Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.10.2007, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 18.10.2007, Qupperneq 42
 18. OKTÓBER 2007 FIMMTUDAGUR4 fréttablaðið vinnuvélar Vinnuvélanámskeið sem veita réttindi Vinnuvélanámskeið Nýja öku- skólans gefur rétt til prófs á allar gerðir og stærðir vinnu- véla. Það er nauðsynlegt til þess að geta gengist undir verklegt próf á vinnuvélar. Upplýsingar um námið og þætti sem tengjast því má finna á heimasíðu skól- ans, það er www.meiraprof.is. Þar kemur fram að aðeins sautján ára og eldri geti tekið þátt í námskeiðinu. Almenn öku- réttindi eru forsenda þess að geta verið með vinnuvélar í um- ferð utan lokaðra vinnusvæða. Farið verður yfir þætti eins og vinnuvélastjórnun, öryggismál, búnað og vinnutækni, vinnu- brögð með vinnuvélum, vélfræði vinnuvélastjórans, vinnuskýrsl- ur og margt fleira. Kennt er frá klukkan 17 til 22.15 á föstudögum, en 9 til 17 á laugardögum og sunnudögum. Bóklegi hlutinn er áttatíu stundir og með ofanskráðu fyrirkomu- lagi er námskeiðinu lokið á níu námskeiðsdögum, sem teknir eru á þremur helgum. Nemendur ráða síðan hvort þeir kaupa verklegar æfingar á vinnuvélar hjá Nýja ökuskólanum eða ekki. Skólinn getur leigt nem- endum vinnuvélar og kennara með þarfir hvers og eins í huga. Próftaka í verklegum próf- um á vinnuvélar fer fram víða á landinu. Eftirlitsmenn frá Vinnueftirliti ríkisins annast framkvæmd prófsins. Réttinda- flokkarnir eru nokkrir og hver þeirra kostar kr. 2.365 krónur og skírteinið sjálft kostar kr. 3.220 krónur. Próf á lyftara, gröfu og hjóla- skóflu kostar þá að meðtöldu skírteininu 10.315 krónur svo dæmi sé tekið. Upphæðin greið- ist hjá Vinnueftirliti ríkisins við afhendingu skírteinisins. Tekið skal fram að rétturinn til próftöku fyrnist ekki og hægt er að draga próftöku eins lengi og þörf er á. Eins er hægt að bæta í skírteinið síðar meir eftir þörfum. Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag námskeiða og skól- ann almennt má finna á síðunni www.meiraprof.is. Vinnuvélanámskeið Nýja ökuskólans veita starfsréttindi. Á flugvöllum má finna ýmis tæki og tól sem eru fremur ólík því sem gengur og gerist annars staðar. Þau eru sérhönnuð fyrir ákveðnar aðstæður og bera þess merki. Jónas Sveinsson, flugvallarstarfsmað- ur á Akureyrarflugvelli, sagði okkur frá þremur sérstæðum bílum sem notaðir eru á flugvellinum fyrir norðan. Fyrst ber að nefna afísingarbílinn, sem er mikilvægt öryggistæki. „Afísingarbíllinn er notaður til að hreinsa bæði ís og snjó af flugvélum á jörðu niðri þar sem snjór og ís getur dregið mikið úr flughæfni vélarinnar. Á bílnum er blanda af afísingarvökva og vatni, 25 prósent vatn og 75 prósent afísingarvökvi, og hann virkar þannig að maður fer upp í bómu á bílnum og annar keyrir bílinn að vélinni. Síðan lyftir maður sér upp að þeim svæðum sem þarf að afísa og þar eru vökvasprautur eða byssur sem sprauta yfir vélina og hreinsa allt af henni sem getur haft áhrif á flug- hæfnina. Helstu svæðin eru vængir og stél og svo búkurinn ef á því þarf að halda,“ útskýrir Jónas og segir að augljóslega sé helst þörf á bílnum að vetrarlagi. „Bandabíllinn er einfaldlega hjálpar- tæki til þess að ná farangri út úr þotum þegar hólfin eru í töluverðri hæð. Þetta er í rauninni bara færiband á hjólum,“ segir Jónas og segir okkur því næst frá stiga- bílnum: „Stigabíllinn er í raun bara stigi á hjólum sem er notaður á þotur. Hann er þá keyrður upp að vélunum og síðan koma fætur út og halda bílnum stöðugum og hæðarstilling er á stiganum,“ Til að mega vinna á tæki sem þessi þarf að hafa vinnuvélaréttindi og bílpróf. „Maður tekur bóklega námið í vinnuvéla- réttindum og síðan verklegt próf á hvert tæki fyrir sig,“ segir Jónas, sem hefur unnið á Akureyrarflugvelli í þrjú og hálft ár og líkar mjög vel. Tækin eru helst notuð á þoturnar, sem eru í töluverðri hæð frá jörðu og því nauðsynlegt að hafa góð tæki til að auðvelda alla vinnu í kringum þær. Þoturnar koma helst á Akur- eyrarflugvöll á haustin og vorin og síðast- liðin tvö ár hefur Iceland Express verið þar með áætlunarflug á sumrin. Þar sem tækin eru ekki í stöðugri notkun er mikilvægt að fylgjast vel með þeim og sjá til þess að þau virki þegar á hólminn er komið. „Tækjunum er mjög vel við haldið og þess er gætt að þau séu alltaf í toppstandi Þessi tæki eru náttúrlega ekki notuð dag- lega og því mikilvægt að vel sé fylgst með þeim. Þess vegna hafa þau líka enst lengi,“ segir Jónas, ánægður með vinnustaðinn. hrefna@frettabladid.is Sérstök tæki í toppstandi Stigabíllinn er nytsamlegur þegar gengið er frá borði úr þotunum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS Jónas Sveinsson flugvallar- starfsmaður er ánægður í starfi sínu á Akureyrarflug- velli og líkar vel að stýra tækjunum þar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.