Fréttablaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 34
 11. OKTÓBER 2007 FIMMTUDAGUR2 fréttablaðið blessuð börnin Leynifélagið er nýr barna- þáttur á Rás eitt sem heldur reglulega leynifundi í allan vetur. Fyrsti fundur Leynifélagsins var haldinn 10. september síðast- liðinn og tók við af barnaþættinum Vitanum sem hefur verið á dagskrá Ríkisútvarpsins í tæp átta ár. Þær Kristín Eva Þórhallsdóttir og Brynhildur Björnsdóttir leiða fundi Leynifélagsins sem hefjast stundvíslega klukkan átta á kvöld- in, frá sunnudegi til miðvikudags. „Hverjum fundi er útvarpað beint til leynifélaga um allt land. Allir geta gerst leynifélagar en þættirnir eru kannski helst stíl- aðir inn á krakka á aldrinum sex til tíu ára. Einnig mælumst við til þess að fullorðnir hlusti í fylgd með börnum,“ segir Kristín Eva og bætir við að leynifélagar erlendis geti einnig hlustað í gegnum netið bæði í beinni útsendingu og á eldri þætti. „Öll þessi íslensku börn sem búa erlendis, annað hvort vegna starfs eða náms foreldra, geta hlustað og þannig heyrt og haldið við ís- lenskunni. Einnig eru leynifélags- fundir góðir fyrir erlend börn sem eru búsett á Íslandi til þess að þau geti lært málið enn betur,“ segir Kristín Eva. Leynifélags þættirnir eru hálf- tíma langir og taka fyrir allt sem viðkemur börnum og barnamenn- ingu. „Okkur er ekkert óviðkom- andi. Við förum inn í samfélag barna og fylgjumst með því sem þau eru að gera og heyrum í þeim. Við tökum fyrir nýjar bækur, menn- ingu og myndlist, ásamt tómstund- um, sundi, fótbolta og þess háttar. Síðan er alltaf lesin framhaldssaga í hverjum þætti og að þessu sinni er það Elsku Míó minn eftir Astrid Lindgren, sem Þorleifur Hauks- son les. Á sunnudögum hvílum við framhaldssöguna og erum með sérstaka fræðsluþætti. Þar höfum við meðal annars verið að fjalla um jörðina frá ýmsum sjónarhornum,“ útskýrir Kristín Eva. Leynifélagið er á dagskrá klukk- an átta á kvöldin og þar hefur barnaefninu verið seinkað um klukkutíma vegna mikillar eftir- spurnar frá foreldrum og börnum. „Útvarpinu bárust kvartanir vegna þess að barnaefnið var allt- af klukkan sjö. Þá er mikið ann- ríki á heimilum í kringum kvöld- mat og undirbúning fyrir háttinn svo þessu var breytt. Enda hafa foreldrar það hlutverk að draga börnin að viðtækinu og verða að hafa tíma til þess. Núna er hægt að kveikja á tækinu og taka með sér leynifund í háttinn,“ segir Kristín Eva og bætir við: „Langflest- um krökkum finnst gott að hlusta og það er mun rólegri afþreying en sjónvarp og tölvuspil. Þáttur- inn er á rólegu nótunum og gefur ímyndunarafli barnanna lausan tauminn. Síðan endar hann á fram- haldssögunni enda finnst flestum börnum mjög gott að láta lesa fyrir sig fyrir háttinn.“ Leynifélagar geta sent bréf og tölvupóst á leynifélagsfund og Kristín Eva segir þættinum þegar hafa borist mörg skemmtileg bréf. „Við lesum upp úr bréfunum í þættinum svo við hvetjum alla leynifélaga, bæði hérlendis og er- lendis, til að láta í sér heyra.“ Netfangið er leynifelagid@ruv. is og póstfangið er Leynifélagið, RÚV, Efstaleiti 1, 103 Reykjavík. rh@frettabladid.is Algjört leyndó Þær Brynhildur Björnsdóttir og Kristín Eva Þórhallsdóttir leiða fundi Leynifélagsins á Rás eitt í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bangsi bestaskinn Þessi krúttlegi bangsa- strákur er einstaklega mjúkur og er með bakpoka. Fæst einnig í bleikum buxum í Lene Bjerre á 1.610 kr. Bangsasnagi útskorinn úr tré. Tilvalinn fyrir litla fingur að hengja klæðin sín á. Einnig eru til snagar með þremur hönkum. Fæst í Lene Bjerre og kostar 1.500 kr. Flestir hafa einhvern tíma á lífsleiðinni átt sinn uppáhaldsbangsa sem gott var að knúsa og kúldrast með. Mikið úrval er af tuskudýrum í margs konar litum, stærðum og af ýmsum tegundum. Gamli góði bangs- inn stendur hins vegar alltaf fyrir sínu og er kjörinn svefnfélagi með sínar mjúku línur. Auk þess er hægt að fá ýmiss konar fylgihluti með bangsamyndum sem gaman getur verið að prýða barnaherbergi með. - hs Þessi stóri og myndarlegi bangsi er klassískur með sínar mjúku línur og ljósbrúna lit. Hann fæst í Tekk- Company á 7.500 kr. Lítill bangsaengill með silfraða vængi og kodda. Er með hanka sem hægt er að hengja hann upp á. Hann hentar til dæmis vel til að skreyta vöggur eða rúm. Fæst í Lene Bjerre á 980 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.