Fréttablaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 11
 Ríki við Persaflóa eru tilbúin að stofna með sér samtök til að útvega Írönum auðgað úran. Þetta kom fram á fréttavef BBC. Prins frá Sádi-Arabíu, Saud al- Faisal, segir að slíkt tilboð gæti stöðvað þá spennu sem ríkir milli Írans og Bandaríkjanna vegna kröfu Íransstjórnar um að fá að framleiða kjarnorku. Rússar lögðu fram svipað tilboð í desember árið 2005, en viðræð- um lauk án nokkurs samkomu- lags. Í þetta sinn munu Barein, Kúvæt, Óman, Katar, Sádi-Arabía og Sameinuðu arabísku fursta- dæmin leggja fram tilboð, að því er Saud segir. Vilja útvega Írönum úran Þriðjungur af upphæð námslána breytist í styrk ljúki námi á tilskildum tíma, verði frumvarp þingmanna Framsókn- arflokksins að lögum. Frumvarpið er líkt frumvarpi sem þingmenn Samfylkingarinnar hafa mælt fyrir á Alþingi á fyrri þingum en ekki náð fram að ganga. Birkir J. Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær. Hann benti á að mikill kostnaður hlytist af miklu brottfalli nemenda. Yrði frumvarpið að lögum myndi það kosta um 1,6 milljarða á ári. Styrk- urinn yrði nemendum hvatning til að ljúka námi á tilsettum tíma sem drægi úr kostnaði í menntakerf- inu. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á að frumvarpið væri afar líkt frum- varpi sem Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefði lagt fram sem óbreyttur þingmaður á und- anförnum þingum. Samfylkingin hefði þó viljað ganga lengra. Katrín fagnaði því að þingmenn Framsóknarflokks hefðu tekið upp þetta mál, en spurði jafnframt hvort flokkurinn hefði beitt sér fyrir því að þessi leið yrði farin þegar flokkurinn átti sæti í ríkis- stjórn. Birkir svaraði því þannig að margt hefði unnist í menntamál- um á þeim árum sem flokkurinn sat í ríkisstjórn, og frábað hann sér sandkassaleik um þetta mál, enda um annað frumvarp að ræða en Samfylkingin hafi lagt fram. Deilt um frumleika frumvarps Bifreiðastöð Hreyfils-Bæj- arleiða mun halda áfram söfn- un bleiku slaufunnar til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Nið- urstaða söfnunarinnar fyrir okt- óbermánuð liggur ekki fyrir en markmið Hreyfils er að safna um 1,5 til 2 milljónum króna á tveim- ur mánuðum. Hreyfill kemur til með að borga 10 krónur fyrir hverja ferð og áætlar Vignir Þröstur Hjálm- arsson deildarstjóri að leigubílar fyrirtækisins fari allt að 70.000 ferðir mánaðarlega. Þá hafa leigubílstjórar selt bleiku slauf- una, einkennismerki átaksins. Átak bifreiðastöðvarinnar er það fyrsta sinnar tegundar í heiminum og hefur vakið athygli víða erlendis, að sögn Vignis Þrastar. Hreyfill stefnir á tvær milljónir Sævar Guðmunds- son, umdæmisstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði, segir hegningar- lagabrot í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði færri á hvern íbúa en í öðrum umdæmum höfuðborgar- svæðisins. Þetta kom fram á fundi forvarnarnefndar Hafnar- fjarðar á miðvikudag. Hin lága glæpatíðni í Hafnar- firði er aðallega þökkuð „hafn- firska módelinu“ svokallaða sem snýst að hluta til um að auka allt samráð við aðila innan sveitarfé- lagsins og góða samvinnu við íbúa og stofnanir Hafnarfjarðar, að því er segir í fundargerð forvarnar- nefndarinnar. Hafnfirska módelið virkar 10 0% lá n No ta ði r b íla r Sími 590 5040 Opið á Kletthálsi 11 mánudaga til föstudaga kl. 10–18 og laugardaga kl. 10–14 Nú býðst þér Golf Variant árgerð 2006 á frábærum kjörum 18.990 kr. á mánuði* Vetrardekk fylgja Verð 1.340.000 kr. * M ið að v ið 1 00 % lá n fr á SP F já rm ög nu n í 8 4 m án uð i. Á rl eg h lu tf al ls ta la k os tn að ar : 6 ,0 1% .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.