Fréttablaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 28
E lísabet hitti Algea í New York þegar hún dvaldi þar með leik- sýningu árið 2005. Það var á götu úti og voru kynnin stutt, innileg og magnþrungin. Ólík öllu öðru sem Elísabet hafði kynnst. Nokkrum mánuðum síðar var Elísa- bet búin að borga flugfar fyrir hann hingað til lands og hann staddur í eldhúsinu hjá henni, eldandi bragðsterkan mat sem Elísa- bet skóf kryddið af og sjóðandi ginger-ale í stórum potti. Hann saumaði líka hatta og spilaði á trommur og einhverjir muna eflaust eftir honum þar sem hann kom fram í fjölmiðlum í tengslum við hattagerð sína eða spilandi á hljóðfæri sín. Hann var sem sagt New York-búi og mikið meir vissi Elísa- bet ekki um hann. Á landinu dvaldi hann í þrjá mánuði, bjó heima hjá Elísabetu og eyddi með henni hverri mínútu uns hann hvarf skyndilega af landi brott. Þremur mánuðum eftir brotthvarfið hófst Elísabet handa við að skrifa sögu af ástum, kynlífi, geðhvörfum og fleiru til. „Ég segi alltaf að þetta sé ástarsaga, sem inniheldur auðvitað margt annað líka. Um tvær manneskjur sem eru að reyna að elska. Svo kemur sagan auðvitað inn á mjög margt annað líka því andstæðurnar voru enda- lausar. Ég er hvít kona og hann svartur maður. Hann er Ameríkani – ég íslensk. Hann gestur og ég gestgjafi. Upphaflega settist ég niður við að skrifa þessa sögu til að reyna að skilja af hverju sambandið fór svona í klessu,“ segir Elísabet og bætir sposk við: „Já, eða allavega, til að komast að því af hverju þetta fór eins og það fór, ætli það sé ekki betra að segja það. Ég vildi ekki að þetta gæti gerst aftur og skrif hafa áður nýst mér sem ákveðnar vísindarannsóknir í að fá niðurstöður. Og svo var auðvitað gaman að segja þessa sögu. Algea myndi að sjálfsögðu segja hana öðruvísi og maður velur alltaf inn í það sem maður vill nota og á þann hátt er það skáldskapur. En jú, ætli þetta sé ekki nokkuð raunsönn lýsing þótt ég líti á þetta sem skáldverk.“ Elísabet segir að það hafi verið eins og hún hafi hreinlega þurft að skrifa bókina og þótt stutt hafi verið liðið frá atburðarás hafi henni ekki reynst erfitt að hefja skrift- ir. „Það var eins og ég þyrfti að segja sög- una til að bjarga lífi mínu. Það var kannski seinna, í miðjum klíðum, sem ég stoppaði og hugsaði hvað ég væri eiginlega að skrifa um þennan leiðindapúka,“ segir Elísabet og hlær. „Hvað þá þegar þeir sem lásu handritið yfir fóru að hrósa Algea, hvað hann væri nú áhugaverður og svona og hinsegin. Ég varð hreinlega afbrýðisöm stundum. En það var margt sem ég þurfti að horfast í augu við í sögunni og ég gerði það. Alls kyns hlutir úr fortíðinni og sjálfa mig í sambandi við kynlíf og ástina. Þessi sjálfsskoðun sem ég fór í gegnum leiddi til ýmissa hluta og ég fór til dæmis að sækja fundi hjá samtökum ástar- og kynlífsfíkla eftir þetta. Fíklar af því tagi flýja raun- veruleikann með því að sækja í ást og kyn- líf meðan aðrir fara í spil og áfengi. Þeim manneskjum sem maður leggur ást á eign- ar maður hálfgerðan töframátt og Algea var töframaðurinn minn á þessu tímabili. Þá á töframaðurinn að leysa öll manns vandamál og koma í staðinn fyrir allt sem vantar. Maður er eins og barnið sem býr til einhverja ástarveröld sem hefur ekkert með raunveruleikann að gera.“ Ástarsamband Algea og Elísabetar er ekki falið undir sæng fyrir lesendum. Fjallað er á jafnopinskáan og eðlilegan hátt um kvöld- matinn sem Algea eldar og kynlíf, sem tók hug Elísabetar allan á þessum tíma. „Erfitt að segja frá? Jú, blessuð vertu, það var mög erfitt fyrst, að byrja að segja frá hlutum eins og kynórum mínum og kynlífi. Ég hugsaði með mér að ég þyrfti örugglega að fara í útlegð eftir útkomu bókarinnar. Og hræddist að fólki þætti ég ekki lifa nógu krassandi kynlífi!“ Elísabet hlær og bætir því við að sem betur fer sé hún einmitt á Írlandi fram í desember. „Ég velti því fyrir mér í byrjun hvernig ég ætti eiginlega að fara að þessu en komst svo fljótt að því hver leiðin var. Mér reyndist best að segja frá þessu öllu eins og þetta var. Jú, ég veit að ég er kjörkuð, sem má að mörgu leyti þakka uppeldinu, en ég get líka verið mús. Og svo var það skömmin sem hefur alltaf verið að flækjast fyrir mér. En að lokum sagði ég við sjálfa mig að það væri fyrst eitthvað að ef ég mætti ekki alveg eins skrifa um píkuna á mér og hálsinn á mér. Ég gat ekki verið að búta mig niður og kjósa einhvern einn part af mér heilagri en annan. Engu að síður þurfti ég að gefa mér sérstakt leyfi til að skrifa um kynlíf. Og hló að því um leið að 49 ára gömul manneskja þyrfti að staldra við og gefa sér sérstakt leyfi.“ Elísabet segir frá skemmtilegum viðbrögðum þeirra sem fengið hafa að heyra part úr bókinni. Hópur ungra karlmanna í skólanum sem hún las upp fyrir blánaði og hvítnaði til skiptis meðan kynsystur skiptu ekki lit og voru hæstánægðar. Önnur kona sem lesið hefur bókina sagði Elísabetu að bókin hefði opnað fyrir henni nýjan heim. Heim þar sem hún hringdi órög í þá karlmenn sem hana lang- aði að kynnast. Væri meira að segja komin með lista þar sem hún hringdi í næsta ef einn segði nei. En Heilræði lásasmiðsins fjallar um margt annað viðkvæmt en kynlíf og óra. Samband hennar og Algea segir hún að mörgu leyti hafa verið ofboðslega gott en svo líka ofboðslega sjúkt. Til að mynda spurði hún hann aldrei hvar hann byggi nákvæmlega eða hvernig húsakynni hans væru. Sem hún segir svolítið óþægilegt líka í dag, að geta hvergi staðsett hann og ekki gat hún séð hann fyrir sér úti á götu alla daga að sauma hatta. „Ég þorði aldrei að spyrja. Og ég fatt- aði þá ekki hvað raunveruleikinn er dýr- mætur. Fólk fer alveg milli landa og heim- sækir hvort annað með stuttum fyrirvara. Það er eðlilegt. Hið óeðlilega er að tala ekki um hlutina, koma blankur, að ég hafi þegj- andi borgað allt og verið hrædd við hann. Ég vildi ekki spyrja því ég vildi ekki eyði- leggja glansmyndina sem ég var búin að gera mér af honum. Vildi ekki sjá hann eins og hann kannski var og þar með kannski ekki heiminn? Og það er hættulegt. Hann sagði við mig við komuna hingað: „Það er gott að vera heima hjá einhverjum.“ Og ég hugsaði með mér: Bíddu, hvar býr hann eiginlega – en sagði ekkert.” Elísabet tengir það að hafa ekki þorað að spyrja meðal annars við erfiða barnæsku og geðhvörf sem hún hefur mátt glíma við frá því hún var tvítug. Faðir hennar, Jökull Jakobsson, var lítið til staðar fyrir hana sem barn og Elísabet segist fyrst hafa lesið það um sig í sjúkraskýrslu, tvítug að aldri, þegar hún var lögð í fyrsta skipti inn á Klepp að hún hefði „óvenju mikla þörf fyrir viðurkenningu karlmanna“. „Það var mjög erfitt að lesa það og eflaust hefur það haft áhrif á það að ég vildi svo mikið láta allt ganga, lifa í ósnortum fullkomnum heimi þar sem ekkert var að. Pabbi hefur verið stór áhrifavaldur í tilveru minni, og ekki síður mamma þótt ég tali ekki mikið um það í bókinni. En ég þarf stöðugt að minna mig á það að pabbi er dáinn og ég er á lífi. Ég sagði það síðast við mig í fyrradag. Á móti kemur að auðvitað get ég ekki dregið hann til ábyrgðar á því hvernig fór í sambandi okkar Algea. Þá væri ég ekki að taka ábyrgð á eigin lífi.“ Elísabet segir að heilbrigt líferni hafi hjálp- að henni að takast á við geðhvarfasýkina, svefnvenjur og mataræði, en eins og allir sem hafi verið veikir sé hún meðvituð um það að vilja ekki veikjast aftur. „Ég er alveg til í að taka lyf alla ævi til að meðhöndla maníu og þunglyndi en ég er ekki til í að burðast með skömmina, sem er óhjákvæmi- legur fylgifiskur þunglyndis. Hugsa enda- laust hvort ég sé að breyta rétt, standi rétt eða sé að segja hlutina eins og eigi að segja þá. Sjálfsniðurrifið fer verst með mann. Maður níðist á sjálfum sér. Og þar held ég að ástin sé sterkasta vopnið – að læra að elska sjálfan sig. Og að læra að kunna að meta raunveruleikann. Ég get alveg sagt það að ég er formlega komin inn í hann og út úr töfraheiminum. Töfraheiminum sem ég leit- aði í þegar mér fannst raunveruleikinn vera mér um megn. Einhvers konar flóttaveröld þar sem ég þurfti ekki að spyrja spurninga. Enda eru líka töfrar í raunveruleikanum.“ Að lokum er rétt að spyrja hvað hún haldi að Algea segi rekist hann á bókina einhvers staðar? „Ég hugsaði stundum hvort hann yrði reiður yfir bókinni en í reynd hugsa ég að hann yrði mjög ánægður. Hann er greindur maður og þolir alveg að gera grín að sjálfum sér. Þarna komu tveir aðilar saman og ekkert er bara einum að kenna og öðrum að þakka. Stundum sakna ég hans, hann var léttur og skemmtilegur og gat verið letihaugur. Þegar ég hafði lokið við söguna fann ég að ég gat alveg hugsað mér að rekast á hann. Hafði þó ekki áhuga á að leita til hans að fyrra bragði, en það væri alveg gaman að sjá honum bregða fyrir. Ég hef fundið einstaka saknaðarslag. Annars þarf ég engan töframann lengur í líf mitt, ég er komin með lyklavöldin.“ Ég hugsaði með mér að ég þyrfti örugglega að fara í útlegð eftir útkomu bókarinnar. Og hræddist að fólki þætti ég ekki lifa nógu krassandi kynlífi! Segir frá öllu eins og það var Elísabet Jökulsdóttir segir að þótt hún hafi alltaf verið kjörkuð hafi hún líka alla ævi þurft að glíma við skömm. Á næstunni mun kjarkmikið verk líta dagsins ljós, Heilræði lása- smiðsins, bók hennar um einstaka lífsreynslu þar sem Elísabet ákvað að segja frá vandmeðförnum viðfangsefnum „eins og þau voru“. Júlía Margrét Alexandersdóttir spjallaði við skáldkon- una um söguna af blökkumanninum Algea og hvernig þau reyndu að elska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.