Fréttablaðið - 19.10.2007, Qupperneq 42
19. OKTÓBER 2007 FÖSTUDAGUR
Ragnheiður Gísladóttir, versl-
unarstjóri hjá Kaffitári í Banka-
stræti, segir kaffimenninguna
í landinu vera í uppsveiflu
og hraðri þróun. Hún gefur
uppskriftir að fjórum kaffi- og
tedrykkjum.
„Það er svakaleg uppsveifla í
kaffimenningunni eins og allir
vita en svo hefur líka verið mikil
þróun að undanförnu enda fylgj-
umst við Íslendingar vel með
henni eins og öðru,“ segir Ragn-
heiður og bætir því við að eins
séu mjög árstíðabundnar sveifl-
ur áberandi. „Núna er sumarið
búið og þá var mikið um ískaffi
og slíkt. Svo þegar komið er inn
í haustið eru allir voðalega með-
vitaðir um heilsuna þannig að við
finnum fyrir aukinni eftirspurn
eftir soja auk þess sem fólk fer
frekar að kaupa te og draga úr
kaffidrykkju.“
Ragnheiður segir algjöra há-
menningu ríkjandi í kaffi- og te-
drykkju í miðbænum og að þar
sé fólk mjög meðvitað um hvað
sé í boði. „Svo þegar maður fer
annað þá sér maður að þar er
allt annar taktur,“ segir Ragn-
heiður og nefnir sem dæmi þau
þrjú kaffihús Kaffitárs sem hún
stýrir; í Bankastræti, á Lista-
safni Íslands og í Lágmúla. „Það
er mikill munur á þekkingu við-
skiptavinanna á þessum þremur
stöðum og má segja að sérvisk-
an sé í botni í miðbænum. Við
höfum mjög gaman af því og njót-
um þess þegar fólk lætur vita af
þekkingu sinni og fróðleik því í
grunninn vitum við að vitneskj-
an er frá okkur komin enda vilj-
um við að sjálfsögðu meina að við
séum frumkvöðlar,“ segir Ragn-
heiður og hlær.
sigridurh@frettabladid.is
Kaffimenning í
uppsveiflu
Kaffitedrykkurinn Drekafluga er hann-
aður af Önnu Sóleyju Ásmundsdóttur
kaffibarþjóni og er skemmtileg blanda
af tei og kaffi. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Flensudrykkurinn Græna herbergið
er mjög vinsæll á haustin eins og aðrir
tedrykkir þegar fólk er með hálsbólgu
og kvef.
Súkkulaðimúsin frá Kaffitári er eðal-eftirréttur að sögn Ragnheiðar. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Ragnheiður Gísladóttir, verslunarstjóri í Kaffitári, sýpur á espressó með engifer og
súkkulaði fyrir utan Kaffitár í Bankastræti en hún hannaði drykkinn sjálf.
Áleitið verk um ástina.
Nýr sýningatími 31. okt og
1. nóv kl. 14.
Þjóðleikhúsið
Á öllum sviðum lífsins
Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00
mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00.
Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga.
Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is
Hamskiptin
eftir Franz Kafka
„Nýstárleg og skemmtileg
leiksýning“. Elísabet Brekkan, Fréttablaðið
Síðasta sýning 1. desember.
Gott kvöld
eftir Áslaugu Jónsdóttur
„Gott kvöld er eins konar
lofgjörð til ímyndunaraflsins,
lýsing á lækningarmætti þess
og krafti.“ Jón Viðar Jónsson, DV
Örfá sæti laus um helgina.
Hjónabands-
glæpir
eftir Eric-Emmanuel Schmitt
söngleikur eftir Hugleik Dagsson og Flís
LEG
Aðrar sýningar um helgina:
KAFKA OG SONUR, magnaður einleikur um samband
Franz Kafka við föður sinn.
ÓHAPP! eftir Bjarna Jónsson. Krassandi verk úr íslenskum
veruleika.
Yfir 9.000 áhorfendur!
12 Grímutilnefningar.
Frábær skemmtun fyrir
ungmenni á öllum aldri!