Fréttablaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 26
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Í sumarlok voru hundrað ár síðan Eng- lendingurinn Baden Powell fór í sína fyrstu útilegu með skátaflokk, en skát- ar um allan heim fagna þessum merku tímamótum um helgina. „Við höfum verið í afmælisskapi allt þetta ár og gert okkur ýmsan dagamun en í dag bjóðum við til lokahátíðar í Fíf- unni í Kópavogi. Þar verður boðið upp á afmælistertu, kassaklifur, kassabíl- arallí, líflínubjörgun, þrautabrautir, hoppkastala, klifurturn, póstakeppni, söngstundir, andlitsmálningu, grillað- ar pulsur og margt, margt fleira að skátasið með miklu fjöri, söng og húll- umhæi,“ segir Helgi Jónsson, verk- efnastjóri hjá Bandalagi íslenskra skáta, en íslenskir skátar halda einn- ig upp á 95 ára afmæli íslensks skáta- starfs í ár. „Baden Powell fór í þessa merku úti- legu í tilefni af því að þjóðfélagið var að breytast og börn sem áður höfðu verið á vinnumarkaði höfðu meiri frí- tíma. Hann vildi efla með þeim sjálfs- bjargarviðleitni og kenndi þeim ridd- aramennsku, en skátar hafa ávallt haft útivist og náttúru í hávegum sem og að kunna að bjarga sér í öllum möguleg- um aðstæðum og hjálpa náunganum í litlum nauðum sem miklum,“ segir Helgi sem sjálfur gerðist skáti árið 1976. „Ég hef sennilega fæðst fullur af skátaanda. Ég var ákaflega félagslynt barn og fann mig fljótt í hressilegum félagsskap jafnaldra sem einnig höfðu yndi af útivist, leikjum og þrautum. Skátastarfið hefur mótað mig í gegn- um lífið og enn lít ég á verkefni sem spennandi úrlausnarmál í stað vanda- máls og get engan veginn sagt nei við hjálparbónum samferðamanna minna,“ segir Helgi hláturmildur, en alls eru rúmlega þrjú þúsund skátar í þrjátíu íslenskum skátafélögum um allt land. „Börn geta byrjað í skátunum á átt- unda árinu og við bjóðum skipulagt starf upp í 22 ára aldur. Þá geta skátar valið um annað hvort leiðtogaþjálfun eða hjálparsveitaþjálfun. Síðan tekur við foringjastarf með yngri hópa eða starf með hjálparsveitum, en til þess þurfa skátar að vera orðnir sautján ára,“ segir Helgi. Hjálparsveit skáta í Reykjavík er sjálfstætt starfandi innan Slysavarnarfélagsins Lands- bjargar. „Skátar eru eftirsóttir í björg- unarsveitir því þeir hafa þennan sjálf- boðaliðagrunn og eru sterkir í útivist, björgun og félagsstarfi.“ Að sögn Helga er mikil uppsveifla í skátastarfi hérlendis og mikil stemn- ing meðal íslenskra skáta. „Félagsskapurinn er eftirsóknar- verður, starfið byggist á því að börn- in verði sterkari persónuleikar og eigi auðveldara með að takast á við verk- efni daglegs lífs. Þau læra með því að reyna sjálf og allir fá að spreyta sig og vera með,“ segir Helgi. Hann hvet- ur sem flesta til að mæta í afmælið og samgleðjast með skátum í Fífunni. Hátíðin hefst klukkan 14 og endar með stórkostlegri flugeldasýningu í boði Slysavarnarfélagsins Landsbjargar klukkan 18. „Við skulum bara segja að í gamla daga hafi mér boðist kynlíf í öðru hverju skrefi. En ég sængaði aldrei hjá neinni sem ekki þráði mig.“ Susan Smith játar sonamorð AFMÆLI Nýlega var stofnað félag rússneskumælandi á Íslandi sem kallast „Átthagafélag – félag rússneskumælandi sam- landa á Íslandi“. Hlutverk félagsins er meðal annars að sameina rússneskumælandi einstaklinga á Íslandi og alla þá sem tengjast Rússlandi á einn eða annan hátt, aðstoða íslensk yfirvöld við að framfylgja fjölmenningarstefnu og styrkja tengslin milli Íslands og Rússlands. Auk þess hafa félagsmenn í hyggju að taka þátt í alþjóðlegum verkefn- um. Formaður félagsins er Tamara Soutourina en fyrsti at- burðurinn á dagskrá félagsins er rússnesk menningarhá- tíð sem sett verður 4. nóvember í Seltjarnarneskirkju og mun standa fram til jóla. Á dagskránni eru meðal annars rétttrúnaðarguðsþjónusta til heiðurs Maríu mey og sýn- ing á listaverkum rússneskumælandi íbúa á Íslandi. Einn- ig verða fyrirlestrar um rússneskar bókmenntir, ýmsar sýningar og tónlistarviðburðir. Rússnesk menningarhátíð Elskuleg systir mín og frænka okkar, Sigríður Þórðardóttir Hrafnistu Hafnarfirði, áður Stigahlíð 36, Reykjavík, lést að morgni 31. október. Útförin fer fram föstu- daginn 9. nóvember frá Háteigskirkju kl. 14.00. Guðný Þórðardóttir Gunnvör Valdimarsdóttir Jóhann G. Sigfússon Ragna, Alda Sif, Þorsteinn, Þórgunnur og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Gestur Sigurðsson, Bústaðavegi 75, Reykjavík, áður til heimilis á Dalvík, lést laugardaginn 27. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 5. nóvember kl. 13.00. Guðrún Jónína Sigurpálsdóttir Hanney Árnadóttir Helgi Jónsson Snorri Gestsson Auður Ingvarsdóttir Signý Gestsdóttir Hákon Aðalsteinsson Sigurpáll Gestsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, Sigurður V. Hallsson Lindargötu 57 lést fimmtudaginn 18. október á líknardeild Landspítalans Landakoti. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hrafnhildur Eyjólfsdóttir Margrét Sigurðardóttir Friðjón Örn Friðjónsson Anna Mariella Sigurðardóttir Jakob Gunnarsson Benedikt Sigurðsson Eyjólfur Rósmundsson Hekla Gunnarsdóttir Elísabet Rósmundsdóttir Páll Viðar Jensson Unnur Rósmundsdóttir og afabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.