Fréttablaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 23
g eysi borða í kvöld á ágætan stað sem heitir Les Bacchanales eða Bakk- ynjurnar á Kórónugötu 10 í Aix. Mér fannst nafnið spennandi og var alls ekki frábitinn því að lenda í minniháttar orgíu. En þarna voru því miður engar Bakkynjur sjáan- legar. Þetta var afskaplega sett- legur staður og maturinn sosum ágætur. Ævar sem er guðfræðingur er að sjálfsögðu með nýju biblíuþýðing- una meðferðis. Alveg er mér það hulin ráðgáta hvernig fólk getur verið að æsa sig upp yfir því að ljót og heimskuleg orðskrípi eins og „kynvillingur“ skuli vera aflögð. Reyndar hef ég aldrei haft brennandi áhuga á Gamla testa- mentinu og aldrei haft ánægju af að lesa um hið ótrygga og stress- aða samband milli Guðs og sköp- unarverksins meðan manneskj- urnar voru að gera sér mynd af Guði og Guð var að kynnast mann- eskjunum. Nýja testamentið nægir mér alveg prýðilega og þótt þar sé ýmislegt að finna sem rekst á ann- ars horn er ég mest hissa á hversu samstæða frásögn það hefur að geyma þrátt fyrir allt með tilliti til þess að samtímavitnisburðir um sáraeinfalda hluti eins og stofnun fyrirtækis geta verið svo myrkir og misvísandi að engin leið sé að botna neitt í neinu. Til dæmis er hin 2000 ára gamla saga af kvöldmáltíð, krossfestingu og upprisu ólíkt einfaldari, auð- skildari og trúverðugri en fréttir gærdagsins af stofnun Reykjavík Energy Invest, kraftaverkagróða Bjarna Ármannssonar, Júdasar- heilkenninu í borgarstjórn og óvæntri upprisu Dags borgar- stjóra sem flestir héldu að væri snoturt pólitískt lík með bjarta framtíð að baki. Hér er sama veðurblíðan dag eftir dag. Náttúrufegurðin er stór- kostleg. Jafnvel þótt það sé skemmtilegt að vinna er indælt að eiga frí ein- stöku sinnum. Vive la France!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.