Fréttablaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 67
 Fyrsta umferð Iceland Express-deildar karla í körfubolta hefst í kvöld kl. 19.15 með fjórum leikjum. Teitur Örlygsson, þjálfari Njarð- víkinga, getur ekki beðið eftir því að mótið hefjist. „Loksins, segi ég bara, sama þótt ég væri svo sem alveg til í að fá aðrar tvær vikur með liðið fyrir mót. Það var mikil óvissa hjá okkur og við komum frekar seint saman en þetta er allt á réttri leið,“ sagði Teitur sem er sérstaklega glaður að fá Friðrik E. Stefánsson aftur til leiks eftir veikindi. „Friðrik verður að finna sig sjálfur í þessu, en hann æfði með okkur á þriðjudag og þá fundum við fyrir því hvað liðið saknaði hans mikið. Hann er ekki bara frá- bær leikmaður, heldur gerir hann líka alla í kringum sig betri. Það eru reyndar miklar breytingar á liðinu og við höfum misst átta leik- menn frá síðasta tímabili, en höfum fengið Ágúst Dearborn, Sverri Þór Sverrisson, Hörð Axel Vilhjálmsson og Charleston Long í staðinn og við gerum bara gott úr þessu,“ sagði Teitur sem býst við hörkuleik á móti Snæfelli. „Við töpuðum fyrir þeim í Powerade-bikarnum um daginn og það verður bara að segjast eins og er að mér fannst þeir vera langt á undan okkur og mun samæfðari. Þeir eru með mjög gott lið og eru eitt af þeim liðum sem geta farið alla leið en deildin er almennt orðin mjög sterk og það verður mikið af járn-í-járn leikjum í vetur,“ sagði Teitur en Njarðvík var á dögunum spáð fjórða sæti af þjálfurum, fyrirliðum og forráða- mönnum liða deildarinnar. Geof Kotila, þjálfari Snæfells, talaði á svipuðum nótum og Teitur. „Ég held að hvert lið verði að mæta ákveðið til leiks í hvern leik, annars tapar það klárlega, vegna þess að það eru núna 7-8 lið sem eiga möguleika á að ná langt,“ sagði Kotila sem fannst þó spá þjálfara, fyrirliða og forráða- manna liða í deildinni, þar sem Snæfellingar voru settir í annað sæti, heldur djörf. „Það er allt of hátt. Powerade- titillinn sem við unnum á dögun- um gegn KR hefur ekkert að segja um deildina í vetur, þar sem liðin eru ekkert komin í gang á þessum tímapunkti, en auðvitað ætlum við að gera okkar besta,“ sagði Geof Kotila að lokum. Fyrsta umferð Iceland Express-deildar karla fer fram í kvöld með fjórum leikjum og hefur KR titilvörnina gegn Fjölni á heimavelli en Njarðvík og Snæfell mætast í stórleik umferðarinnar í Njarðvík. Fjölnismenn hafa fundið nýjan Bandaríkjamann í staðinn fyrir David Fanning, sem yfirgaf liðið eftir stutta veru hér á landi. Nýi maðurinn heitir Karlton Mims og er 27 ára og 189 sm bakvörður sem er að upplagi leikstjórnandi en getur einnig spilað skotbakvörð. Á síðasta tímabili skoraði hann 12,1 stig og gaf 2,8 stoðsendingar að meðaltali með Porvoon Tarmo í finnsku úrvalsdeildinni. Tarmo-liðið endaði í 7. sæti og datt út fyrir verðandi meisturum í Honka í úrslitakeppninni en þar skoraði Mims þó aðeins 5,7 stig að meðaltali og klikkaði á 20 af 26 skotum sínum. Fjölnisliðið með nýjan Kana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.