Fréttablaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 4
Verslunarmannafélag
Vestmannaeyja hefur sameinast
VR, sem áður hét Verzlunar-
mannafélag Reykjavíkur. Tillaga
þess efnis var samþykkt með
öllum greiddum atkvæðum á
aðalfundi félagsins síðastliðinn
mánudag. Einnig var samþykkt
að stofna sérstaka deild VR í
Vestmannaeyjum.
Í fréttatilkynningu kemur fram
að tvö ár séu liðin síðan sam-
starfssamningur VR og Verslun-
armannafélags Vestmannaeyja
var undirritaður en í honum var
gert ráð fyrir sameiningu eftir
tveggja ára reynslutíma. Hún
hefur nú gengið eftir.
Samþykktu að
sameinast VR
Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val
á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18.
Opið virka daga: 10-18
Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500
Björn Ingi Hrafnsson,
borgarfulltrúi Framsóknarflokks,
vill ekki selja hlut Orkuveitu
Reykjavíkur í Reykjavík Energy
Invest að svo stöddu.
Hann gagnrýndi harðlega sam-
starfsmenn sína í meirihluta borg-
arstjórnar á aukafundi borgar-
stjórnar í gær. Umræða síðustu
daga hefði komið sér á óvart. Hann
hefði ekki átt von á því að það gengi
gegn grundvallarskoðunum sjálf-
stæðismanna að Orkuveitan tæki
þátt í útrásarverkefnum, jafnvel
þótt í þeim fælist áhætta.
Um REI hefði Guðlaugur Þór
Þórðarson, núverandi heilbrigðis-
ráðherra, haft frumkvæði með
stofnun fyrirtækisins. Þetta hefði
Sjálfstæðisflokkurinn stutt með
ráðum og dáð í langan tíma. Björn
Ingi hefði því talið að um þetta væri
þverpólitísk samstaða. Enn meir
undraðist hann að enginn sjálfstæð-
ismaður hefði enn kynnt þessa
grundvallarskoðun fyrir sér.
Stuttu áður á fundinum hafði Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar-
stjóri lýst því að innan ákveðins
tíma yrðu sérfræðingar fengnir til
að ráðleggja hvað yrði gert við REI,
hvernig hlutur Orkuveitu yrði seld-
ur. Kvaðst Björn Ingi vona að um
mismæli hefði verið að ræða hjá
borgarstjóra.
Björn Ingi ætlar að óska eftir því
að borgarlögmaður kanni hvort rétt
sé að aftur verði kallað til þess eig-
endafundar sem samþykkti sam-
runa REI við Geysi Green Energy.
Björk Vilhelmsdóttir og Sigrún
Elsa Smáradóttir úr Samfylkingu
buðu Björn Inga velkominn í banda-
lag um almannahagsmuni Reykja-
víkur og sagði Sigrún Elsa að í
áframhaldandi samstarfi yrði
annaðhvort Framsókn eða Sjálf-
stæðisflokkur „að láta prinsippin
fjúka fyrir völdin“.
Á fundinum gagnrýndi Dagur B.
Eggertsson framgöngu sjálfstæðis-
manna og sérstaklega borgarstjóra.
Sagði hann borgarstjóra rúinn
trausti og taldi að sala á hlut OR í
REI væri í ætt við taugaveiklunar-
kast.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg-
arstjóri virtist ekki síst beina
orðum sínum til eigin borgarfull-
trúa þegar hann í löngu máli lofaði
útrásarverkefni Orkuveitunnar um
árin. Útrásin, í formi Enex, hefði
staðið síðan 1995 og samstaða verið
um hana.
Sjálfstæðismenn hefðu svo stofn-
að REI til að nýta krafta og fjár-
magn einkafyrirtækja og draga úr
ábyrgð og áhættu Orkuveitunnar.
Borgarstjóri gagnrýndi Svandísi
Svavarsdóttur fyrir ummæli sín í
fjölmiðlum en eftir skýringar henn-
ar dró hann orð sín til baka og baðst
afsökunar á þeim.
Hann bauð síðan minnihlutanum
til viðræðna til að fara yfir málið.
Allt skyldi upp á borðið.
Minnihlutinn gaf ekki mikið fyrir
orð Vilhjálms. Dagur B. Eggerts-
son sagði hann búa í Undralandi og
það væri „billega boðið“ að bjóða
minnihlutanum inn í bakherbergin
til uppfræðslu, eftir allt sem á
undan væri gengið. „Hvar eru svör-
in? Hver ber ábyrgð?“ spurði
Dagur.
Í máli Svandísar Svavarsdóttur
kom fram að dómstjóri Héraðs-
dóms Reykjavíkur hefði fallist á að
veita kæru hennar vegna ólögmæts
eigendafundar flýtimeðferð
Margrét Sverrisdóttir, fulltrúi F-
lista, sagðist vilja halda hlutnum í
REI og minnti á að meirihluti borg-
arstjórnar hefur einungis 48 pró-
sent atkvæða á bak við sig.
Meirihluti fyrir að
Orkuveitan eigi REI
Sjálfstæðismenn vilja einir borgarfulltrúa að hlutur Orkuveitunnar í Reykjavík
Energy Invest verði seldur. Aðrir vilja bíða og sjá. Umboðsmaður Alþingis krefst
skýringa. Kæra vegna lögmæti eigendafundar Orkuveitunnar fær flýtimeðferð.
Ríkið á hiklaust að greiða
kostnað við lesblinduleiðréttingu,
og færa má rök fyrir því að það sé
skylda grunn- og framhaldsskóla
að bjóða upp á slíkt, sagði Atli
Gíslason, þingmaður vinstri
grænna.
Atli vakti máls á lesblindu í fyrir-
spurnatíma á Alþingi í gær. Hann
spurði menntamálaráðherra hvort
hún ætli að beita sér fyrir því að
lesblindir nemendur í grunn- og
framhaldsskólum eigi kost á les-
blinduleiðréttingu, sér og foreldr-
um sínum að kostnaðarlausu.
Kostnaður foreldra við grein-
ingu og leiðréttingu fer nærri því
að vera 250 þúsund krónur, sagði
Atli. Mikilvægt sé að bjóða nem-
endum upp á leiðréttingu til þess
að umbreyta náðargáfunni les-
blindu í snilligáfu.
Þorgerður Katrín Gunnarsdótt-
ir menntamálaráðherra sagði
nefnd sem hún skipaði síðla árs í
fyrra hafa lokið störfum, og
framkvæmdahópur hafi í kjöl-
farið verið stofnaður til að koma
tillögum nefndarinnar í fram-
kvæmd.
Ákveðið hafi verið að koma á fót
heimasíðu um lestrarerfiðleika
þar sem nemendur og foreldrar
geti fengið upplýsingar. Auk þess
hafi Námsmatsstofnun verið falið
að breyta samræmdum prófum í
grunnskóla þannig að þar sé
skimað eftir lesblindu.
Kostar foreldra kvartmilljón
Fjárheimildir ráðuneyta á
fjárlagaárinu 2007 verða auknar
um tæplega 16 milljarða króna,
verði frumvarp til fjáraukalaga
sem lagt var fram á Alþingi í gær
samþykkt.
Fram kemur í frumvarpinu að
stærstur hluti aukinna fjárheim-
ilda, 10,7 milljarðar króna, eigi
rætur að rekja til veigamikilla
breytinga á reiknuðum stærðum,
auk ákvörðunar ríkisstjórnarinn-
ar um mótvægisaðgerðir vegna
samdráttar á þorskafla.
Þyngst vega afskriftir 4
milljarða króna skattkrafna, 1,8
milljarða hækkun á framlagi í
Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og 1,3
milljarðar vegna mótvægisað-
gerðanna.
Heimildir ráðu-
neyta auknar