Fréttablaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 10
 Færeyingar fá ekki fulla aðild að Norðurlanda- ráði, eins og þeir hafa sóst eftir síðan árið 2003. En á grundvelli svonefndrar Álandseyjayfirlýs- ingar samstarfsráðherra Norður- landanna fá norrænu sjálfstjórn- arsvæðin rétt til aukinnar þátttöku í hinu opinbera norræna sam- starfi með seturétti í stofnunum og vinnuhópum. Þetta varð niður- staða umræðu um stöðu sjálf- stjórnarsvæðanna á þingi Norður- landaráðs í Ósló. Þingfulltrúar Íslands og Dan- merkur – að meðtöldum færeysku og grænlensku fulltrúunum – lögðu fram tillögu um að stofn- sáttmála Norðurlandaráðs, Hels- ingforssáttmálanum, yrði breytt þannig að sjálfstjórnarsvæðin gætu átt sínar eigin sendinefndir hjá ráðinu, eins og reyndin er nú þegar þótt ekki sé gert ráð fyrir því í sáttmálanum. Tillagan var felld með 37 atkvæðum gegn 20. Árni Páll Árnason, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, segir það hafa verið viðbúið að ti llagan yrði felld. „En ég vona að þetta sé fyrsti dropinn sem holar steininn,“ segir hann. Það sé veik afstaða til lengri tíma litið „að hengja sig í að það sé flókið úrlausnarefni að breyta samn- ingi“. Íslendingar myndu áfram styðja málstað Færeyinga. Færeyski samstarfsráðherrann Jógvan á Lakjuni sagði Færey- inga þakkláta fyrir hvert skref sem stigið væri í átt að því að bæta möguleika þeirra á að taka þátt í norrænu samstarfi. Hann sagðist vonast til að áfram yrði unnið að því að koma til móts við óskir þeirra og að einn góðan veð- urdag fengju þeir fulla aðild bæði að Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni. Fá ekki sjálf- stæða aðild Fulltrúar Íslands í Norðurlandaráði áttu þátt í til- lögu um að breyta stofnsáttmála ráðsins þannig að hann gerði ráð fyrir sjálfstæðri þátttöku fulltrúa frá stjálfstjórnarsvæðunum. Tillagan var felld en aukin þátttaka fulltrúa sjálfstjórnarsvæðanna samþykkt. Flóttamaður frá Írak, sem fyllti leyniþjónustuna í Þýskalandi af lygum um efnavopn í Írak, heitir Rafid Ahmed Alwan, en er enginn efnaverkfræðingur eins og hann þóttist vera. Þetta kemur fram í bandaríska fréttaskýringaþættinum 60 mín- útur, sem sendur verður út á morg- un. Bandaríkjastjórn rökstuddi ákvörðun sína um að fara í stríð gegn Írak að stórum hluta með upplýsingum frá Alwan, sem til þessa hefur aðeins verið þekktur undir dulnefninu „Curveball“. Þýskir leyniþjónustumenn létu bandarískum stjórnvöldum í té upplýsingar frá Alwan, en skýrðu jafnframt frá alvarlegum efa- semdum sínum um áreiðanleika þeirra. Laug til um efnavopn Salmonella hefur greinst í óinnpökkuðum svínseyr- um og nagbeinum úr nautgripum sem voru til sölu í gæludýraversl- uninni Tokyo, Hjallabraut 4 í Hafnarfirði. Nagdótið er innflutt og frá sama framleiðanda og svína- nagbein sem salmonella greindist í snemma í október síðastliðnum. Það hefur nú verið tekið úr sölu og fargað. Landbúnaðarstofnun hvetur gæludýraeigendur sem hafa undir höndum umrætt nagdót til að skila þeim í verslunina eða farga þeim með öruggum hætti. kl. 08 :00 Á FÖSTUDAGINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.