Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.10.2007, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 11.10.2007, Qupperneq 20
hagur heimilanna Hefði eins getað keypt ritvél Fimm hafa fengið tilnefningu til Fjöreggs Matvæla- og næringar- fræðafélags Íslands, sem afhent verður á Matvæladeginum næst- komandi þriðjudag. Verðlaunin eru veitt fyrir lofsvert framtak á mat- væla- og næringarsviði. Tilnefningarnar hlutu Áslaug Traustadóttir, grunnskólakennari í Rimaskóla, fyrir að auka áhuga ungs fólks á matargerð með nýstár- legum aðferðum, Ávaxtabíllinn fyrir að auðvelda fyrirtækjum og stofnunum aðgang að ávöxtum og Fylgifiskar fyrir að gera fisk að veislumat í huga nútímamannsins. Móðir náttúra hlaut einnig til- nefningu fyrir holla máltíð í hand- hægum umbúðum og Stoðmjólk MS fyrir járnbætta mjólk sem löguð er að næringarþörf íslenskra barna. Meðal þeirra sem halda fyrirlest- ur á Matvæladeginum eru dr. Richard Shepherd, sem ræðir um skilning á hegðun neytenda. Hann er prófessor í sálfræði og aðstoðar- forstjóri rannsóknarseturs um mat- væli og hegðun neytenda við háskól- ann í Surrey í Bretlandi. Rannsóknir hans fjalla aðallega um að skilja hvaða ástæður liggja að baki fæðu- vali fólks, breytingar á neysluhegð- un og áhættu í sambandi við mat- væli. Fimm Fjöreggstilnefningar Kólígerlar fundust í miklu magni í borgurum á nokkr- um skyndabitastöðum á höfuðborgarsvæðinu, einum á Vestfjörðum og á Suður- landi fundust bæði saurkólí- og kólígerlar. Kólígerlarnir gefa til kynna að hreinlæti sé ábótavant. Kólígerlar fundust í miklu magni í hamborgurum og kjúklingaborg- urum á American Style og Hlölla- bátum á höfuðborgarsvæðinu, eða á bilinu 4.900 gerlar upp í 10 þús- und gerlar í einu grammi. Hjá American Style fundust jafnframt tíu saurkólígerlar sem er innan marka. Sýnin eru metin fullnægj- andi. Hjá Aktu taktu í Fellsmúla fund- ust 4.000 Staphylococcus aureus, klasasýklar, í einu grammi af ham- borgara. Það þykir ófullnægjandi en klasasýklar mynda hitaþolið eitur og geta valdið matareitrun. Hjá Tvistinum á Suðurlandi fund- ust 5.500 kólígerlar í einu grammi af hamborgara með sósu og káli og 250 saurkólígerlar í einu grammi. Sú mæling fær einkunnina ófull- nægjandi. Hjá Hvíldarkletti á Suð- ureyri fundust 1.100 kólígerlar í einu grammi af hamborgara með osti. Þetta eru helstu niðurstöður eft- irlitsverkefnis á hollustuháttum í sjoppum og skyndibitastöðum frá því í sumar. Í niðurstöðum kemur fram að örverumat matvælasýna sé fullnægjandi samkvæmt við- miðunarreglum Umhverfisstofn- unar nema í tilfellunum tveimur. Þetta segir þó ekki alla söguna því engin regla er til um það hversu margir kólígerlarnir mega vera, að sögn Elínar Guðmundsdóttur, forstöðumanns hjá Umhverfis- stofnun. Mæling á þeim verður því alltaf fullnægjandi. Jóhann Þórarinsson, forstjóri Foodco, rekstrarfélags American Style og Aktu taktu, segir að stíft og virkt eftirlit sé með þrifum og hreinlæti á stöðum American Style og Aktu taktu. Hjá Aktu taktu hafi fundist gerlar í einu sýni af fimm og það sé ekki marktækt. Heil- brigðiseftirlitið hafi ekki séð ástæðu til að koma með athuga- semd og hreinlætismálin séu því í lagi. „Ef athugasemdir koma þá munum við að sjálfsögðu grípa inn í og bregðast við,“ segir hann. Birgir Sveinsson, eigandi Tvists- ins, segir að farið hafi verið yfir málið, annað sýni tekið og það sýnt að hreinlætið sé í fínu lagi. Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hvíldarkletts, segir mælinguna eiga við um Söluskála N1 á Suður- eyri og niðurstöðurnar komi sér verulega á óvart. „Við höfum ekki fengið neina athugasemd. Við munum kalla eftir frekari upplýs- ingum og fara yfir okkar mál.“ Svavar Smárason, framkvæmda- stjóri Hlöllabáta, segir að þetta geti ekki átt við um sitt fyrirtæki. Sýnir skort á hreinlæti Einar Magnús Magnússon fann loksins hreinsiefni sem virkar á ryðfrítt stál, og hlífðarolíu sem auðveldar þrif. Snyrtifræðingar frá Lancóme sýna þér nýjustu förðunar- tæknina frá París og aðstoða við val á snyrtivörum. Haustlitirnir eru mjög fallegir og að sjálfsögðu eru nýir, spennandi og öðruvísi hlutir með þeim. Að þessu sinni er það fyrst og fremst Destiny Cube töfrateningurinn sem inniheldur 2 augnskugga og 2 varaliti. Flottir kaupaukar fylgja þegar keyptar eru Lancôme vörur fyrir 5.500 kr. eða meira. FYRSTI LANCÔME MASKARINN SEM SVEIGIR AUGNHÁRIN UM 100° OG VEITIR HÁMARKS LENGD VIRTUÔSE MASKARI SEM SVEIGIR OG VEITIR HÁMARKS LENGD N Ý T T Kynning í Lyf og heilsu Melhaga og Mjódd, 11. - 12. október
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.