Fréttablaðið - 03.11.2007, Síða 12

Fréttablaðið - 03.11.2007, Síða 12
[Hlutabréf] Titringur varð á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í gær og fór gengi helstu hlutabréfavísi- talna niður á mörkuðum í Asíu og Evrópu. Takturinn var sleginn á bandarískum fjármálamarkaði á fimmtudag í kjölfar stýrivaxta- lækkunar Bandaríska seðlabank- ans degi fyrr en það smitaði út frá sér og tóku vísitölur snarpa dýfu eftir hækkun í vikubyrjun. Lækkanahrinan hélt áfram í gær þrátt fyrir aukna atvinnuþátt- töku vestanhafs í síðasta mán- uði. Fjármálaskýrendur vestanhafs telja sig hafa vísbendingar um að seðlabankinn muni fremur horfa til þess að halda verðbólgu niðri út árið en að opna fyrir frekara aðgengi að ódýru lánsfé á fjár- málamarkaði og muni þar af leið- andi ekki bregðast við viðvarandi lausafjárkrísu með enn einni stýrivaxtalækkun fyrir áramót, að sögn fréttaveitu Bloomberg. Þá spila inn í dræm uppgjör fjármálafyrirtækja vestra og horfur á frekari þrengingum á fasteignamarkaði samhliða minni einkaneyslu. Þessu til viðbótar dældi Bandaríski seðlabankinn 41 milljarði dala, jafnvirði 2.450 milljarða íslenskra króna, inn á markaðinn á fimmtudag í því skyni að auka fjárflæði. Slíkur gjörningur fór ekki vel í við- kvæman fjármálamarkaðinn. Titringur í vikulok Bókfært tap FL Group á þriðja ársfjórðungi nemur 27,1 milljarði króna, á pari við meðalspá greiningar- deilda bankanna. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir uppgjörið endurspegla punktstöðu á mörkuðum enda fari félagið þá leið að færa allar skráðar eignir á markaðsvirði. Hagnaður á hlut er neikvæður upp á 3,6 krónur á þriðja ársfjórðungi hjá FL Group, en um 50 aura sé horft til fyrstu níu mánuða ársins. Bókfært tap á fjórðungnum nemur 27,1 milljarði króna. Tap fyrstu níu mánuðina er fjórir milljarðar króna.Tap félagsins er mjög í sam- ræmi við spá greiningardeilda bankanna, en meðalspá þeirra hjóðaði upp á 27,6 milljarða króna tap á fjórðungnum. Hannes segir óvarlegt að draga of miklar ályktanir af tapi þriðja ársfjórðungs, en í því endurspegl- ist i raun uppgjörsaðferðin sem félagið beitir þar sem eignir séu bókfærðar á markaðsverði hverj- um tíma. Önnur fjárfestingarfélög beita gjarnan svokallaðri hlut- deildaraðferð, en þá hefur verð- mæti undirliggjandi eigna ekki áhrif á afkomuna. Hannes segir ekki útilokað að félagið taki að hluta upp hlutdeildaraðferð síðar. Jafnframt bendir Hannes á að gæði undirliggjandi eigna félags- ins séu eftir sem áður mikil og þau félög standi styrkum stoðum. „Nefna má Glitni, Commerzbank og AMR sem dæmi um félög sem öll skila afburðaniðurstöðu á þessu ári. Hlutabréfaverð þeirra hefur hins vegar lækkað sem aftur skil- ar sér í neikvæðri afkomu af fjár- festingum okkar. Við höfum hins vegar fremur horft á það sem ákveðið tækifæri og höfum á því fulla trú að markaðsvirði þeirra muni á endanum endurspegla gæði þeirra.“ Þá kom fram á kynningu FL Group að endurmetnar hefðu verið óskráðar eignir FL Group til hækk- unar upp á þrjá milljarða króna. Hannes segir að beitt hafi verið mjög varlegu endurmati sem leitt hafi til hækkunar á Geysi Green Energy, Refresco og House of Fraser, en lækkunar á fjárfest- ingafélaginu Unity Investment. „Þarna teljum við áfram mikil tækifæri,“ segir Hannes og bætir við að uppfærsla á Refresco hafi til dæmis verið mjög hófleg. Hann telur líklegt að Refresco fengi svipaða verðlagningu og Bakkavör á markaði hér, enda starfi þau á svipuðu sviði. „Ekki væri óeðlilegt að ætla að heildarvirði yrði í kring um 60 milljarðar og af því eigum við helming. Þarna má því segja að við séum með 30 milljarða eign sem bókfærð er á fimm millj- arða.“ Hannes segist gera ráð fyrir að fjármálamarkaðir verði brokk- gengir enn um sinn og því megi áfram búast við sveiflum í verði hlutabréfa. „Ótal breitur hafa áhrif á markaðina, svo sem olíuverð. Þá þurfum við að klára að sjá uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung innan úr bönkunum til að hreinsa þar út óvissu. Auknar upplýsingar frá þeim hafa haft róandi áhrif og við þurfum að sjá fyrir endann á þess- um hlutum áður en kominn er grundvöllur fyrir uppbyggingu á ný,“ segir Hannes, en þess má geta að Commerzbank, þar sem FL Group á 4,3 prósenta hlut, birtir uppgjör í næstu viku. Hannes segir FL Group standa mjög vel með yfir 40 prósenta eiginfjárhlutfall, sem sé það hæsta meðal fjárfestingarfélaga hér. „Um þessar mundir erum við með um 55 milljarða króna í hand- bæru fé og vel fjármagnaðir til lengri tíma. Þá erum við með mjög mikið af auðseljanlegum eignum og þurfum því í raun ekki á nýju fjármagni að halda næstu tvö árin til að standa undir skuld- bindingum.“ Tap í takt við spár Milestone, fjárfestingarfé- lag í eigu Karls og Stein- gríms Wernerssona, hefur keypt 5,02 prósenta hlut í Teymi á genginu 6,75. Í kauphallartilkynningu vegna kaupanna í gær kemur fram að hlutur Mil- eston í félaginu aukist úr tæpum tólf prósentum í tæplega sautján prósent. Eftir viðskiptin er Miles- tone næststærsti hluthafi Teymis á eftir Baugi Group, sem samkvæmt hluthafalista fer með um fjórð- ungshlut. Seljandi hlutarins er FL Group, en við söluna minnkaði félagið hlut sinn í Teymi úr 6,83 prósent- um niður í 1,81 prósent. Milestone orðið næst- stærsti hluthafi Teymis Samtök fjármálafyrirtækja efna til fræðslufundar um vaxtamun á Grand Hótel (Hvammi) kl.12.00 -13.15 mánudaginn 5. nóvember Hvað er vaxtamunur? Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra ávarpar fundinn Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands Samkeppni, bankar og hagkvæmni Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur og frkvstj. verðbréfasviðs Landsbankans Rétt og rangt um vaxtamun DA GS KR Á Fundurinn er öllum opinn, enginn aðgangseyrir. Léttar veitingar í boði. Vinsamlegast skráið þátttöku með því að senda póst á netfangið sff@sff.is Pallborðsumræður: Þorvaldur Gylfason, Yngvi Örn Kristinsson og Tómas Örn Kristinsson framkvæmdastjóri upplýsingasviðs Seðlabanka Íslands Fundarstjóri er Haraldur Johannessen ritstjóri Viðskiptablaðsins Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.