Fréttablaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 38
 11. OKTÓBER 2007 FIMMTUDAGUR6 fréttablaðið blessuð börnin Börn hafa gaman af að hjálpa til og láta muna um sig. Slík tækifæri gefast oft í sveitinni, til dæmis í réttunum á haustin. Elín Helga Sigurðardóttir átta ára og Hafþór Logi Heiðarsson sex ára voru að handsama fé og draga það í dilka í Hnappavallarétt í Ör- æfum þegar ljósmyndara Frétta- blaðsins bar þar að. „Það getur verið erfitt að ná kindunum en það er spennandi,“ segir Elín Helga svolítið móð eftir átökin. „Maður verður að reyna að króa þær af og henda sér svo á þær,“ segir Hafþór Logi til að út- skýra vinnubrögðin. „Já, og grípa í hornin,“ bætir Elín við. Þau eru kappsöm og iðin að eiga við óþæg- ar kindurnar og láta sig engu skipta þó að þau detti stundum í drulluna. Allt í lagi þó að fötin óhreinkist, þau fara bara í þvottavélina. Elín Helga á heima á Hnappa- völlum. Aðspurð kveðst hún dá- lítið dugleg við bústörfin og segir skemmtilegast af öllu að smala á hesti. „En þegar féð er rekið úr girðingunum hleyp ég og labba,“ útskýrir hún. Hafþór Logi á heima á Höfn en kemur oft í sveitina til ömmu sinnar og annars frænd- fólks. Honum finnst gaman að hjálpa til að reka kindur í réttina og ná þeim þar en hefur ekki próf- að að smala á hesti. „Ég hef samt farið á bak honum Léttfeta hennar Elínar,“ tekur hann fram. Þau Elín Helga og Hafþór Logi eru dálítið rík því þau eiga sínar eigin kindur. „Ég á tvær ær, önnur heitir Glógló og ég er búin að eiga hana alveg síðan ég man eftir mér og fékk tvö lömb undan henni í vor,“ segir Elín Helga. „Ég skírði hina ána mína Fýlu því hún er alltaf í fýlu!“ bætir hún glettin við. Hafþór Logi á líka tvær ær. „Fluga mín eignaðist tvö lömb í vor og stal því þriðja. Svo dó eitt lambið og þá átti hún tvö eftir, hrút og gimbur. Hin ærin mín heitir Ír, hún er undan Flugu og var líka með hrút og gimbur.“ Viðtalið er tekið á sunnudegi og eftir réttarstússið fara börnin heim að undirbúa sig fyrir skóla- vikuna. Elín Helga er í Hofsskóla. Oftast frá klukkan níu til þrjú, nema á föstudögum, þá er hún búin um hádegi. „Ég vakna yfir- leitt klukkan átta því ef ég sef til hálf níu verð ég að vera alveg rosalega fljót að drífa mig í skóla- bílinn,“ segir hún. Hafþór Logi er í 2. bekk Nesja- skóla í Hornafirði og finnst gaman þar. Hann á samt erfitt með að benda á uppáhaldsnámsgrein. „Mér finnst nú skemmtilegast í frímínútunum,“ segir hann og brosir. gun@frettabladid.is Spennandi að ná kindum og draga þær í dilka Það reynir á kraftana að draga fé í dilka en Hafþór Logi og Elín Helga hafa gaman af því. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Góð heilsa og gott líkamsform eykur líkur á heilbrigðri með- göngu. Par í barneignarhugleiðingum ætti að gera allar breytingar til batnað- ar nokkru áður en þær eru fyrir- hugaðar. En ef þið brennið af löng- un í barn akkúrat núna er gott að hafa hugfast að flestum pörum tekst ekki að verða barnshafandi um leið og löngunin kviknar. Oftast líða nokkrir mánuðir þar til kona verður þunguð. Hættið að reykja. Reykingar draga úr frjósemi karla, sem og frjósemi kvenna sem reykja óbeint í gegnum maka sína. Feður sem reykja stefna heilsu barna sinna í hættu, bæði fyrir og eftir fæðingu þeirra, og auka hættu á vöggudauða. Slakið á drykkjunni. Áfengi dreg- ur úr gæðum sæðis og gerir vel heppnaða meðgöngu ólíklegri. Varist streitu. Stress veldur hormónabreytingum sem geta leitt til frjósemisvanda. Klæðið ykkur létt. Sæðisfram- leiðsla er rétt undir venjulegum líkamshita. Forðist heit böð og klæðist boxer-nærbuxum til að auka loftrás í kringum eistun. Borðið vel. Heilbrigt mataræði og regluleg hreyfing minnkar streitu og eykur hreysti. Gætið að vigtinni. Að vera sem næst kjörþyngd eykur líkur á getnaði og gerir meðgönguna þægilegri. Of lítið hold getur komið í veg fyrir getnað, á meðan offita eykur líkur á háþrýstingi og sykursýki á meðgöngu. Hættið að reykja. Reykingar auka líkur á fósturláti, andvana- fæðingu, fæðingu fyrir tímann og lágri fæðingarþyngd. Reyk- ingar á meðgöngu hafa áhrif á alla bernsku barnsins og valda þeim margvíslegum sjúkleika og kvillum. Ekkert áfengi. Sérfræðingar ráðleggja konum að sniðganga áfengi alveg hyggi þær á barn- eignir. Taktu fólínsýru. Fólat er mikil- vægt B-vítamín sem kemur í veg fyrir hryggrauf og sjúkdóma í miðtaugakerfi. Mælt er með inn- töku fólínsýru nokkru áður en getnaður er reyndur. Fólat finnst einnig í grænu grænmeti, app- elsínum, grófkorna brauði og morgunkorni. Stundið kynlíf. Það hljómar auð- vitað augljóst en reglulegt kynlíf eykur líkur á þungun. Reynið að hafa kynmök alla daga frjósemis- tímabilsins. Konur hafa egglos einu sinni í hverjum tíðahring og er getnaður líklegastur fjórtán dögum fyrir næstu blæðingar. Að búa til barn Varist streitu ef barneignir eru á döfinni. K A R L M E N N : K O N U R : A L L T F Y R I R B Ö R N I N - kvef - ofnæmi - eyrnabólga - ennis og kinnholusýking Fæst í apótekum Ég nota Sterimar, það hjálpar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.