Fréttablaðið - 19.10.2007, Side 70

Fréttablaðið - 19.10.2007, Side 70
Iceland Airwaves-hátíðin hefur tekið miklum breytingum frá því fyrsta hátíðin var haldin í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli árið 1999. Eitt af því sem hefur einkennt þróunina undanfarið er að hún er alltaf að færast meira út í samfélagið. Hátíðin setur alltaf meiri svip á bæjarlífið þessa daga sem hún stendur yfir og atriðum sem eru utan hinnar eiginlegu dagskrár er alltaf að fjölga. Það er uppselt á Airwaves í ár eins og undanfarin ár en þeir sem ekki náðu sér í armband geta samt valið úr miklum fjölda tónleika. Það er dagskrá í 12 Tónum, Smekkleysubúðinni og Skífunni bæði í dag og á morgun en líka á Kaffibarnum, Sirkus, Dillon, Prikinu, Máli og menningu og fleiri stöðum. Í ár er líka í fyrsta skipti viðamikil dagskrá í Norræna húsinu hluti af Airwaves og eins og viðburðirnir hér að ofan er sú dagskrá ókeypis og öllum opin. Í dag spila þar Lay Low og hin sænska Jenny Wilson og á morgun eru það Ólöf Arnalds, Frost frá Noregi, Seabear, Benni Hemm Hemm, hin sænska Radio LXMBRG, Deathmetal Supersquad, Snake & Jets Amaz- ing Bullit Band frá Danmörku og Motion Boys. Á meðal annarra atriða sem hægt er að mæla sérstaklega með má nefna Singapore Sling og Annuals í 12 Tónum í dag kl. 17.00, Best Fwends, Slow Club, Bob Justman og Jenny Wilson í Smekkleysubúðinni í dag frá klukkan 16.00, Retro Stefson og Ólöf Arnalds í Máli og menningu í dag klukkan 16.00, Hafdís Huld, Computerclub, Jakobínarína og Mugison í Skífunni á morgun frá kl. 17.10 og Bloodgroup og Solid Gold á Hressó annað kvölk klukkan 22.00. Nóg að gerast! Nánari upplýsing- ar um dagskrána má fá t.d. í Airwaves-bæklingnum og á icelandairwa- ves.com... Ókeypis og öllum opið á Airwaves Luke Burbank, útvarps- maður bandarísku útvarps- stöðvarinnar NPR, fékk nýverið rokkblaðakonuna Jancee Dunn til að greina með sér hvað fór úrskeiðis í frægu viðtali hans við Sigur Rós á dögunum. Burbank og félagar á útvarpsstöðinni töldu viðtalið eitt það versta í fjölmiðlasögunni og birtu það í heild sinni á heimasíðu sinni. Fengu þeir gríðarlega mikil viðbrögð og ákváðu því að greina betur hvað fór úrskeiðis. Dunn hrósar Burbank í byrjun fyrir að bera fram nöfn hljómsveitarmeðlima sem sýnir að hann hafi virkilegan áhuga á að ná tengslum við þá. Bur- bank viðurkennir þó að sumar spurningar sínar hafi verið undarlegar og ekki líklegar til að fá mikil viðbrögð frá með- limum Sigur Rósar. Engu að síður hefði hljómsveitin alveg mátt spila betur með í sumum tilvikum. Dunn skammar Bur- bank fyrir að spyrja yfir allan hópinn í stað þess að beina athygl- inni að einum hljómsveitarmeðlim í einu og telja þau trommarann Orra Pál Dýrason hafa verið sérstaklega líklegan til að svara spurningum en fengið fá tækifæri til þess. Hvað fór úrskeiðis? Söngvari ofurrokkhljóm- sveitarinnar System of a Down sendir í næstu viku frá sér sína fyrstu sólóplötu. Steinþór Helgi Arnsteinsson athugaði hvað Serj Tankian ætlar sér með plötunni. „Spennan sem ég hafði fyrir gerð þessarar plötu var sama spennan og ég hafði við gerð fyrstu System plötunnar,“ segir Serj Tankian. Á nýju plötunni, Elect the Dead, er Serj þó nokkuð mikið við sama heygarðshornið. Yfirbragðið er allt mjög System of a Down-legt, samfélagsgagnrýnin er í fyrir- rúmi og pólitísk vandamál af ýmsu tagi fyrirferðarmikil. Serj, sem fæddur er í Líbanon en er þó af armenskum uppruna, hefur alltaf verið þekktur fyrir sterkar pólitískar skoðanir sínar. Hefur hann til dæmis stofnað samtökin Axis of Justice ásamt Tom Morello, gítarleikara Rage Against the Machine. Samtökin hafa það að markmiði að sameina hljómsveitir, aðdáendur og ýmiss konar grasrótarsamtök í baráttunni fyrir samfélagsréttindum um allan heim. Serj er einnig fluttur til Nýja-Sjálands en þar hyggst hann búa allt þar til Íraksstríðinu lýkur. Því er ekki hægt að segja annað en að pólitískt óréttlæti og önnur mál því tengd séu Serj hjartans mál. Á Elect the Dead fer heldur enginn varhluta af skoðunum Serj. Í fyrsta laginu sem fékk að hljóma á öldum ljósvakans, Empty Walls, segir meðal annars: „Don’t you see their bodies burning / Desolate and full of yearning / Dying of anticipation / Choking from intoxication.“ Lagaheitin The Unthinking Majority, Beethoven’s Cunt, Lie, Lie, Lie, Lie og Praise the Lord and Pass the Ammunition segja manni líka margt um boðskap Elect the Dead. Síðastnefnda lagið, Praise the Lord and Pass the Ammunition, er tilvísun í lag eftir Frank Loesser sem samdi lagið eftir árásirnar á Pearl Harbor. The Unthinking Majority gaf Serj reyndar út fyrr í sumar sem „yfirlýsingu um stórslys okkar fallandi lýðveldis sem ríkir í dag“. Serj ætlar sér einnig að fara ýmsar skemmtilegar leiðir varðandi plötuna. Serj fer víst í tónleikaferðalag með Foo Fighters á næstunni en hefur gefið það út að á tónleikum sínum muni hann ekki taka neitt lag með System of a Down. Með Serj í för er hljómsveit sem hann hefur sett saman og nefnist The FCC (nafnið stendur fyrir The Flying Cunts of Chaos en samkvæmt nýlegu viðtali við Kerrang segir Serj að hann hafi upprunalega viljað að það yrði nafnið á plötunni). Meðal liðsmanna The FCC er Larry LaLonde úr Primus. Ætlunin er einnig að gera myndband við hvert einasta lag plötunnar, alls tólf stykki. Hafa tólf mismunandi leikstjórar verið fengnir til verksins og meðal þeirra er Diran Noubar. Lagið sem hann mun leikstýra myndbandi við heitir Baby, en Noubar er helst þekktur fyrir að hafa gert heimildarmyndina Armenia, A Country Under Blockade. Empty Walls markar ekki stór kaflaskipti í ferli Serjs og þetta einmenningsverkefni hans virðist ekki ætla að hafa áhrif á System of a Down enda hjálpuðu nokkrir meðlimir sveitarinnar til við gerð plötunnar. Við skulum samt vona að ádeila Serjs og System of a Down muni að lokum hafa einhver áhrif. Kvikmyndagerðarmaðurinn Pétur Emil Gunnarsson er önnum kafinn við að taka upp nýja tónlistarþætti þar sem skyggnst verður á bak við tjöldin hjá átta íslenskum hljóm- sveitum. Á meðal þeirra eru Mínus, Brain Police, Á móti sól, XXX Rott- weiler og Jeff Who? „Ég fékk hugmyndina í fyrra og ákvað að fylgja henni eftir,“ segir Pétur, sem hefur átt fundi með RÚV og Skjá einum um að sýna þættina, sem nefnast Þráður. „Ég var að koma frá Berlín þar sem ég var að taka upp Brain Police sem var þar á tónleikaferð. Síðan ætla ég að fara á Airwaves og taka þar upp efni.“ Kynnir þáttanna verður Davíð Þór Jónsson. „Hann er klassamað- ur í þetta. Málfar hans er gott og hann fer fínt að þessum körlum,“ segir hann. Hljómsveitirnar átta koma síðan til með að spila á tvennum tónleik- um á Nasa í desember til að binda endahnútinn á verkefnið. Pétur er einnig að leggja loka- hönd á mynd um Þjóðhátíðina í Eyjum. „Við höfum verið að vinna í henni í tvö ár. Við erum með mynd- efni allt frá fimmta áratugnum og erum búnir að taka mjög mikið af viðtölum við fólk og tónlistarmenn sem hafa spilað á hátíðinni. Það er fullt af efni þarna sem gæti orðið umdeilt, til dæmis þegar Árni Johnsen er að henda Rottweiler út af sviðinu. Þetta verður mjög skemmtilegt.“ Skyggnist á bak við tjöldin

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.