Fréttablaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 20
hagur heimilanna
Hefði eins getað keypt ritvél
Fimm hafa fengið tilnefningu til
Fjöreggs Matvæla- og næringar-
fræðafélags Íslands, sem afhent
verður á Matvæladeginum næst-
komandi þriðjudag. Verðlaunin eru
veitt fyrir lofsvert framtak á mat-
væla- og næringarsviði.
Tilnefningarnar hlutu Áslaug
Traustadóttir, grunnskólakennari í
Rimaskóla, fyrir að auka áhuga
ungs fólks á matargerð með nýstár-
legum aðferðum, Ávaxtabíllinn
fyrir að auðvelda fyrirtækjum og
stofnunum aðgang að ávöxtum og
Fylgifiskar fyrir að gera fisk að
veislumat í huga nútímamannsins.
Móðir náttúra hlaut einnig til-
nefningu fyrir holla máltíð í hand-
hægum umbúðum og Stoðmjólk MS
fyrir járnbætta mjólk sem löguð er
að næringarþörf íslenskra barna.
Meðal þeirra sem halda fyrirlest-
ur á Matvæladeginum eru dr.
Richard Shepherd, sem ræðir um
skilning á hegðun neytenda. Hann
er prófessor í sálfræði og aðstoðar-
forstjóri rannsóknarseturs um mat-
væli og hegðun neytenda við háskól-
ann í Surrey í Bretlandi. Rannsóknir
hans fjalla aðallega um að skilja
hvaða ástæður liggja að baki fæðu-
vali fólks, breytingar á neysluhegð-
un og áhættu í sambandi við mat-
væli.
Fimm Fjöreggstilnefningar
Kólígerlar fundust í miklu
magni í borgurum á nokkr-
um skyndabitastöðum á
höfuðborgarsvæðinu, einum
á Vestfjörðum og á Suður-
landi fundust bæði saurkólí-
og kólígerlar. Kólígerlarnir
gefa til kynna að hreinlæti
sé ábótavant.
Kólígerlar fundust í miklu magni í
hamborgurum og kjúklingaborg-
urum á American Style og Hlölla-
bátum á höfuðborgarsvæðinu, eða
á bilinu 4.900 gerlar upp í 10 þús-
und gerlar í einu grammi. Hjá
American Style fundust jafnframt
tíu saurkólígerlar sem er innan
marka. Sýnin eru metin fullnægj-
andi.
Hjá Aktu taktu í Fellsmúla fund-
ust 4.000 Staphylococcus aureus,
klasasýklar, í einu grammi af ham-
borgara. Það þykir ófullnægjandi
en klasasýklar mynda hitaþolið
eitur og geta valdið matareitrun.
Hjá Tvistinum á Suðurlandi fund-
ust 5.500 kólígerlar í einu grammi
af hamborgara með sósu og káli og
250 saurkólígerlar í einu grammi.
Sú mæling fær einkunnina ófull-
nægjandi. Hjá Hvíldarkletti á Suð-
ureyri fundust 1.100 kólígerlar í
einu grammi af hamborgara með
osti.
Þetta eru helstu niðurstöður eft-
irlitsverkefnis á hollustuháttum í
sjoppum og skyndibitastöðum frá
því í sumar. Í niðurstöðum kemur
fram að örverumat matvælasýna
sé fullnægjandi samkvæmt við-
miðunarreglum Umhverfisstofn-
unar nema í tilfellunum tveimur.
Þetta segir þó ekki alla söguna því
engin regla er til um það hversu
margir kólígerlarnir mega vera,
að sögn Elínar Guðmundsdóttur,
forstöðumanns hjá Umhverfis-
stofnun. Mæling á þeim verður því
alltaf fullnægjandi.
Jóhann Þórarinsson, forstjóri
Foodco, rekstrarfélags American
Style og Aktu taktu, segir að stíft
og virkt eftirlit sé með þrifum og
hreinlæti á stöðum American Style
og Aktu taktu. Hjá Aktu taktu hafi
fundist gerlar í einu sýni af fimm
og það sé ekki marktækt. Heil-
brigðiseftirlitið hafi ekki séð
ástæðu til að koma með athuga-
semd og hreinlætismálin séu því í
lagi. „Ef athugasemdir koma þá
munum við að sjálfsögðu grípa inn
í og bregðast við,“ segir hann.
Birgir Sveinsson, eigandi Tvists-
ins, segir að farið hafi verið yfir
málið, annað sýni tekið og það sýnt
að hreinlætið sé í fínu lagi. Elías
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Hvíldarkletts, segir mælinguna
eiga við um Söluskála N1 á Suður-
eyri og niðurstöðurnar komi sér
verulega á óvart. „Við höfum ekki
fengið neina athugasemd. Við
munum kalla eftir frekari upplýs-
ingum og fara yfir okkar mál.“
Svavar Smárason, framkvæmda-
stjóri Hlöllabáta, segir að þetta
geti ekki átt við um sitt fyrirtæki.
Sýnir skort á hreinlæti
Einar Magnús Magnússon fann
loksins hreinsiefni sem virkar á ryðfrítt
stál, og hlífðarolíu sem auðveldar þrif.
Snyrtifræðingar frá Lancóme sýna þér nýjustu förðunar-
tæknina frá París og aðstoða við val á snyrtivörum.
Haustlitirnir eru mjög fallegir og að sjálfsögðu eru nýir,
spennandi og öðruvísi hlutir með þeim. Að þessu sinni
er það fyrst og fremst Destiny Cube töfrateningurinn
sem inniheldur 2 augnskugga og 2 varaliti.
Flottir kaupaukar fylgja þegar keyptar eru Lancôme
vörur fyrir 5.500 kr. eða meira.
FYRSTI LANCÔME MASKARINN SEM SVEIGIR
AUGNHÁRIN UM 100° OG VEITIR HÁMARKS LENGD
VIRTUÔSE
MASKARI SEM SVEIGIR OG VEITIR HÁMARKS LENGD
N Ý T T
Kynning í Lyf og heilsu Melhaga
og Mjódd, 11. - 12. október