Fréttablaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 16
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Á móti síun
Hraðbrautar
„Mig langaði að halda almenni-
lega upp á fertugsafmælið mitt
en hins vegar langaði mig ekkert
sérstaklega í blóm, styttur og
þess háttar. Ég spurði þau á
nýrnadeildinni hvort það væri
ekki eitthvað sem vantaði þang-
að. Mér var þá réttur bæklingur
sem innihélt upplýsingar um tæki
sem ég hef þegar pantað,“ segir
Hólmar.
Tækið sem um ræðir er 600
þúsund króna ómsjá. „Hún kemur
til með að nýtast fjölda sjúklinga
á spítalanum, ekki síst nýrna-
veikum,“ segir Hildur Þóra Hall-
björnsdóttir, deildarstjóri á melt-
ingar- og nýrnadeild 13E.
Afmæli Hólmars hefst klukkan
átta á Players á morgun. Hann
segir öllum velkomið að líta inn,
kunnugum jafnt sem ókunnugum.
Gestir eigi þó ekki að hafa með
sér gjafir heldur greiða 2.000
krónur í aðgangseyri. Ágóðinn
verði svo notaður til að standa
straum af tækinu.
„Ég ætla bara að vona að gömlu
skólafélagarnir, krakkarnir úr
dansinum og fleiri sem maður
hefur kynnst láti sjá sig,“ segir
Hólmar og hlær.
Skemmtiatriðin verða ekki af
verri endanum en sjálf Andrea
Jónsdóttir ætlar að þeyta skífum
auk þess sem tónlistarmennirnir
Jónsi og Magni koma fram.
„Ég hef starfað sem húsasmið-
ur hjá Innliti/Útliti og átti smá
greiða inni hjá þeim og tóku þau
vel í að launa hann til baka í
afmælinu,“ segir Hólmar um
ástæður þess að hann hefur feng-
ið til sín svo vinsæla skemmti-
krafta.
„Þetta átti samt aldrei að verða
svona mikið, boltinn bara fór að
rúlla og vatt upp á sig. Nú er svo
komið að fólk sem ég hef ekki séð
í fjölda ára hefur haft samband
við mig og vill leggja málefninu
lið þótt það komist ekki í veisluna,“
segir Hólmar en fyrir það fólk
hefur hann stofnað reikning í
Byr: 1195-05-402889 kennitalan
er 250967-2929.
Safnar fyrir ómsjá á Players
„Þetta var alger snilld. Ég var
djúpt snortinn,“ segir ástralski
rokkblaðamaðurinn Ritchie York
sem dvelur nú á Íslandi og fylgd-
ist með tendrun Friðarsúlu Yoko
Ono í Viðey.
Með Yoko var sonur hennar,
Sean Lennon, auk þess sem
Olivia, ekkja George Harrison,
flaug hingað með syni þeirra
hjóna og sjálfum Ringo Starr til
að vera við athöfnina í Viðey.
„Það var yndislegt að sjá þau
öll saman komin til að styðja
John. Það er frábært að þau haldi
áfram að senda jákvæð skilaboð
– eins og tónlistin þeirra gerði
alla tíð,“ segir Ritchie.
Athygli vakti hversu Ringo
leit vel út og virtist vel á sig
kominn. „En eins og þau öll þá
hefur Ringo átt sín góðu og
slæmu augnablik. Þegar maður
breytir heiminum sem einn af
Bítlunum þá breytir heimurinn
þér líka,“ útskýrir Ritchie.
Rétt fjörutíu ár eru síðan
Ritchie gerðist fyrsti rokkblaða-
maður kanadíska blaðsins Tor-
onto Globe and Mail. Hann er
einmitt hér sem fulltrúi þess
blaðs auk þess að vera á vegum
Fairfax-samtakanna í Ástralíu.
Ritchie segir John Lennon og
Yoko hafa veitt sér innblástur
um það hvernig nota mætti tón-
list til að ná samfélagslegum
markmiðum. Hann hafi starfað
að því að breiða út friðarboð-
skapinn, á svipaðan hátt og Yoko
sé enn að gera. „Það er yndislegt
að sjá Yoko enn að gera svona
dásamlega hluti,“ segir Ritchie
York.
Friðarsúla Yoko er alger snilld
Fólk bregst við slæmum tíðindum á misjafnan hátt.
Hólmar Þór Stefánsson, smiður og samkvæmisdansari,
fékk nýlega þær fréttir að hann væri með nýrnabilun.
Læknar hafa sagt honum að hann eigi að byrja í blóð-
skilun um áramót og verið er að leita að heppilegum
nýrnagjafa. Hólmar sjálfur er svo að skipuleggja mikla
veislu á Players til að safna fyrir tæki sem vantar á Land-
spítalann.
Leyst úr öllum málum Kýrskýrt
Jólaundirbúningur hefst snemma
KVIKMYND EFTIR ALEKSANDR SOKUROV
KLIPPIÐ HÉR!
- Ekkert hlé á góðum myndum
Ekkert hlé Minna af auglýsingum Engin truflun321
2 fyrir 1 allar frumsýningarhelgar gegn framvísun þessarar úrklippu.
FRUMSÝND 12 . OKTÓBER SÝND Í REGNBOGANUM
www.graenaljosid.is - Skráning í Bíóklúbb Græna ljóssins margborgar sig
„Galina Vishnevskaya hefur yfir sér
reisn sviðsleikkonunnar...Sokurov segir
mannlega sögu í litlausum heimi
...ljúfsár og tregablandin mynd.“
- Anna Sveinbjarnardóttir, Morgunblaðið