Fréttablaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 30
Íslenska pönnukökupannan er
ómissandi á hverju heimili. Á
henni eru bakaðar þynnri og
fínlegri pönnukökur en þekkj-
ast meðal annarra þjóða.
Það er hjá Málmsmiðju Ámunda
Sigurðssonar sem íslenska pönnu-
kökupannan verður til. Þar er
Guðmundur Haraldsson renni-
smiður og hreint enginn viðvan-
ingur í faginu. „Ég byrjaði hér
árið 1947 og er búinn að vera í
fullu starfi síðan, fyrir utan eitt
ár sem ég var í Danmörku að læra
verkfærasmíði,“ segir hann.
Spurður hvort hann sé hönnuður
pönnunnar góðu svarar hann af
fullkomnu látleysi. „Já, það kom
algerlega af sjálfu sér. Það vant-
aði pönnur og ég bara smíðaði
mótið.“
Þetta var upp úr miðri síðustu
öld og orðið hönnun varla til á
þeim tíma. Guðmundur sýnir
blaðamanni og ljósmyndara
gríðarmikla maskínu sem
pannan er steypt í og fer
viðurkenningarorð-
um um þá græju.
„Þessi gengur
alltaf. Það var
engin hráka-
smíð á vélum
fyrir sextíu
árum,“ segir
hann og bætir við:
„Í dag eru menn
sektaðir ef vélarnar endast meira
en tíu ár. Þá er ekki hægt að selja
nóg.“
Í næsta herbergi er plast-
steypuvél sem notuð er til að
smíða handfangið á pönnuna.
Handtökin eru mörg við hverja
pönnu því hún er gróf þegar hún
kemur úr steypuvélinni. Því þarf
að stansa hana út og pressa, slípa
vel og vandlega og renna bæði að
utan og innan. „Við getum steypt
allt upp í 600 á einum degi þegar
vel gengur en þá er heilmikil
vinna eftir,“ lýsir Guðmundur og
segir um 3.000 pönnur seljast á
ári gegnum heildsöluna Ásbjörn
Ólafsson. Hvort hann sjálfur
ætli að halda lengi áfram að
smíða svarar hann brosandi:
„Ég hlýt að fara að hætta. Er
að verða 76. En ég er hraust-
ur. Þetta virðist ekki heilsu-
spillandi vinna eða ég svona
baneitraður að það bíti ekkert
á mig.“
Það vantaði pönnur
Kvöldin lengjast og kertin
verða ómissandi.
Með haustinu skapast gullin tæki-
færi fyrir þá sem vilja skreyta
hús sín með kertum. Margir eiga
eflaust lager í skúffum frá síðasta
vetri sem hafa bara batnað við
geymsluna og ekki skortir heldur
úrvalið í verslunum. Kerti í stjök-
um eru alltaf hátíðleg en kubba-
kertin standa stöðugri. Þau geta
líka verið í alls konar lögun, litum
og stærðum. Öruggust eru þó telj-
ósin og krukkur undir þau eru til í
óteljandi gerðum. Þeir sem vilja
ilmkerti velja þau og afar kósí er
að hafa slík á baðinu.
Kveikt á kertum
Grensásvegi 12A
108 Reykjavík
UMBROT
AUGLÝSINGAR
Tökum að okkur að setja upp prentverk, stór sem smá.
Auglýsingar, bækur, blöð, dreifibréf, fréttabréf,
nafnspjöld, tímarit og hvað eina sem þarf að prenta.
Útbúum auglýsingar í alla prentmiðla.
Einnig skjá-, strætisvagna- og skiltaauglýsingar.
Láttu þínar upplýsingar sjást.
sími: 568 1000// frum@frum.is// www.frum.is
Fr
um