hópa séu ólíkar. Hér um mjög athyglisverðar rann- sóknir að ræða sem hugsanlega verða í framtíðinni notaðar auk annarra rannsókna til að segja til um horfur einstakra sjúklinga auk þess að leiðbeina um meðferð með meiri nákvæmni en hægt hefur verið. Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!! Plokkari með ljósi Fæst í apótekum um land allt Ofnæmisprófuð og mild lína sem er sérstkalega þróuð fyrir viðkvæma húð ungbarna Ungbarna andlitskrem – Verndar húðina gegn óæskilegum áhrifum umhverfis og útfjólubláum geislum. Sólarvörn SPF 18, vítamín A&E. Bossakrem – Mýkir og verndar bleyjusvæðið gegn ertingu, útbrotum og þurrki. Býr til verndandi lag á húðina. A&B5 vítamín. Mjög gott á bruna. Bossablautklútar – Handhægir klútar í ferðapakkningu. Húðlæknisfræðilega prófaðir. Úr 100% trefjum. Alkóhól- og litefnalausir. Ph gildi 5,5. Ungbarna baðsápa – Sérlega mild og rakagefandi kremsápa “sápulaus”. Innih. A&E vítamín. Ungbarna sjampó – Milt sjampó (tearless). Hefur góðan ilm og gerir hárið silkimjúkt. Ungbarna húðmjólk – Mild og rakagefandi húðmjólk. Inniheldur E&B5 vítamín. Ph gildi 5,5. Ungbarna olía – Mild olía sem mýkir og hefur róandi áhrif á húðina. Inniheldur A&E vítamín. Sensitive ungbarnalína Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur ALCO-GEL Sótthreinsandi handgel. Engin flörf fyrir sápu og vatn. Fæst í apótekum um land allt. Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska NÝTT Fáðu fæturna mjúka og fína á 2 vikum með Flextiol Útsölustaðir: Fótaaðgerðastofurnar og Snyrtistofurnar Eygló, Paradís, Líf, Jóna og Aníta Vestmannaeyjum, Ásdísar í GB. Spar, Þín verslun Kópavogi, Fjarðarkaup HFJ og Lipurtá, Lyfja, Fótaaðgerðastofa Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.