Fréttablaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 56
Handritshöfundar í kvik-
mynda-og sjónvarpsgeira
Bandaríkjanna gætu sett
allt á annan endann ef
þeir ákveða að fara í verk-
fall 1. nóvember. Kvik-
myndaverin gætu sloppið
fyrir horn en sjónvarps-
framleiðendur verða lík-
lega fyrir miklum skaða.
Viðræður milli Samtaka hand-
ritshöfunda og AMPTP, sam-
taka sjónvarps-og kvikmynda-
framleiðenda, hafa siglt í strand
hvað eftir annað og nú síðast á
föstudaginn lauk samningafundi
þeirra eftir aðeins 45 mínútur ef
marka má Reuters-fréttastofuna.
Málið er sagt vera í miklum hnút
og stóru kvikmyndaverin óttast að
framleiðslan kunni að lamast.
Handritshöfundar hafa lengi bar-
ist fyrir auknum greiðslum sér til
handa en þeir telja sig ganga held-
ur snauða frá borði þegar sjón-
varpsþáttum eða kvikmyndum er
dreift á dvd-mynddiskum, á net-
inu eða teknir til endursýninga.
Auk þess sem handritshöfundar
vilja að greiðslum fyrir höfundar-
verkin verði breytt. Hingað til
hafa þær greiðslur borist eftir að
framleiðandinn hefur tekið til sín
allan kostnað og náð inn gróða en
samkvæmt handritshöfundum
reynast þær fjárhæðir sem eftir
standa heldur rýrar. Reiknilíkan
framleiðendanna sé eins og
völundarhús og þegar allt hefur
verið talið saman standi lítið sem
ekkert eftir handa handritshöf-
undinum.
Mikill ótti ríkir nú í Hollywood
því upphaflega var talið að verk-
fallið myndi ekki skella á fyrr en
í sumar. Kvikmyndaverin hafa
því sankað að sér háum bunka af
handritum og látið flestar
umboðsskrifstofur vita að ekki
verði tekið við fleiri hugmyndum
fyrr en lausn er í sjónmáli. Verk-
fallið á eftir að snerta flesta þætti
kvikmynda- og sjónvarpsfram-
leiðslu og munu förðunar-
fræðingar jafnt sem kvik-
myndatökumenn og
leikstjórar standa uppi
án verkefna auk þess
sem menn spá miklu
atvinnuleysi meðal
handritshöfunda. Samtök
handritshöfunda hafa
þegar sent út
atkvæðaseðil
þar sem greiða
á atkvæði um
hvort til verk-
fallsaðgerða
eigi að grípa.
Fulltrúar
AMPTP segj-
ast þegar vera
búnir að gera
ráðstafanir en
fréttaskýrendur
í Hollywood eru á
einu máli um það
að þetta eigi eftir
að reynast Holly-
wood dýrt spaug.
Verkfall hefur ekki verið í kvik-
myndahöfuðborginni síðan 1988
þegar handritshöfundar fóru í
22 vikna verkfall. Þá lamaði það
alla haustframleiðslu sjónvarps-
stöðvanna og hafði mikil áhrif á
kvikmyndaframleiðsluna. Tapið
sem varð vegna þessa verk-
falls var talið nema hálfum
milljarði Bandaríkjadoll-
ara, eða 30 milljörðum
íslenskra króna. Þeir sem
hafa fylgst með gangi mála
telja að þetta verkfall gæti
jafnvel varað mun
lengur og þar af
leiðandi haft
mikil áhrif á
afþreyingariðn-
aðinn.
Hollywood
hefur smám
saman verið
að ná sér
eftir mögur
tímabil í
miðasölunni
og því var farið
að gæta ákveðinn-
ar bjartsýni meðal
kvikmyndaris-
anna. Jafnframt
hafa sjónvarps-
þættir á borð við Grey‘s Ana-
tomy og Desperate Housewifes
náð stjarnfræðilega háu áhorfi
og rakað inn gulli fyrir sjón-
varpsstöðvarnar. Ef verkfallið
skellur á mun það hins vegar
hafa mikil áhrif á þessa þætti og
verða sjónvarpsstöðvarnar þá
að grípa til framleiðslu á raun-
veruleikasjónvarpi sem hefur
sífellt verið að fikra sig neðar og
neðar á áhorfendalistanum.
Þættir með lítið áhorf gætu hins
vegar orðið hvað verst úti og
þeim hreinlega ýtt út af dag-
skránni.
Og þótt kvikmyndaverin seg-
ist hafa verið undirbúin þá er
talið nokkuð augljóst að þau
fylgjast taugaspennt með gangi
mála. Fréttir frá kvikmynda-
borginni benda til þess að kvik-
myndaverin hafi búist við verk-
falli næsta sumar en skelli það á
í nóvember gæti það haft alvar-
legar afleiðingar. Kvikmyndir á
borð við Harry Potter & The
Half Blood Prince og stórmynd-
ina Pompeii auk næstu James
Bond-myndarinnar gætu þurft
að fara annaðhvort mun fyrr í
framleiðslu en áætlað var eða
þeim jafnvel frestað um óákveð-
inn tíma.
Kvikmyndaklúbburinn Græna ljósið
hyggst taka til sýninga þrjár myndir sem
nutu mikilla vinsælda á Alþjóðlegu kvik-
myndahátíðinni í Reykjavík sem lauk á
laugardaginn.
Græna ljósið átti kvikmyndirnar áður en
hátíðin hófst og gaf góðfúslega leyfi sitt
fyrir því að myndirnar yrðu meðal rétta á
hlaðborðinu. Myndirnar voru sýndar
tvisvar til þrisvar á hátíðinni og nú gefst
þeim sem misstu af þessum gæðamyndum
að sjá þær á vegum Græna ljóssins. Mynd-
irnar fengu alls staðar frábæra dóma og
viðtökur hjá áhorfendum RIFF og því
ánægjulegt að boðið verði upp á þennan
möguleika.
Myndirnar þrjár eru rúmenski Cannes-
verðlaunahafinn Fjórir mánuðir, þrjár
vikur og tveir dagar sem hefur fengið ein-
róma lof gagnrýnenda en hún
tekur á því eldfima málefni
sem fóstureyðingar eru,
Himinbrún eftir Faith Akin
með Hönnu Schygulla í aðal-
hlutverki og Aleksandra eftir Alexandr
Sokurov sem leikstjórinn sjálfur hefur lýst
sem stríðsmynd án stríðs.
Sýningar á myndunum hefjast allar
föstudaginn 12. október og fá félagar í
bíóklúbbi Græna ljóssins boðsmiðakóða
sendan í vikunni sem tryggir þeim tvo fría
miða á eina af þessum sýningum.
Áfram með veisluna
Vi
nn
in
ga
r v
er
ða
a
fh
en
di
r h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
óp
av
og
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
ko
m
in
n
í S
M
S
kl
úb
b.
9
9
kr
/s
ke
yt
ið
.
V
SMS
LEIKUR
9. HVER
VINNUR!
SENDU SMS JA GLF
Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR
UNNIÐ BÍÓMIÐA!
VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR,
DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR
OG MARGT FLEIRA!
Frumsýnd 12. október
Dane Cook Jessica Alba Dan Fogler