Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.10.2007, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 18.10.2007, Qupperneq 76
Eins og alltaf þegar verið er að frumsýna nýtt barnaleikrit er mikil eftirvænting í salnum. Það er eins og verið sé að hlaða upp orku. Sumir skæla svolítið áður en herlegheitin byrja aðrir brölta og þurfa nauðsynlega að skipta um sæti um það leyti sem sýning- in er að byrja fyrir svo utan að úr hverri sætaröð heyrist pískur í fullorðna fólkinu sem er að undir- búa sitt smáfólk undir það sem koma skal. Meðalaldur áhorfenda er líklega varla mikið meira en þriggja ára. Ný leikgerð af Gosa leit dagsins ljós í frumsýningu á samnefndu verki í Borgarleikhúsinu á laugar- daginn. Þessi umfangsmikla sýning skilur því miður eftir sig nokkurn tómleika. Tómleika þrátt fyrir að leikmyndin væri heillandi, bún- ingar fallegir, tónlistin leikin af búlgaskri sinfóniuhljómsveit af bandi á hæsta mögulega styrk og leikarar stóðu sig allir með prýði. Tómleikinn stafaði af því að það vantaði nándina og boðskapurinn um að ekki megi skrökva hvarf í öllum darraðardansinum. Leik- gerð Karls Ágústs Úlfssonar er um margt snilldarvel unnin, en textabreiðurnar voru allt of mikl- ar fyrir þennan áhorfendahóp. Tónlistin er allt of há. Söngur- inn hjá engisprettunni Tuma hverfur eiginlega alveg í upphafs- atriðinu vegna þess að stillingin á þessari tónlist úr stórri dós var allt of há. Reyndar var það gegn- umgangandi í allri sýningunni. Það er eins og menn geri sér ekki grein fyrir að þegar styrkurinn er settur svona upp rýrast hljóm- gæðin og tónlistin er hreinlega ekki eins falleg eins og hún gæti verið. Það eru nokkrar skýrar og spennandi persónur sem fyrir koma í þessu verki. Fólk talar alveg óhemju mikið og er þar akk- illesarhæl sýningarinnar að finna. Það er ekki gott að hafa svona miklar textamottur í barnasýn- ingu, það er betra að gefa í skyn og sýna meira en tala. Gamli góði boðskapurinn sem við flest þekkj- um úr fyrri leikgerðum um Gosa og bókinni, það er að maður má ekki skrökva þá gæti maður lent í því að nefið færi að vaxa all svaka- lega, hverfur eiginlega alveg út þar sem skröksögurnar sem Gosi var að segja um sig í leikhúsinu sem hann starfaði í um stutt skeið voru svo orðmargar að þær fóru algerlega framhjá ungum áhorf- endum þannig að ástæðan fyrir því að hann fékk þetta nef var afskaplega óskýr. Persónurnar eru margar hverjar nokkuð skýr- ar og skemmtilegar. Kattarófétið er skemmtileg skrukka í meðförum Aðalbjargar Árnadóttur. Hún er hnyttin og skýr í framsögn og beitir bæði lík- amanum og andlitinu glettilega. Sama má segja um hinn einfalda samstarfsmann hennar Skolla sem Halldór Gylfason glæðir lífi á einstakan hátt. Pétur Einarsson sem leikur leikhússtjórann vonda kemur fram í sterku og ógnandi gerfi. Jóhann Sigurðarson lék hinn góðhjartaða Jakob, föður Gosa, og hefði mátt sýna hann lengur og meira þennan milda, blíða og góða mann fyrir utan að hann hefur svo frábæra rödd. Kristjana Skúla- dóttir leikur dísina sem öllu getur breytt, en er samt einhvern veg- inn ofaukið í atburðarrásinni. Margar litlar leikhúskonur í saln- um stóðu á öndinni þegar hún birt- ist eins og klippt út úr prinsessu- draumi. Ungu dansararnir stóðu sig listavel. Alls kyns brellur féllu vel í kramið hjá ungum áhorfendum, einkum skrítni karlinn á hafsbotni sem stökk um inni í blöðru sem svo sprakk. Víðir Guðmundsson skilar hlut- verki Gosa með prýði en verður samt ekki sá í sýningunni sem krakkarnir halda með, það hlut- verk fær engisprettukarlinn Tumi sem Sverrir Þór Sverrisson glæð- ir elskulegu lífi. Brellur og klækir og ógnandi skrímsli er það sem ungviðið vill fá. Margbreytileiki sviðsins, bún- inganna og atburðanna eftir hlé var bæði ógnandi og heillandi. Sýningin var helst til of löng, hefði mátt stytta hana mikið og beita sér aðeins fyrir því að ná betra sambandi við áhorfendur. Söngleikjahasar er skemmtilegur þar sem hann á við en hér verða innkomur fjölda manna í hópatr- iðum nokkuð óskýrar ef reynt er að setja sig inn í huga hinna ungu áhorfenda. Það var samin ný tón- list við þessa sýningu og er hún um margt ágæt þó engu að síður sama marki brennd hvað varðar nándina og það að ná til svo ungra áhorfenda. Leikmynd Vytausas Narbutas er mjög heillandi. Hin dramatísku átök við hvalinn stóra á hafsbotni eru líklega það atriði sem flestir áhorfendur rifja upp með sjálfum sér á koddanum þegar heim í ból er komið. Á heildina litið var þetta mikil ævintýraferð og hið stóra svið Borgarleikhússins vel nýtt. GOSI vill verða stjarna! Önnur persónan (þú) sem skáld- konan ávarpar í upphafsorðum bókarinnar er bæði lesandinn og hún sjálf og skiptir um kyn milli kafla rétt eins og ljóðmælandinn (ég) sem er bæði/ýmist „ólöguleg stelpa“ (18) og/eða „villtur“ (25) karlmaður – og vitaskuld skáld- konan sjálf. Þessi kynja- og hlut- verkaskipti eru markviss í bók- inni (stórhuga skessur og vaxandi menn (27)) og ljá henni blóð, eru lífæðin í annars ansi seigfljótandi „kúadellu“ (19), á flatri jörð, og í „borg sem er eins og skrímsli“ (21) innrömmuð fjöllum sem svo eru margflækt í mannlegu/dýrs- legu eðli og amstri að tákn þeirra og myndir eru jafnvel ljóðmæl- anda sjálfum óleyst ráðgáta; „ég minni mig á að ég veit ekki neitt“ (18). Lífið ekki einfalt og sælt eins og segir í gamalli fjallræðu. Fjöllin eru nafngreind, Esja, Hengill, Keilir, Snæfellsjökull o.s.frv. – „fjallvegir“ sömuleiðis (borgargötur sem blasa við sjón- um fjalla) – og goðsagnir þeirra berháttaðar á tvist og bast. Og „eðli fjallanna“ (31), „tilvist þeirra og tilgangur“ (32) er afar víðfljót- andi mannleg kvika – og svellið er jafnvel enn hálla því „húsin við veginn eru (líka) fjöll“ og „fólkið huldufólk“ (11). Öllu ægir saman uns ljóðmælandinn og lesandi hans fá „fjallþunga í herðarnar“ (14, 29) og vita ekki lengur sitt rjúkandi ráð í víkinni: „Því þér líður eins og belju eða báti, þú veist bara ekki hvort“ (19), „beisl- ar stýrið“ og sprettir nykruðu ljóðhrossinu stjórnlausu „út af göflunum“ (21) með urrandi esju- tík í hjólfarinu (13): „Hugsun sem nær ekki enda“ – „ólokin tilraun til fjalls“ kveður réttmæt röddin upp úr með (10). Heimur í hakki, skáldskapur í farsi. Gegndarlaus orð, flæðandi myndmál og misvísandi líkingar. Vaðall í stíl og ofvöxtur hugmynda speglar rótið á götunni og hið innra – ég er „eins og bilað hjart- sláttarlínurit“ (10). Óskapnaður í orði og verki; skepna í manninum, mannskepna í fjallinu – skáldkona með „orðþyrst augu“ (23) skyggn- ist um í strætunum og hleypir púkunum til – eða fjalladrottning dóttir mín „í leit að rótum“ (32) í „tyggjóklessu“ (25) höfuðborgar- innar? Og hvað finnur hún þar? Enga rót en allt sem hugarflugið girn- ist, því hvorki táknrænn fjalla- hringurinn né „herskari svartra regnhunda“ (17) fær tamið afl ímyndunarinnar sem „stígur upp til himna“ með jöklinum sem sjálfur speglar syndir heimsins og blindar saklaus augu, munar ekki um það „...og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða. En fyrst þarf að krossfesta...“ (15) syngur málglaður ljóðmælandinn og beitir þá aflinu hringsælis, gegn sjálfu sér, og þyrlar upp mikilli vindleysu – að aldasið – eða; lífið er sprungið blöðrutyggjó en það er hvellurinn sem gildir, ekki klessan! En þótt hvellurinn sé örsök klessunnar og því í raun innihald- ið (efnið) en hún umbúðirnar (formið) nær hann ekki eyrum ef hann springur um of eða þagnar of fljótt. Ríkulega myndskreytt bók en skáldskapurinn svolítið út um þúfur, ófullburða tilraun til fjalls. Bók sem reynir að segja allt (of mikið). Ljúfur lestur engu að síður og víða fallegur, „með hekl á jaðr- inum...einum dúk frá friði“ (22). Ófrágengin tilraun Írska skáldið Anne Enright hlaut hin eftirsóttu Man Booker-bókmenntaverðlaun í London á þriðjudag fyrir fjórðu skáldsögu sína sem kallast The Gather- ing. Sagan segir frá þremur kynslóðum írskrar fjölskyldu sem safnast saman í kjölfar jarðarfarar fjölskyldumeðlims sem framdi sjálfsmorð. Bókin tekst á við svik, lygar og ofbeldi og hefur verið lýst sem tilfinningaþrunginni og vondaufri. Enright, sem er fyrrverandi sjónvarpsþáttaframleiðandi, hefur sjálf sagt um bókina: „Það má vera að fólk vilji lesa bækur sem framkalla vellíðan og ham- ingju, en slíkir lesendur ættu að forðast bókina mína. Ef líkja ætti henni við aðra menningarafurð kæmist harmsaga úr smiðju Hollywood næst henni.“ Þessi ákvörðun Booker-dómnefndarinnar kom bókmenntaáhugafólki nokkuð í opna skjöldu þar sem önnur verk þóttu mun líklegri til sigurs. Bók Ian McEwan, On Chesil Beach, og bók Lloyd Jones, Mr. Pip, voru álitnar líklegustu vinningshafarnir og hafa báðar selst í töluvert meira magni en bók Enright. Sigur Enright þykir líklegur til að efla umræðu um eiginlegt gildi verðlaunanna. Man Booker- verðlaunin hafa þótt vera með mikilvægustu bókmenntaverðlaunum í heimi, en gagnrýnisraddir hafa heyrst undanfarin ár sem vilja meina að verðlaunin séu ekki í neinu samhengi við áhuga lesenda. Rithöfundurinn Robert Harris, sem hefur sent frá sér nokkrar metsölubækur, er einn þeirra sem telur gildi verðlaunanna ofmetið. Hann telur að rithöf- undar neyðist til að skrifa sorglegar og þungar bækur vilji þeir eiga möguleika á að vinna Man Booker-verðlaunin. „Bækurnar er vel skrifaðar en óspennandi. Lesendur tengja ekki við svona texta“ sagði Harris. Howard Davies, yfirmaður dómnefndarinnar, virti þessar efasemdarraddir að vettugi í ræðu sinni á verðlaunaathöfninni á þriðjudag og sagði dóm- nefndina hafa verið sammála um að bók Enright væri óvenju kraftmikil saga sem lesendur ættu eftir að gleypa í sig. Hann dró enn fremur í efa gagnsemi þeirrar venju sem er landlæg í breskum fjölmiðlum að fá rithöfunda til að sjá um bókmenntagagnrýni. Hann gaf sterklega í skyn í ræðu sinni að þessi siður leiði til þess að rithöfundar myndi með sér eins konar skjallbandalag sem gerir það að verkum að upprennandi og óþekktari höfundar eigi í vandræðum með að koma verkum sínum á fram- færi. Hann sagði lausnina á þessu vandamáli einkum felast í meiri fjölbreytileika meðal bók- menntagagnrýnenda. Fjölskyldusaga fær Booker
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.