Fréttablaðið - 30.10.2007, Side 6

Fréttablaðið - 30.10.2007, Side 6
 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þrjátíu manns vegna óláta og óspekta um helgina. Sextán áttu erfitt með að haga sér eðlilega aðfaranótt laugardags og fjórtán nóttina á eftir. Tuttugu og níu þeirra voru karlmenn og langflestir á þrítugsaldri, eftir því sem segir í tilkynningu. Meðal þess sem fólkið gerði af sér var að kasta af sér þvagi á almannafæri, henda rusli, trufla umferð og kasta grjóti. Einn var handtekinn fyrir að trufla störf lögreglumanna, en hann sagðist ekki ætla að hætta því nema hann yrði handtekinn. Honum varð að ósk sinni. Þrjátíu teknir fyrir óspektir Tugir starfs- manna hjá Straumi-Burðarási fá laun sín greidd í evrum, eða um þriðjungur. Langflestir þeirra eða alls 38 starfsmenn fá helming launa sinna, þrjá fjórðu eða 100 prósent í evrum. Aðeins sjö starfs- menn fá aðeins fjórðung launa sinna í evrum. Straumur-Burðarás varð fyrst íslenskra fyrirtækja til að gefa starfsmönnum kost á að taka laun í erlendum gjaldmiðli. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, forstöðu- maður samskiptasviðs, segir að ekkert þak sé á hlutfallinu. Straumur-Burðarás sé alþjóðlegt fyrirtæki. „Fólk gerir þetta yfirleitt í beinu samhengi við þær skuldbindingar sem það hefur í erlendum lánum og það er ákveðin trygging þar,“ segir hún og hefur af þessu góða reynslu, tekur sjálf laun að fullu í evrum. „Þetta er fyrst og síðast persónulegt val og hefur reynst mér prýðilega.“ Sú þróun að fá greidd laun í evrum virðist skammt á veg komin hjá öðrum fyrirtækjum. Benedikt Sigurðsson, upplýsinga- fultrúi hjá Kaupþingi, segir að þessi ósk hafi ekki komið fram svo hann viti en yrði ábyggilega skoðuð hjá hverjum og einum ef þess yrði óskað. Baldur Guðnason, forstjóri Eim- skips, segir að hugmyndin hafi ekki verið rædd innan fyrirtækis- ins. „Ég tel að meðan fyrirtæki er með tekjur í íslenskum krónum sé eðlilegt að greiða í íslenskum krónum en svo er þetta spurning um upptöku á evrunni,“ segir hann. Matthías Imsland, forstjóri Ice- land Express, segir að félagið hafi um helming tekna sinna í erlend- um gjaldeyri. Krónan geri fyrir- tækinu lífið erfitt. Greiðslur í evru hafi ekki komið til skoðunar „en það er ljóst að við þurfum að skoða okkar gang varðandi allt tengt þessum málum,“ segir hann og telur koma til greina að greiða starfsmönnum í evrum. Stefán Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri BHM, bendir á gengisáhættu sem fylgi því að taka laun í evrum nema það sé á móti húsnæðislánum í erlendri mynt. „Við kaupum allt í íslensk- um krónum og því væri þetta bara gengisáhætta frá okkar bæjardyr- um séð nema þetta væri valkvætt og gæti verið með á móti lánum.“ Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu ætlar Marel að gefa starfsmönnum sínum kost á því að fá laun í evrum. Tugir starfsmanna fá laun sín í evrum Nokkrir tugir starfsmanna á Íslandi fá greitt í evrum. Hjá Straumi-Burðarási þiggja tæplega fjörutíu starfsmenn helming launa sinna, eða meira, í evrum. Stjórnendur margra fyrirtækja taka vel í að skoða málið komi sú ósk fram. Abdullah, konungur Sádi-Arabíu, segir að Bretar hafi ekki brugðist við viðvörunum, sem þeim hafi borist frá Sádi- Arabíu, um hættu á hryðjuverka- árásum. Meðal annars hefðu slíkar upplýsingar getað komið í veg fyrir hryðjuverkin sem framin voru í London 7. júlí árið 2005. Þetta sagði Abdullah í viðtali við breska útvarpið BBC, sem birt var skömmu áður en hann kom í heimsókn til London í gær. „Ég held að flest lönd taki þessi mál ekki mjög alvarlega, þar á meðal, því miður, Bretland,“ sagði Abdullah um hættuna á hryðju- verkum. Bretar hunsa viðvaranir Gjaldfallnar skuldir Landspít- alans við birgja eru nú á bilinu 1 til 1,1 milljarð- ur króna, segir Magnús Pétursson, forstjóri spítalans. Hann reiknar með því að Landspítal- inn muni greiða tugi milljóna króna í vexti og dráttarvexti á árinu. „Það er ekki samræmi milli þess sem Land- spítalinn er að gera, og á að gera, og þeirra fjár- muna sem til hans eru ætlaðir,“ segir Magnús. Hann segist hafa rætt málið við nýjan heil- brigðisráðherra en málið snerti einnig fjár- málaráðherra og í raun stjórnvöld í heild. Reglulega hafa birst fréttir á undanförnum árum af skuldum Landspítalans við birgja, en Magnús viðurkennir að nú séu skuldirnar óvenju miklar og í raun allt of miklar. Landspít- alinn sé þó hvergi nærri einn á báti, aðrar heil- brigðisstofnanir séu í svipaðri stöðu eða verri. Magnús segir tvær meginskýringar á því að reikningar birgja séu ekki greiddir. Sú fyrri sé að legið hafi fyrir að halli á rekstri Land- spítalans yrði fjögur til fimm prósent í upp- hafi árs. Þá hlaðist upp skuldir þegar líði á árið. Nú sé spáð 4,5 prósenta mun á tekjum og gjöldum á árinu, sem sé um 1,5 til 1,6 milljarð- ar króna. Síðari skýringin sé sú að Landspítalanum gangi illa að innheimta kröfur vegna þjónustu sem spítalinn innir af hendi fyrir aðrar ríkis- stofnanir, svo sem önnur sjúkrahús og heilsu- gæslustöðvar. Nú séu um 350 milljónir úti- standandi sem greiða eigi spítalanum fyrir rannsóknir og fleira. Þannig segir Magnús Landspítalann á vissan hátt fjármagna aðrar ríkisstofnanir, og þar með bíti vandinn í skottið á sér. Skulda birgjum yfir einn milljarð króna Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti batt snögglega enda á viðtal sem hann var í hjá fréttaskýringaþættinum 60 mínútur og sýndur var á sunnu- dagskvöld með þeim orðum að það hefði verið „heimskulegt“ og „stór mistök“. Áður en viðtalið hófst kallaði hann fjölmiðlafulltrúa sinn „fávita“ fyrir að hafa bókað viðtal á erfiðum degi. Í viðtalinu ræddi hann sam- skipti Frakklands og Bandaríkj- anna en varð pirraður þegar hann var spurður út í eiginkonuna, Ceciliu. „Ef ég hefði eitthvað að segja um Ceciliu þá myndi ég sannarlega ekki gera það hér,“ sagði Sarkozy og lýsti svo viðtalinu lokið. Pirraður Sar- kozy í viðtali Sigurður Sigurðs- son, vígslubiskup í Skálholti, segir fyrirhugaða 100 sumarhúsa byggð vestur af staðnum munu styrkja Skálholt bæði fjárhags- lega og menningarlega. Að sögn Ríkisútvarpsins leggjast bæði Umhverfisstofnun og Skipulags- stofnun gegn byggðinni en sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur úrslitaorðið. „Þegar talað er um menningar- landslag er líklega verið að tala um útsýni frá Skálholti eins og það mun hafa verið í þúsund ár. En allt í kringum Skálholtsstað; í austri, suðri og vestri er verið að byggja bæði íbúðarhús og frístundabyggðir sem eru í beinni sjónlínu frá Skálholti. Og því ráðum við ekkert,“ bendir Skálholtsbiskup á. Útsýni breytt af annarri byggð „Ríkisvaldið er ekkert að taka neina vegi á höfuðborgar- svæðinu og færa þá yfir á sveitar- félögin án þess að tekjur komi á móti,“ segir Kristján Möller sam- gönguráðherra. Hann segir „menn hafa farið fram úr sér í þessu máli síðustu daga“ og þetta hafi verið „blásið upp“ í sjón- varpsfréttum. Þar lýsti Sigurður Magnússon, bæjarstjóri Álftaness, þungum áhyggjum af því að um þriðjungur þjóðvega á höfuðborgarsvæðinu verði gerður að svokölluðum sveitar- félagavegum. Þetta sé mikil aðför að fjárhag sveitarfélaganna, því engir aurar komi á móti. Kristján bendir hins vegar á að í sjálfri flutningsræðu fyrrverandi samgönguráðherra með vegalögum hafi verið horfið frá þeirri hugmynd að færa veghald til sveitarfélaga, vegna andstöðu sveitarstjórnar- manna. Þar segi jafnframt að hefði svo orðið hefðu sveitarfélög fengið úthlutað fé af tekjustofnum til vega- gerðarinnar. Ofan á allt hafi vegamálastjóri ekki lagt fram tillögur um að færa vegi frá Vegagerð til sveitarfélaga. Kristján fundaði um þetta við Jón Rögnvaldsson vegamálastjóra, síð- ast í gær. „Þetta er auðvitað mál sem á eftir að vinna mikið og ræða miklu meira. Og þetta verður ekki gert á næst- unni,“ segir Kristján. Hann minnir einnig á að málið sé ekki bundið við höfuðborgarsvæðið. Á ekki að færa vegi án aura Myndir þú vilja fá greidd laun í evrum? Vilt þú að Kolaportið verði áfram í Tollhúsinu?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.