Fréttablaðið - 03.11.2007, Side 23

Fréttablaðið - 03.11.2007, Side 23
g eysi borða í kvöld á ágætan stað sem heitir Les Bacchanales eða Bakk- ynjurnar á Kórónugötu 10 í Aix. Mér fannst nafnið spennandi og var alls ekki frábitinn því að lenda í minniháttar orgíu. En þarna voru því miður engar Bakkynjur sjáan- legar. Þetta var afskaplega sett- legur staður og maturinn sosum ágætur. Ævar sem er guðfræðingur er að sjálfsögðu með nýju biblíuþýðing- una meðferðis. Alveg er mér það hulin ráðgáta hvernig fólk getur verið að æsa sig upp yfir því að ljót og heimskuleg orðskrípi eins og „kynvillingur“ skuli vera aflögð. Reyndar hef ég aldrei haft brennandi áhuga á Gamla testa- mentinu og aldrei haft ánægju af að lesa um hið ótrygga og stress- aða samband milli Guðs og sköp- unarverksins meðan manneskj- urnar voru að gera sér mynd af Guði og Guð var að kynnast mann- eskjunum. Nýja testamentið nægir mér alveg prýðilega og þótt þar sé ýmislegt að finna sem rekst á ann- ars horn er ég mest hissa á hversu samstæða frásögn það hefur að geyma þrátt fyrir allt með tilliti til þess að samtímavitnisburðir um sáraeinfalda hluti eins og stofnun fyrirtækis geta verið svo myrkir og misvísandi að engin leið sé að botna neitt í neinu. Til dæmis er hin 2000 ára gamla saga af kvöldmáltíð, krossfestingu og upprisu ólíkt einfaldari, auð- skildari og trúverðugri en fréttir gærdagsins af stofnun Reykjavík Energy Invest, kraftaverkagróða Bjarna Ármannssonar, Júdasar- heilkenninu í borgarstjórn og óvæntri upprisu Dags borgar- stjóra sem flestir héldu að væri snoturt pólitískt lík með bjarta framtíð að baki. Hér er sama veðurblíðan dag eftir dag. Náttúrufegurðin er stór- kostleg. Jafnvel þótt það sé skemmtilegt að vinna er indælt að eiga frí ein- stöku sinnum. Vive la France!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.