Fréttablaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 34
Íslenski Alpaklúbburinn, ÍSALP, félag áhugamanna um fjallamennsku fagnar þrjátíu árum á fjöllum. „Markmiðið er að sameina fjalla- menn, stuðla að vexti fjallamennsku á Íslandi og auka öryggi á fjöllum,“ segir Freyr Ingi Björnsson, sem hefur verið formaður klúbbsins síðan 2006. Sjálfur fékk hann fjalla- áhugann úr björgunarsveitarstarfi og segir marga koma þaðan og úr skátunum. „Útivistaráhugi almenn- ings hefur aukist mikið og það eru allir velkomnir til okkar,“ segir Freyr sem fer í fjölda ferða ár hvert. „Ég vinn sem leiðsögumaður á sumrin og fer mikið á fjöll þá mest innanlands. Síðan reyni ég að komast til útlanda líka og fór til Nepal í fyrra. Síðan er stefnan tekin á Suður-Ameríku í ár,“ útskýrir Freyr sem segir klúbbinn aðallega vera vettvang fyrir fjalla- mennsku. „Klúbburinn fer ekki margar ferðir sem slíkur, þetta er meira félag fyrir þá sem skipu- leggja ferðir á eigin vegum. Hins vegar fórum við í afmælisferð á Skessuhorn í mars og höfðum þá sama fararstjóra og í fyrstu ferð- inni fyrir þrjátíu árum. Síðan fórum við á Heklu ásamt hinni óþreytandi fjallageit og stjórnar- manni, Þorvaldi V. Þórssyni sem fór síðasta spölinn í hundrað tinda verkefni sínu.“ Fram undan er spennandi dag- skrá að sögn Freys og má þar nefna myndasýningar og fyrirlestra á vegum klúbbfélaga og erlendra fjallamanna, námskeið í ísklifri fyrir byrjendur og lengra komna í samvinnu við íslenska fjallaleið- sögumenn og fjalla- og vetrarskíða- námskeið, ásamt árlegu jólaklifri, ísklifurhátíð og Telemark- skíðahátíð. Klúbburinn er í góðu samstarfi við Klifurhúsið og er með aðstöðu þar, en Klifurhúsið heldur nám- skeið fyrir allan aldur, allan árs- ins hring. Nýlega kom út ársrit ÍSALP, en útgáfa þess hefur legið niðri um hríð og því einstaklega ánægjulegt að ritið liti dagsins ljós á sjálfu afmælisárinu að sögn Freys. Nánari upplýsingar www.isalp. is. Sjá einnig: www.klifurhusid.is. Fjallaáhuginn úr björgunarsveitinni París er fallegust á haustin – og enn fallegri með þaulreyndum íslenskum fararstjóra WWW.UU.IS Verð frá: 59.920,- á mann á hótel Novotel Les Halles í 3 nætur 23. og 30. nóv. 23. og 30. nóvember „Við förum í gönguferð um gömlu listamannahæðina Montmartre. Stóra hvíta kirkjan, listamannatorgið Place de Tertres og litlu þröngu göturnar eru staðir sem margir kannast við úr kvikmyndum. Woody Allen hefur kvikmyndað í þessu hverfi og franska myndin Amelie gerist öll á Montmartre.“ - Kristín Jónsdóttir, fararstjóri Úrvals - Útsýnar í París ÚRVAL-ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 ~ FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS Ferðaskrifstofa Innifalið:Flug, flugvallarskattar, íslensk fararstjórn oggisting með morgunverði. Verð miðastvið aðbókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofueða símleiðis erbókunargjald2.500 kr. fyrir hvern farþega. MasterCard Mundu ferðaávísunina!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.