Fréttablaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 74
Arsenal og Manchester United mætast á hádegi í dag í toppslag helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Liðin eru jöfn að stigum fyrir leikinn en Arsenal á einn leik til góða. Bæði liðin hafa verið á mikilli siglingu undan- farið og því má búast við hörku- leik. Arsenal hefur verið óstöðvandi á leiktíðinni; hefur ekki tapað einum einasta leik enn sem komið er og er eina liðið í ensku úrvals- deildinni sem hefur skorað í öllum sínum leikjum í deildinni til þessa. Arsenal hefur enn frem- ur unnið alla sex heimaleiki sína í deildinni, en liðið tapaði síðast á Emirates-leikvanginum 7. apríl á þessu ári. Svipaða sögu er að segja af Manchester United, sem hefur aðeins tapað tveimur leikjum samtals í öllum keppnum á tíma- bilinu. United hefur haldið marki sínu hreinu í sjö leikjum til þessa í deildinni og fjórtán leikir eru síðan liðið fékk á sig meira en eitt mark í deildinni. United hefur heldur ekki átt í erfiðleikum með að finna mark andstæðinga sinna og hefur nú skorað fjögur mörk í hverjum af síðustu fjórum leikjum sínum og jafnað þar með 100 ára gamalt met hjá félaginu. Emmanuel Adebayor er marka- hæsti leikmaður Arsenal í deild- inni með sex mörk, en hann tjáði blaðamönnum í gær að honum hefði staðið til boða að fara til United síðasta sumar. „Ég var mjög upp með mér að lið eins og Manchester United vildi fá mig, en ég hugsaði með sjálfum mér að ég væri nú þegar hjá frábæru liði og þar við sat,“ sagði Adebayor í samtali við götublaðið The Sun. Wayne Rooney og Carlos Tevez eru markahæstu leikmenn Unit- ed í deildinni með fjögur mörk hvor, en ef Ryan Giggs nær að skora fyrir United verður það hans hundraðasta mark í deild- inni. Arsenal verður sem fyrr án Robins van Persie og Philippe Senderos, sem eru frá vegna meiðsla, og Eduardo da Silva er tæpur fyrir leikinn vegna togn- unar í nára. United verður án Pauls Schol- es, Mikaels Silvestre og Parks Ji- Sung sem eru meiddir og ekki væntanlegir aftur úr meiðslum á næstunni. Gary Neville er hins vegar kominn aftur eftir meiðsli, sem og Louis Saha og Michael Carrick. Þeir tveir síðastnefndu eru í leikmannahópi United, en Neville verður hvíldur að sinni. Útsending frá leiknum hefst kl. 12.25 í dag á Sýn 2. Stöðvar United sigurgöngu Arsenal? Helena Sverrisdóttir skoraði 9 stig, tók 9 fráköst og gaf 3 stoðsendingar á 27 mínútum í sínum fyrsta leik með TCU en skólinn hennar vann þá 78-47 sigur á úrvalsliði í æfingaleik. Helena byrjaði leikinn í stöðu framherja og nýtti 3 af 9 skotum sínnum, þar af 1 af 5 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Lori Butler-Rayford var stigahæst hjá TCU með 23 stig en Helena kom næst ásamt aðal- stjörnu liðsins undanfarin ár, Adrianne Ross. Helena með 9 stig í fyrsta leik Ryan Giggs, fyrirliða Manchester United, vantar nú aðeins eitt mark til þess að verða ellefti leikmaðurinn í sögunni til þess að skora hundrað mörk fyrir félagið. Giggs hefur skorað 99 mörk í 514 leikjum frá því að hann lék sinn fyrsta leik árið 1991. Bobby Charlton á metið en hann skoraði 199 mörk í 606 leikjum fyrir United frá 1956 til 1973. Charlton hefur 26 marka forskot á Jack Rowley, sem skoraði 173 mörk frá 1938 til 1955. Á síðustu árum er það aðeins Mark Hughes sem hefur bæst í hópinn en hann skoraði 119 mörk í 345 leikjum frá 1983 til 1995. Giggs vonast eflaust til þess að skora markið í toppslagnum gegn Arsenal í dag. Næsta mark er númer hundrað Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, gagnrýndi sína menn fyrir áhugaleysi í 1-1 jafntefli við Valladolid í spænsku deildinni á fimmtudagskvöldið. „Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleik en það var algjört skipulagsleysi og engin liðsheild hjá liðinu í þeim seinni. Við verðum að fórna okkur meira þegar við erum ekki með boltann, leikmenn þurfa að leggja meira á sig og vinna skítavinnuna fyrir liðið,“ sagði Rijkaard en liðið mætir Real Betis á sunnudaginn. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður tuttugu mínútum fyrir leikslok. Gagnrýndi sína menn harðlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.