Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.10.2007, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 19.10.2007, Qupperneq 20
taekni@frettabladid.is Tónlistin streymir eins og vatn á netinu Leikjasetur hérlendis, þar sem fólk hittist og spilar saman tölvuleiki, hafa lagt upp laupana hvert á fætur öðru undanfarin ár. Það eina sem eftir stendur er Ground Zero við Ingólfs- torg, sem hefur verið starf- andi síðan 2002. Eigandinn segir félagsskapinn og stemninguna trekkja tölvu- leikjaspilara að. „Ég held að helstu ástæðurnar fyrir langlífi okkar séu mikil vinna og góð staðsetning,“ segir Sigurð- ur Jónsson, annar eigandi Ground Zero, leikjasetursins við Ingólfs- torg. „Við höfum rekið okkur á ýmsar þúfur á leiðinni og lærum alltaf af reynslunni. Síðast en ekki síst höfum við stefnt að því að halda verðinu niðri með því að hafa margar tölvur í boði.“ Staðurinn er titlaður leikjasetur og netkaffihús en Sigurður segir flesta koma til að spila leiki. Ein- hver hluti viðskiptavina sé ferða- menn sem þurfa að komast á netið, og staðsetningunni sé helst að þakka fyrir það. „Við erum með ansi breiðan hóp af fólki sem kemur hingað að spila, alveg frá unglingum og upp í fólk á þrítugsaldri. Flestir eru að spila Counter-Strike, Battlefield 2142 og World of Warcraft. Það eru stærstu leikirnir.“ Staðurinn státar af fimmtíu tölvum en Sigurður segir áformað að skipta þeim öllum út fyrir nýjar. „Við erum að uppfæra til að tölvurnar ráði við nýjustu leikina, og ætlum að fjölga þeim í 64 á næstu vikum.“ En hvers vegna fer fólk í leikja- setur til að spila tölvuleiki þegar það getur spilað þá heima hjá sér? Sigurður segir að sumir spili í Ground Zero einmitt til þess að þurfa ekki að eiga og viðhalda tölvu heima hjá sér sem er hæf til að spila nýjustu leikina, en félags- skapurinn og stemningin dragi fólk líka að. „Mikið af fólkinu sem spilar hérna á mjög góðar tölvur heima hjá sér en kemur hingað út af félagsskapnum. Þó að menn séu að koma einir þá er ákveðin stemn- ing hérna inni sem er ekkert heima hjá þér. Fólk talar saman og kynn- ist hvert öðru út frá þessum leikj- um sem er verið að spila.“ Sækja í félagsskapinn og tölvuleikjastemninguna Leopard, nýjasta útgáfa Mac OS X stýrikerfisins frá Apple, kemur út þann 26. október næstkomandi. Útgáfu þess var frestað um fjóra mánuði vegna vinnu Apple við iPhone-símann, en nú er fimmta uppfærsla stýrikerfisins loksins á leiðinni. Meðal helstu nýjunga í Leopard er Time Machine, forrit sem tekur reglulega afrit af gögnum tölv- unnar og leyfir notandanum að skoða eldri útgáfur skjala, nýtt Finder-skráaskoðunarforrit og Spaces, forrit sem býr til „skjá- borðsrými“ þannig að hægt sé að koma betra skipulagi á forritin sem eru í gangi. Mac OS X er arftaki uppruna- lega Mac OS stýrikerfisins, og kom fyrsta útgáfan út árið 2001. Uppfærslurnar, sem koma á eins til tveggja ára fresti, eru yfirleitt nefndar eftir stórum kattardýrum eins og Cheetah, Jaguar, Panther og Tiger. Ólíkt nýjustu útgáfu Windows- stýrikerfisins, Vista, er Leopard aðeins til í einni heimilisútgáfu sem fylgir öllum seldum Macintosh-tölvum. Eitt leyfi kost- ar 12.900 krónur í Apple IMC. Þvottavél verð frá kr.: 99.900 Íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar Stórt hurðarop 20 ára ending Eirvík kynnir sportlínuna frá Miele Miele gæði AFSLÁTTUR30%
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.