Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.10.2007, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 11.10.2007, Qupperneq 12
Yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar FSB segir að njósnarar á vegum Vesturlanda vinni markvisst að því að grafa undan Rússlandi og sundra því. Sérstaklega segir hann breska njósnara iðna við þann kola. „Stjórnmálamenn sem hugsa í viðjum kalda stríðsins hafa enn áhrif í sumum ríkjum Vestur- landa,“ segir Nikolaí Patrusjev í viðtali sem birtist í gær í vikublað- inu Argumentí i Faktí. „Þeir hafa hreykt sér af því að hafa átt þátt í hruni Sovétríkjanna, og þeir hafa áform um að sundra Rússlandi.“ Viðtalið birtist sama dag og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti er í heimsókn hjá Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Þeir hafa átt nokkra fundi í gær og fyrradag og létu þá ágreiningsefni sín ekki trufla sig mikið. Sarkozy benti meðal annars á ýmis tækifæri til frekara sam- starfs og Pútín tók undir það með Sarkozy að hvetja þurfi Írana til þess að draga fram í dagsljósið allar upplýsingar um áform sín í kjarnorkumálum. Pútín er á leið til Írans í byrjun næstu viku á leiðtogafund Kaspía- hafsríkja. Sarkozy sagði að ferð Pútíns gæti orðið til þess að Íranar sýni meiri samvinnu: „Það er aðal- atriðið. Þetta er mál sem varðar jörðina alla.“ Patrusjev, sem er gamall banda- maður Pútíns, segir hins vegar í viðtalinu að vestrænir njósnarar einbeiti sér sérstaklega að því að sá fræjum óánægju í aðdraganda þingkosninganna í desember og forsetakosninganna í vor. Sérstaklega telur hann að bresk- ir njósnarar séu „ekki aðeins að safna upplýsingum á öllum svið- um, heldur eru þeir líka að reyna að hafa áhrif á þróun innanríkis- stjórnmála í landinu okkar.“ Samskipti Rússlands og Bret- lands hafa versnað að undanförnu, ekki síst eftir að Alexander Litvin- enko, fyrrverandi starfsmaður leyniþjónustunnar FSB, var myrt- ur í London í nóvember síðastliðn- um. Á dánarbeði sínum sakaði hann Pútín forseta um að standa á bak við morðið. Rússar harðneita slíkum ásökunum. Segir vestrið ógna Rússum Meðan forsetar Frakklands og Rússlands áttu fundi í Moskvu sendir yfirmaður rússnesku leyniþjónust- unnar Vesturlöndum kaldar kveðjur. Þjóðverjinn Gerhard Ertl hlýtur Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár fyrir rannsónir á efnahvörfum á yfirborði hluta. Þessar rannsóknir hafa meðal annars aukið skilning manna á því hvers vegna ósonlagið þynn- ist, hvernig efnarafalar framleiða orku án þess að menga, hvernig hvarfakútar hreinsa útblástur bifreiða og hvers vegna járn ryðg- ar. Ertl varð einmitt 71 árs í gær og sagði fréttirnar um Nóbels- verðlaunin vera „bestu afmælis- gjöf í heimi.“ „Ég verð að játa það að ég missti gjörsamlega málið og tárin spruttu fram,“ sagði hann við blaðamenn í Berlín í gær. Á þriðjudag var skýrt frá því að Frakkinn Albert Fert og Þjóðverj- inn Peter Gruenberg myndu deila með sér Nóbelsverðlaununum í eðlisfræði fyrir uppgötvanir sem leiddu til þess að hægt varð að notast við miklu smærri harða diska í tölvum og tónstokkum en áður. „MP3 og iPod iðnaðurinn væri ekki til án þessarar uppgötvun- ar,“ segir Borje Johansson, sem á sæti í sænsku vísindaakademí- unni. Nóbelsverðlaunin verða afhent í Stokkhólmi þann 10. desember.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.