Fréttablaðið - 19.10.2007, Side 77

Fréttablaðið - 19.10.2007, Side 77
Leikstjórinn Francis Ford Coppola hefur gagnrýnt þrjár af stærstu stjörnum Hollywood, þá Al Pacino, Robert De Niro og Jack Ni- cholson, fyrir að vera latar og hræddar við að taka áhættu. Í viðtali við tímaritið GQ segir Coppola að frægðin hafi spillt þeim Al Pacino og Robert De Niro, sem báðir léku í Guðföður- myndum hans, og einnig Jack Nicholson. Bætti hann við að allur eldmóðurinn sem kom þeim á stjörnuhimininn á sínum tíma væri nú farinn úr þeim. „Ég hitti bæði Pacino og De Niro þegar þeir voru á uppleið. Núna er Pacino afar ríkur, kannski vegna þess að hann eyðir aldrei neinum peningum. Hann setur þá bara undir dýnuna sína,“ sagði Coppola. „Zoetrope [kvikmynda- ver Coppola] veitti De Niro mik- inn innblástur og hann varð bæði ríkur og voldugur. Þegar ég hitti Nicholson og vann með honum var hann hálfgerður brandara- karl. Hann er gáfaður og er náinn þeim sem stjórna kvik- myndaver- unum. Ég veit ekki hvers þeir óska til viðbótar við þetta en þeir lifa allir á fornri frægð,“ sagði hann. Coppola telur að yngri leikarar séu mun metnaðarfyllri. „Náungar eins og Javier Bardem eru virkilega opnir fyrir því að gera eitthvað spenn- andi. Mér finnst hina þrjá skorta alla ástríðu fyrir því að taka að sér hlutverk og standa sig frábær- lega. Ef De Niro kæmi auga á hlutverk sem hann hefði virkilegan áhuga á myndi hann reyna að ná því en ég held að Jack myndi ekki gera það. Jack á peninga, er voldugur og veður í konum. Ég held að hann sé dálítið líkur Brando nema hvað Brando gekk í gegnum erfiða tíma.“ Sjálfur hefur Coppola lítið gert af viti síðan hann lauk við The Godfather- trílógíuna. Nýjasta mynd hans, Youth Without Youth með Tim Roth í aðalhlut- verki, er þó væntanleg seinna á árinu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.