Fréttablaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 10
„Áttarðu þig á því hvað þú lítur út fyrir að vera skin- helgur núna,“ sagði David Cameron, leiðtogi breska Íhalds- flokksins, í spurningatíma breska þingsins í gær þar sem Gordon Brown forsætisráðherra sat fyrir svörum. Vikum saman hafa vangaveltur staðið um hvort Brown myndi boða til kosninga innan skamms, ekki síst þar sem skoðanakannanir voru stjórninni í vil. Á laugardag, þegar skoðanakannanir snerust í fyrsta sinn stjórninni í óhag, tók Brown af skarið og sagðist vilja sýna Bret- um hvernig stjórnin ætli að fram- fylgja stefnu sinni. Cameron sagði í þinginu að Brown hafi „enga sann- færingu, aðeins útreikning hags- muna, enga sýn, aðeins tómið eitt.“ Íhaldsmenn gagnrýndu stjórn- ina og Brown einnig harðlega fyrir áform um lækkun erfðaskatts, breytingar á flugvallarskatti og endurskoðun á skattfrelsi útlend- inga sem búa að mestu erlendis en afla tekna í Bretlandi. Þessi þrjú mál voru harðlega gagnrýnd á flokksþingi Íhalds- flokksins í síðustu viku, og áttu sinn þátt í því að staða flokksins batnaði í skoðanakönnunum. „Í síðustu viku missti Brown vin- sældirnar, í þessari viku missti hann siðferðilega stöðu sína,“ sagði Cameron. Ásakanir dynja á Brown Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum á netinu er vandamál sem vitað er að hefur aukist ár frá ári eftir því sem fleiri börn nota netið. Um ræðir annars vegar þau tilvik þegar börn eru ginnt af full- orðnum sem beita þau ofbeldi ýmist með kynferðislegum athöfnum í gegnum vefmyndavélar eða fá börnin til þess að hitta sig. Hins vegar er heimilisofbeldi í vaxandi mæli birt á netinu. Barnaheill stendur fyrir ráð- stefnu í dag undir yfirskriftinni Ný tækni – sama sagan: kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þar munu erlendir og innlendir fræðimenn ræða leiðir til þess að takast á við vandamálið og aðferðir til þess að hjálpa þeim börnum sem beitt eru ofbeldi. „Lögreglan á ekki bara að vera að leita eftir glæpum á netinu held- ur á allt samfélagið að taka höndum saman um að berjast gegn þessu. Þetta er ekki bara tæknilegt vanda- mál, heldur nota 98 prósent barna tölvur og það verður að vera sam- eiginlegur skilningur á vandamál- inu,“ segir Elizabeth Skovgard, framkvæmdastýra Barnaheilla í Noregi. Hún mun fjalla um aðgerð- ir til þess að taka á kynferðislegu ofbeldi gegn börnum á netinu í dag. „Stjórnvöld í Noregi gerðu breyt- ingar á lögum til þess að taka á vandanum. Sett voru ströng lög um barnaklám sem tiltaka allar tegund- ir mynda, texta og hljóðs. Þau hafa reynst mjög góð. Auk þeirra eru svonefnd ginningarlög. Það er nú ólöglegt að hafa samband við barn ef tilgangurinn er að misnota það kynferðislega. Þau lög eru tæki sem lögregla getur beitt áður en ráðist hefur verið á barnið og ekki þarf að bíða þess að glæpurinn hafi verið framinn. Þessi lög eru góður grund- völlur, en virka ekki ein og sér. Mik- ilvægast er að fræða foreldra, því netnotkunin fer að mestu leyti fram innan veggja heimilanna.“ Þá hefur norska fjarskiptafyrir- tækið Pelanore, í samstarfi við lög- regluna í Noregi, útbúið lista yfir 2.600 barnaklámsíður. Þeim var læst og komast norskir notendur ekki inn á þær. Þannig er reynt að stýra eftirspurninni og vonast er til að framboðið minnki. „Það sem er efst á baugi Barna- heilla í Noregi er að fá miðlæga stofnun, þar sem sérfræðingar á öllum sviðum sem tengjast kynferð- islegu ofbeldi á netinu vinna saman að því að koma í veg fyrir glæpina, finna úrræði fyrir bæði fórnarlömb og gerendur og upplýsa samfélagið um hættuna. Á Íslandi hafið þið nú þegar Barnahús – það er góð byrj- un.“ Úrræði gegn netofbeldi Börn eru berskjölduð þegar þau nota netið til fróð- leiks og skemmtunar. Stjórnvöld, kennarar og for- eldrar þurfa að gera sér grein fyrir hættunni. Undirbúningur og mótun kröfugerða er í fullum gangi innan verkalýðshreyfing- arinnar. Trúnaðarmannaráð Rafiðnaðarsambandsins og Samiðnar koma saman í vikulok og VR er að fara af stað með kjarakönnun. „Það er fullsnemmt að segja hvernig kröfugerðin verður,“ segir Gunnar Páll Pálsson, formaður VR. Hann telur sitt fólk meðal annars vilja aukið og sveigjanlegt orlof þar sem orlofsréttur er lengdur um allt að þrjá daga og reglum breytt svo hægt verði að taka vetrarfrí. Vilja lengja orlofið sitt BLESER leggings MOORE hásokkar Kaupauki fylgir vöru frá Oroblu Kynningar á n‡ju vetrarvörunum frá Oroblu í Lyfju Fimmtudag, kl. 14-18 á Smáratorgi Föstudag, kl. 13-17 í Lágmúla Laugardag, kl. 13-17 í Smáralind Um 150 lögreglumenn í óeirðabúningum tóku í gær þátt í aðgerð sem fólst í að yfirbuga nunnur sem yfirtóku klaustur í Póllandi árið 2005 í uppreisn gegn Vatíkaninu. Nunnurnar gerðu uppreisn eftir að skipun barst frá Vatíkaninu um að skipta um abbadís í klaustrinu. Lásasmiður opnaði hlið klaustursins og lögreglu- menn fóru inn og handtóku abbadísina. Því næst var um 65 nunnum fylgt út úr klaustrinu, sem sumar kölluðu „þjónar Satans“ að lögreglunni. Nunnurnar voru reknar úr reglunni sem þær tilheyrðu í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.