Fréttablaðið - 19.10.2007, Side 18

Fréttablaðið - 19.10.2007, Side 18
Björgólfur Guðmundsson, Páll Bragi Kristjónsson og Ragnar Kristjánsson sem dæmdir voru til refsingar í hinu umdeilda Hafskips- máli árið 1991 hafa nú á sínum snærum hóp sagn- fræðinga og lögfræðinga sem ætlað er að velta við hverjum steini í leit að sannleikanum varðandi alla atburðarrásina í málinu. Þeir vilja fá uppreisn æru. Rekstur Hafskips gekk bæði vel og illa í 27 ára sögu félagsins sem hófst 1958. Árið 1977 höfðu skuldir Hafskips við Útvegsbankann hrannast upp. Í árslok 1977 var Björgólfur Guð- mundsson ráðinn forstjóri Haf- skips og meðal hans fyrstu verka var að fá Ragnar Kjartansson sér við hlið. Þeir breyttu meðal annars vörumeðferð og endurýjuðu skipa- stól félagsins auk þess að opna skrifstofur í Bandaríkjunum og í Evrópu. Aðgerðir Björgólfs og Ragnars voru kostnaðarsamar og tekjurn- ar létu á sér standa. Ekki bætti úr skák að samkeppnin harðnaði með endurskipulagningu Eim- skipafélagsins og Hafskip missti flutninga fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Útslagið gerði lækkað verð skipa sem dró úr verðmæti veða sem Útvegs- bankinn hafði fyrir lánum sínum til Hafskips. Þegar leið á árið 1985 þraut þol- inmæði Útvegsbankans. Hafskip var veitt greiðslustöðvun og fyr- irtækið tekið til gjaldþrotaskipta stuttu síðar. Allar götur síðan hefur verið deilt um hvort Haf- skip hafi í raun verið gjaldþrota enda fékkst greitt fyrir um 65 til 70 prósent af kröfunum þegar skiptum lauk átta árum eftir að fyrirtækið fór í þrot. Stjórnendur og helstu eigendur Hafskips voru flestir nátengdir Sjálfstæðisflokknum. Andstæð- ingar flokksins fjölluðu mikið um málið og menn innan Sjálf- stæðisflokksins sem voru and- snúnir flokksbróður sínum Albert Guðmundssyni, fyrrver- andi stjórnarformanni Hafskips, nýttu sér málið til að koma höggi á hann. Eimskipsmenn lögðu sitt af mörkum til að koma Hafskipi á kné. Albert sagði síðar af sér ráðherraembætti þegar upp komst að hann hafði ekki talið greiðslur frá Hafskipi fram til skatts. „Er Hafskip að sökkva?“ var fyrirsögn forsíðugreinar Helgar- póstsins, fimmtudaginn 6. júní 1985. Halldór Halldórsson rit- stjóri skrifaði greinina þar sem skuldastaða Hafskips var sögð mun verri en forsvarsmenn fyrir- tækisins hefðu gefið til kynna. Margar greinar um Hafskip fylgdu í kjölfarið og upphófst umræða á Alþingi um málefni fyrirtækisins. Fóru þar mikinn alþingismennirnir Jón Baldvin Hannibalsson úr Alþýðuflokkn- um og Ólafur Ragnar Grímsson úr Alþýðubandalaginu. Nýr kafli Hafskipsmálsins hófst þegar skiptaráðandi sneri sér til rannsóknarlögreglustjóra. Umfangsmikil lögreglurannsókn hófst og voru fréttir fluttar af handtökum og gæsluvarðhalds- úrskurðum yfir fimm stjórnend- um Hafskips og endurskoðanda félagsins. Þetta var í maí 1986. Í nóvember 1988 voru síðan gefnar út ákærur á hendur sautján mönn- um meðal annars fyrir skjalafals, fjársvik, fjárdrátt, hylmingu og bókhaldsóreglu. Hæstiréttur felldi dóm sinn 5. júní 1991 og sakfelldi Björgólf Guðmundsson forstjóra, Ragnar Kjartansson stjórnarformann, Pál Braga Kristjónsson fram- kvæmdastjóra og Helga Magnús- son, endurskoðanda Hafskips. fréttir og fróðleikur Aðkomu einka- aðila fagnað Hafskip enn komið á flot Strípaður stjórnarskrársáttmáli

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.