Fréttablaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 65
 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið saman til æfinga fyrir landsleikinn gegn Lettum á Laugardalsvelli á laugardag, en boðað var til opinnar æfingar á Leiknisvelli í Breiðholtinu í gær. Strákarnir létu rigninguna ekkert á sig fá og léttleikinn var í fyrir- rúmi hjá hópnum. Íslendingar eiga harma að hefna gegn Lettlandi, en Lettar unnu fyrri leik liðanna í Riga 4-0 og Eyj- ólfur Sverrisson, þjálfari lands- liðsins, er því var um sig. „Fyrri leikurinn var mjög opinn og við ætlum að passa okkur að detta ekki aftur í það far, heldur þurfum við að verjast vel eins og við höfum gert í síðustu leikjum. Þeir hafa ekki fengið á sig mörg mörk í keppninni og byggja sinn leik mikið upp á skyndisóknum og því verðum við að passa okkur,“ sagði Eyjólfur sem segist ekki finna fyrir neinni sérstakri pressu fyrir leikinn. „Við viljum fara inn í alla leiki til að vinna þá og það er ekkert öðruvísi með þennan leik. Við þurfum fyrst og fremst að sjá til þess að menn komi rétt stemmdir í leikinn og tilbúnir í verkefnið. Við ætlum okkur sigur í síðasta heimaleiknum í keppninni og halda áfram að reyna að koma inn stöðugleika hjá liðinu,“ sagði Eyjólfur bjartsýnn. Eiður Smári Guðjohnsen, fyrir- liði landsliðsins, er búinn að jafna sig eftir meiðsli og er því spennt- ur fyrir leikinn gegn Lettum. „Ég er ánægður með að vera kominn aftur af stað og aukaæf- ingar hafa verið að hjálpa mér mikið og vonandi fæ ég tækifæri gegn Lettum til að byggja enn frekar upp leikformið hjá mér. Við erum náttúrulega staðráðnir í því að halda áfram því sem við erum búnir að vera að gera upp á síð- kastið,“ sagði Eiður Smári sem veit þó af hættunni sem stafar af leiknum gegn Lettum. „Það er óhætt að segja að við eigum harma að hefna gegn Lett- um, en svona leikir eru yfirleitt þær stundir sem við höfðum vald- ið hve mestum vonbrigðum fram að þessu. Það er að segja þegar fólk býst við sigri af okkur, þá höfum við stundum dottið niður og það er bara eitthvað sem við verð- um að lifa með og draga lærdóm af sem lið,“ sagði Eiður Smári. Eigum harma að hefna gegn LettumN1-deild kvenna í handbolta Þýska deildin í handbolta: Stjörnustúlkur unnu 16-18 seiglusigur á Haukum á Ásvöllum í N1-deild kvenna í gær. Það leit lengi vel út fyrir að heimastúlkur ætluðu að vinna Íslandsmeistarana því Haukaliðið var 11-4 yfir eftir 24 mínútur. Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar tók leikhlé í stöðunni 10-4 og náði greinilega að hrista upp í sínum stúlkum. Þær skoruðu fimm síðustu mörk fyrri hálfleiks og héldu síðan Haukalið- inu í fimm mörkum síðustu 36 mínútur leiksins. „Þetta var eiginlega mjög slakur leikur hjá okkur og við byrjuðum hrikalega. Það er auðvitað búið að vera mikið álag en það er ekki hægt að skýla sér á bak við það. Sóknin var skelfileg og vörnin vann þennan leik í dag enda sést það á lokatölunum. Það er styrkleikamerki að klára leiki sem maður er slakur í og ég er mjög ánægð með að vinna Hauka hér á Ásvöllum því það er alltaf erfitt að spila við Haukastelpurn- ar,“ sagði Rakel Dögg Bragadótt- ir, fyrirliði Stjörnunnar. „Leikmennirnir mínir klára ekki leikinn. Við spiluðum vel í tuttugu mínútur en síðustu 40 mínúturnar eru mjög slakar. Leikmenn voru óöryggir, við skorum aðeins fimm mörk í seinni hálfleik og stelpurnar fóru ekki eftir því sem lagt var upp með,“ sagði Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka sem var heldur ekki ánægð með framlag Ramune Pekarskyte sem skoraði 2 mörk úr 10 skotum og tapaði að auki 8 boltum. „Ég held að þetta sé lélegasti leikur hennar á Íslandi. Það er alveg á hreinu að ég þarf að fá hana í gang,“ sagði Díana. Sóknarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska og í raun aðeins hægt að hrósa markvörð- unum og varnarleiknum. Laima Miliauskaite varði mjög vel í marki Hauka og hjá Stjörnunni var Florentina Grecu líka góð í marinu. Ásdís Sigurðardóttir og Birgit Engl voru einnig öflugar í vörninni. Þær eiga mikið í slökum leik Ramune. Stjörnustúlkur slakar en unnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.