Fréttablaðið - 19.10.2007, Side 28

Fréttablaðið - 19.10.2007, Side 28
Dögurður á Thorvaldsen bar er skemmtileg viðbót við vax- andi matarmenningu í miðbæ Reykjavíkur. „Við leggjum mikið upp úr því að bjóða upp á góðan og ferskan mat og skapa heimilislega stemningu. Síðan matreiðum við allt sjálf. Ekkert er aðkeypt nema samloku- og snittubrauðin. Eplakakan bygg- ist til dæmis á fjölskylduuppskrift og svo er enginn staður með neitt í líkingu við pönnukökurnar okkar.“ Þetta hefur Ingólfur Þorsteins- son, yfirkokkur Thorvaldsen bar, um „brunch“- eða dögurðarhlað- borð staðarins að segja, sem var nýlega hleypt af stokkunum við góðar undirtektir og er opið frá klukkan 11.30 til 15.00 allar helgar. „Við erum mjög sátt, þar sem ekki er annað hægt að segja en aðsóknin hafi verið góð,“ viður- kennir hann. „Enda erum við eini staðurinn í miðbænum sem býður upp á dögurð eftir því sem ég best veit, þótt nokkrir séu með morgun- verðarhlaðborð.“ Gott úrval á sjálfsagt sinn þátt í aðsókninni, þar sem borðin svigna undan kræsingum á borð við pönnukökur, beikonrúllur, eggja- hræru, barbeque-rif, sultu, sýróp, ávaxtasafa og margt, margt fleira. Dögurður á Thorvaldsen bar er því augljóslega himnaríki fyrir sælkera. Þeir sem vilja passa upp á kaloríurnar ættu sjálfsagt að leita annað. Himnaríki fyrir sælkera NÝJAR OG BETRI JÚMBÓ HYRNUR Í NÆSTU VERSLUN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.