Fréttablaðið - 19.10.2007, Síða 22
[Hlutabréf]
Gengi hlutabréfa lækkaði á fjár-
málamörkuðum í Bandaríkjunum
í gær eftir að Bank of America,
næststærsti banki landsins, skil-
aði inn lélegra uppgjöri fyrir
afkomuna á þriðja ársfjórðungi en
reiknað hafði verið með.
Hagnaður bankans nam 3,7
milljörðum dala, jafnvirði rúmra
222 milljarða króna, samanborið
við 5,4 milljarða dala í fyrra. Þetta
er 32 prósenta samdráttur á milli
ára og talsvert undir væntingum.
Markaðsaðilar höfðu reiknað með
því að hagnaður á hlut myndi
nema 1,06 dölum en raunin varð
hins vegar önnur, 82 sent.
Gengi bréfa í bankanum féll í
kjölfarið um 3,5 prósent á hluta-
bréfamarkaði en lélegar afkomu-
tölur fjármálafyrirtækja vestan-
hafs skýra að mestu neikvæð áhrif
á gengi hlutabréfa í gær.
Greinendur telja nú meiri líkur
en minni á að vandræði banda-
rískra fjármálastofnana á borð við
Bank of America geti leitt til þess
að seðlabanki Bandaríkjanna
lækki stýrivexti á næsta fundi
sínum í lok þessa mánaðar.
Lélegt uppgjör
lækkar markaðinn
Landsbankinn hefur fengið að
rýna í uppgjör írska sparisjóðsins
og fasteignalánafélagsins Irish
Nationwide Building Society
(INBS) fyrir fyrri hluta ársins.
Hann hefur óskað eftir afkomutöl-
um fyrir árið allt gangi sala á
sparisjóðnum ekki eftir fyrir árs-
lok, að sögn írska dagblaðsins
Irish Times. Tinna Molphy, fjár-
festatengill Landsbankans, vildi
ekki tjá sig um fréttir írskra fjöl-
miðla af málinu þegar eftir því
var leitað í gær.
Uppgjör INBS fyrir afkomuna á
þriðja ársfjórðungi hefur ekki
verið birt. Blaðið hefur hins vegar
eftir heimildum að afkoman hafi
verið góð þrátt fyrir óróleika á
fjármálamarkaði upp á síðkastið
og geti svo farið að Landsbankinn
verði að leggja fram hærra yfir-
tökutilboð en rætt hafi verið um.
Írskir fjölmiðlar hafa fram til
þessa sagt tilboðið geta numið
einum milljarði evra, jafnvirði 85
milljarða króna en líkur eru nú á
að það muni ríma við eignastöðu
sparisjóðsins, sem hleypur á 1,3 til
1,5 milljörðum evra, tæpum 130
milljörðum króna hið mesta.
Landsbankinn vill
ársreikninga INBS
Eftirlitsstofnun EFTA,
ESA, er að kanna hvort lög
um kynjakvóta í stjórnir
skráðra fyrirtækja í Noregi
gangi gegn Evrópurétti.
Hefur ESA óskað eftir upp-
lýsingum frá norsku ríkis-
stjórninni í því sambandi.
„Mín skoðun er sú að lagasetning
sé þrautalending og fyrst beri að
skoða allar aðrar leiðir að því sjálf-
sagða markmiði að jafna hlut
kvenna og karla í stjórnum
íslenskra fyrirtækja,“ sagði Björg-
vin G. Sigurðsson viðskiptaráð-
herra á fundi Félags viðskipta- og
hagfræðinga og Frjálsrar
verslunar í gær.
Félög Kaupþings og Glitnis eru
meðal þeirra félaga sem Karita
Bekkemellem, jafnréttisráðherra
Noregs, hefur hótað að loka upp-
fylli þau ekki lög sem kveða á um
að hvort kynið um sig skuli skipa
að minnsta kosti fjörutíu prósent
stjórnarsæta í skráðum félögum.
Lögin taka gildi um næstu ára-
móti og segir Karita að þau fyrir-
tæki sem uppfylli ekki ákvæði
laganna muni fyrst fá bréf þar
sem krafist verði úrbóta. For-
svarsmenn fyrirtækjanna hafi þá
fjórar vikur til að bregðast við. Í
kringum mars á næsta ári verði
svo látið til skara skríða verði
engar breytingar gerðar.
Jan Petter Sissener, forstjóri
Kaupþings í Noregi, segir að ekki
hafi enn verið brugðist við þess-
um tilmælum. Á stjórnarfundi
Kaupþings 30. október næstkom-
andi verði tekin ákvörðun um
hvort félagið í Noregi muni heyra
undir Kaupþing á Íslandi, sem þá
þurfi ekki að lúta þessum reglum.
Mikilvægt sé í þessu sambandi að
félagið sé að öllu leyti í eigu Kaup-
þings á Íslandi. Verði það ekki
gert verði að sjálfsögðu farið að
norskum lögum og tvær konur til-
nefndar í stjórnina.
Sissener segir marga í Noregi
styðja þessa stefnu norskra stjórn-
valda þó að margir gagnrýni hana
og segi að það eigi að vera í verka-
hring hluthafa og stjórnenda að
skipa stjórnir fyrirtækjanna.
Pétur Þ. Óskarsson, forstöðu-
maður hjá Glitni, segir að bankinn
muni að sjálfsögðu fylgja norsk-
um lögum í hvívetna. Eftir laga-
breytingarnar um áramótin verði
gerðar nauðsynlegar breytingar
til að uppfylla skilyrði sem stjórn-
völd hafi ákveðið að setja.
„Noregur er eina landið sem
mér er kunnugt um sem tekið
hefur upp kynjakvóta í atvinnulíf-
inu með lögum,“ sagði viðskipta-
ráðherra í gær. „Þar eru aðstæður
einnig allsérstakar þar sem norska
ríkið á sextíu prósent hlutafjár í
markaðsskráðum fyrirtækjum og
ráðandi hlut í sjö af tíu stærstu
fyrirtækjum landsins.“
Eftirlitsstofnun kannar
lögmæti kynjakvóta
Peningaskápurinn ...
Draga mun úr því ójafnvægi sem
skapast hefur með háum vöxtum,
miklum viðskiptahalla og íþyngj-
andi erlendum skuldum á næstu
árum segir í nýrri hagspá ASÍ. Í
stað hagvaxtar sem byggir á mikl-
um fjárfestingum og einkaneyslu
muni hagvöxtur vegna útflutnings
taka við. Hagvöxtur verði minni
en undanfarin ár en þó viðunandi.
Í spánni er gert ráð fyrir að
krónan verði áfram sterk fram á
mitt næsta ár. Þá muni vaxtamun-
ur við útlönd minnka og áhugi
erlendra fjárfesta á krónunni
dvína. Gengisvísitalan verði þá á
bilinu 118 til 123 stig.
Spáð er hárri verðbólgu fram á
næsta ár. Búast megi við verð-
bólguskoti í kjölfar veikingar
krónunnar á seinni hluta ársins
2008. Verðbólgan hjaðni svo hratt.
Líkur séu á að 2,5 prósenta verð-
bólgumarkmið Seðlabanka Íslands
náist á miðju ári 2009.
Útflutningur mun
knýja hagvöxtinn
AMR, móðurfélag bandaríska
flugfélagsins American Airlines,
hagnaðist um 175 milljónir Banda-
ríkjadala, jafnvirði 10,5 milljarða
íslenskra króna, á fyrstu þremur
mánuðum ársins samanborið við
15 milljónir dala á sama tíma í
fyrra. Þetta er betri afkoma en
markaðsaðilar gerðu ráð fyrir.
FL Group, sem á rúman níu pró-
senta hlut í AMR og næststærsti
hluthafi þess, sendi stjórn flug-
félagsins harðort bréf í síðasta
mánuði þar sem þrýst var á leiðir
til að auka virði
eigna félagsins,
svo sem með
aðskilnaði
Advantage,
vildarklúbbs
AMR, frá félag-
inu. Tillögurnar
fengu jákvæðar
undirtektir á
símafundi
félagsins í gær.
„Við erum
ánægðir enda sýnir þetta að
þrýstingur okkar á stjórn AMR
hefur skilað árangri,“ segir Hall-
dór Kristmannsson, fram-
kvæmdastjóri samskiptasviðs FL
Group. Hann bætir við að fleiri
leiðir séu í skoðun hjá AMR.
Gengi bréfa í AMR rauk upp um
rúm fjögur prósent á fjármála-
mörkuðum vestanhafs á miðviku-
dag en lækkaði um rúm tvö pró-
sent við opnun markaða í gær og
stóð við 24,5 dali á hlut um miðjan
dag.
Þrýstingur á AMR að skila sér