Fréttablaðið - 19.10.2007, Síða 32

Fréttablaðið - 19.10.2007, Síða 32
BLS. 2 | sirkus | 19. OKTÓBER 2007 Heyrst hefur… Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@frettabladid.is Forsíðumynd Anton Brink Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is Sirkusblaðið Skaftahlíð 24 105 Reykjavík, sími 512 5000 Sölustjóri Bergur Hjaltested 512 5466 bergurh@365.is Dísella, sem býr í Bandaríkj- unum, mun gefa út plötu í lok mánaðarins og það eru spennandi tímar fram undan hjá þessari hæfileikaríku stelpu. „Metropolitan-óperan er toppurinn,“ segir söngkonan Dísella Lárusdóttir, sem er að gera góða hluti í Bandaríkj- unum. Langþráður draumur Dísellu, sem býr í New Jersey, er að rætast en hún er komin með starfssamning í Metropolitan-óperunni í New York sem þykir eitt allra flottasta óperuhús í heimi. „Ég verð til vara. Hin ástralska Rachelle Durkin er að syngja en ef hún verður veik mun ég taka við,“ segir Dísella og bætir við að um mjög stórt skref fyrir hana sé að ræða en æfingar munu hefjast í mars á næsta ári. Dísella mun halda sóló-tónleika í Merkin Hall í New York í febrúar og með Philadelpiu Orcestra í janúar þar sem hún mun meðal annars syngja með tónlistarmanninum Billy Joel svo það eru spennandi tímar fram undan. „Það er allavega nóg að gera,“ segir hún hlæjandi en Dísella var stödd á Íslandi í vikunni og hélt tónleika í Mosfellsbæ. „Maður á alltaf að byrja þaðan sem maður kemur og ég fékk að syngja fyrir Mosfellinga um síðustu helgi sem var æðislegt,“ segir Dísella, sem er ekki með umboðsmann. „Ég er að vinna í að finna mér einhvern sem ég get treyst en annars hef ég séð um mín mál sjálf og hlutirnir hafa gerst mest af sjálfu sér. Þetta er samt allt mjög súrrealískt,“ segir hún brosandi en plata Dísellu, Solo Noi, kemur út í lok mánaðarins. indiana@frettabladid.isr SÖNGKONAN DÍSELLA LÁRUSDÓTTIR ER KOMIN MEÐ STARFSSAMNING VIÐ METROPOLITAN-ÓPERUNA Í NEW YORK. SÚRREALÍSK VELGENGNI „Ég er að vinna í að finna mér einhvern sem ég get treyst en annars hef ég séð um mín mál sjálf og hlutirnir hafa gerst mest af sjálfu sér. Þetta er samt allt mjög súrrealískt,“ segir Dísella brosandi. SYNGUR MEÐ BILLY JOEL Birgitta Haukdal söngkona MORGUNMATURINN: Það er æðislegt að fara í „brunch“ á Vox á sunnudögum ef maður vill gera vel við sig. Alveg geggjað hlaðborð. Annars er voðalega notalegt að borða morgunmat heima með manninum. Nýkreistur gulrótarsafi, Cheerios og rúnstykki er sennilega það sem er oftast á matseðlinum hjá mér. SKYNDIBITINN: Sushi er það ALLRA ALLRA BESTA sem ég fæ. Sushi-train í Iðuhúsinu er mjög gott og fljótlegt. Fæ bara vatn í munninn við að hugsa um það. Ég segi alltaf að ég sé „Sushaholic“ og „Chocoaholic“, sushi og Godiva-súkkulaði. Eitthvað sem ég get ekki staðist. LÍKAMSRÆKTIN: Ég „Þetta er æskudraumur að verða að veruleika,“ segir Böðvar Rafn Reynis- son, söngvari Dalton, en hann og söngkonan Tinna Marína Jónsdóttir flytja lagið Á ballið sem Barði Jóhanns- son hefur samið fyrir Laugardagslög- in, undankeppni Eurovisionkeppn- innar. Listamennirnir þrír eru afar ólíkir en Tinna Marína segir hópinn hafa skemmt sér vel og Böddi tekur undir: „Þetta er heilbrigt samstarf og mjög hressandi. Barði er svo hress og skemmtilegur og frjór í hugsun svo það kom aldrei neitt annað til greina en að taka þátt þegar hann hafði sam- band við okkur,“ segir Böddi og bætir við að hann hafi alltaf haft gaman af Eurovision en að nú sé hann 100 pró- sent aðdáandi. „Hingað til hefur það ekki verið draumur hjá mér að taka þátt í Eurovision en mér finnst ofsa- lega gaman að komast aftur á svið. Það væri gaman að fara að gera eitt- hvað meira,“ segir Tinna Marína og bætir við að þetta sé virkilega spenn- andi verkefni. Spurð um lagið segja þau bæði að áhorfendur verði að dæma á laugardaginn. „Lagið á örugg- lega eftir að koma á óvart. Þetta er lík- lega frægasta lag sem enginn hefur heyrt og líkurnar á að við komumst áfram eru yfirgnæfandi,“ segir Böddi. indiana@frettabladid.is TINNA MARÍNA OG BÖDDI Í DALTON SYNGJA LAG BARÐA JÓHANNSSONAR Í UNDANKEPPNI EUROVISION. Frægasta lag sem enginn hefur heyrt TINNA MARÍNA OG BÖDDI Í DALTON „Þetta er líklega frægasta lag sem enginn hefur heyrt og líkurnar á að við komumst áfram eru yfirgnæfandi,“ segir Böddi. SIR K USM YN D /VALLI … að söngvarinn Björn Jörundur Friðbjörnsson sitji ekki auðum höndum því hann hefur ráðið sig til starfa á auglýsingastofuna Pipar sem er í eigu stuðboltanna Valla sport og Sigga Hlö. Björn Jörundur hefur samið marga ódauð- lega texta með hljómsveitinni Nýdönsk í gegnum tíðina og ætti því ekki að eiga í vandræðum með að hamra saman vel valin orð í þágu auglýsingaiðnaðarins. Nýjasti smellur Nýdanskr- ar, Verðbólgin augu, gefur til kynna að Björn sé ferskur sem norðanvindurinn enda verðbólgunni líkt við lúna húsmóður. … að nýi skemmtistaðurinn sem státar af 30 fermetra bar eigi að að heita Apótek. Eigendur staðarins, Gunnar Traustason og Garðar Kjartansson, lágu undir feldi í tvo mánuði og eftir miklar vangaveltur varð þetta útkoman. Vanafastir kúnnar Apóteksins ættu því að gleðjast, það eina sem þeir verða að hafa hugfast er að mæta á dansskónum því nýja Apótekið verður skemmtistaður með dansgólfi og öllu tilheyrandi. Syngjandi nautnaseggur stunda æfingar í Laugum. Þar er virkilega gott að vera og alveg ómissandi að fara í gufurnar og pottinn á eftir. Ég tala nú ekki um að geta farið og lagt sig eftir strembinn dag í hvíldarherberginu. Ég er ansi mikill nautnaseggur. RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA: Uppáhaldsveit- ingastaðurinn minn er Nobu í London. Sá staður er einn af þeim þar sem maturinn er svo góður að þú brosir allan hringinn meðan á máltíð stendur. En hér heima er Vox sennilega sá staður sem maður fer á til að gera vel við sig í mat og drykk. Svo fer ég oft á Domo eða Sjávarkjallarann til að fá mér sushi. VERSLUNIN: Ég er mikil glingurkona og fatafrík þannig að ég fer alltaf reglulega í Kiss í Kringlunni þar sem hún Stína tekur alltaf svo vel á móti mér og sýnir mér það flottasta. Síðan versla ég mikið í Karen Millen sem er mjög klassísk og flott. Rek svo nefið inn í Coast og Oasis þegar ég geng þar fram hjá.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.